Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 14

Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Veiðitakmarkanir smábáta: Reglugerðin fyrir neðan allar hellur — segir Arthur Bogason formaður bráðabirgðastjórnar Landssambands smábátaeigenda „MÉR finnst reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins um veiðar smá- báta fyrir neðan allar hellur og af- hjúpa skilningsleysi þess á því hve veiðarnar eru háðar veðri. Þeir hefðu eiginlega þurft að gefa sam- hliða út reglugerð fyrir veðurguðina svo hægt verði að róa þá daga, sem ráðuneytið skammtar raönnum," sagði Arthur Bogason, formaður bráðabirgðastjórnar Landssan- bands smábátaeigenda, í samtali við Morgunblaðið. „f frétt frá ráðuneytinu um takmörkun veiðanna segir að hún hafi verið unnin í samráði við smábátaeigendur. Það er ekki rétt nema að mjög litlum hluta. Það er rétt, að samráð var haft við okkur, þegar ákveðið var að falla frá að- greiningu atvinnumanna og áhugamanna á þessum veiðum. Það kom reyndar sjálfkrafa, því það var ekki framkvæmanlegt. Ennfremur var samráð um það, að ekki skyldi veitt á sunnudögum yf- ir sumartimann. Það var hins vegar ekkert sam- ráð haft við okkur um stjórn veið- anna nú í haust. Okkur var lofað að fylgjast með þvi, hvernig reglu- gerðin yrði og gefnir tveir kostir, sem í raun voru nánast alveg eins. Þeir færðu aðeins til þrjá bann- daga í öðrum kostinum og skipti það ekki nokkru máli. Við komum með tvær breytingar, sem litið mál hefði verið að fara eftir, en það var ekki hlustaö á okkur. Þetta var nú allt samráðið. Það hefði átt að leyfa færaveiðar og leyfa veiðar á þeim tegundum, sem eru annaðhvort vannýttar eða ekki innan kvóta og láta svo veð- urguðina um að halda aftur af sókninni," sagði Arthur. Arthur sagði að afstaða manna gagnvart veiðum smábáta væri oft einkennileg. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LlU, hefði til dæmis lýst því yfir, að stöðva bæri veiðar smábátanna frá og með haustinu. Það væri mjög athygli- vert að hann veittist á þennan hátt að útgerðarmönnum smá- báta. Honum væri vel kunnugt um það, að forsenda kvótakerfis smá- bátanna stæöist ekki og yrði ekki stuðzt við hana lengur. Þetta væri athyglisvert, því LlU fengi fé frá útgerð smábátanna eins og ann- arra útgerðaraðilja innan Lands- sambandsins í formi útflutn- ingsgjalda. Þrítugur maður í gæsluvarðhaldi: Sveik fé út úr versl- unum MAÐUR um þrítugt hefur játað að hafa svikið fé út úr verslunum um nokkurt skeið með því að kaupa dýran varning, eins og sjón- vörp og myndbönd, gegn vægri eða engri útborgun, og selja síðan vör- urnar án þess að hirða um að greiða afborganirnar. Talið er víst að maðurinn hafi staðið einn í þessum svikum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. september. ÞAÐ ER ENGIN SPURMNG, HJÓLIN FFÁ ERNINUM SIANDA UPPUR ^ Reiðhjóláverslunin Spítalastíg 8 og vió Oóinstorg símar: 14661,26888 fp? SÉRVERSIJUN ^ ÍSEXTBJAR Frá vinstri: Goömundnr Emilsson, söngstjóri Fflhnnnónín, Dóróthea Einarsdóttir, formaónr söngsveitarinnar, Bragi Jóhannesson, Sigrnn Andréodóttir, raddþjálfari, Vilbelmína Ólafsdóttir, undirleikari, og fjórir stjérnarmenn söngsveitarinnar. Söngsveitin FHharmónía: Tvö fræg kórverk á efnisskránni í vetur SONGSVEITIN l ílhaimoma hefur nú sitt 26. starfsár. Tvö stór verkefni eru á efnisskró vetrarins, Stabal Mater eftir Antonin Dvorak og Te Deum eftir Anton Bruckner. Að sögn Guðmundar Emiisson- ar söngstjóra Fílharmóníu er Stabat Mater stærsta verkefni sem kórinn hefur ráðist í í mörg ár. Verkið verður flutt með sin- fóniuhljómsveitinni i aprii og taka fjórir einsöngvarar þátt í flutn- ingnum: Sylvia McNer, bandarísk söngkona sem meðal annars hefur unnið sér það til frægðar að verða í fyrsta sæti i Metropolitan- keppninni bandarisku, en það er keppni einsöngvara frá öllum ríkj- um Bandaríkjanna. Hún syngur sópranrödd; Sigríður Ella Magn- úsdóttir syngur altrödd; Guðbjörn Guðbjörnsson, ungur og efnilegur söngvari, syngur tenór og William Sharp bassa. Griski hljómsveitar- stjórinn Trikolidis stjórnar flutn- ingnum á Te Deum eftir Bruckner og taka einnig fjórir einsöngvarar þátt í þeim flutningi. Hverjir það verða er þó ekki víst ennþá. Söngsveitin Filharmónía er áhugamannakór og eru nýir félag- ar teknir inn árlega. Endurnýjun- in er talsverð, því af 80 til 90 kór- félögum sem taka þátt í starfi söngsveitarinnar eru venjulega milli 20 og 30 nýir. Ekki er krafist neinnar tónlistarmenntunar af kórfélögum og af nýliðum er að- eins ætlast til að þeir hafi lag og sæmilega söngrödd. „Þó inntöku- skilyrðin séu ekki hörð gengur okkur stundum erfiðlega að fá nýtt fólk, sérstaklega karla,“ sagði Guðmundur Emilsson. „Ég er ekki frá því að fólk haldi að vinnan sem fylgir því að vera í kór sé miklu meiri en raun ber vitni. Við reyn- um að halda okkur við tvær æf- ingar á viku og aukaæfingar eru sjaldgæfar. Ég held að flestir ættu að hafa tima til þess aö vera með þegar betur er að gáð því kórsöng- ur er ekki sá þrældómur sem margir halda og auk þess fylgir þessu mikil andleg upplyfting." Auk þessara tveggja stóru verka sem söngsveitin mun flytja verður fengist við ýmis smærri verkefni. Til stendur að fara í æfingabúðir að Flúðum í Árnessýslu einhvern fyrstu daganna í október. Enn- fremur hefur það verið venja kórs- ins að syngja jólalög á ýmsum stofnunum fyrir jólin og verður henni haldið. Efnaverksmiöjan Sjöfn: Framleiðsla á dömubind- um og bleyjum EFNAVERKSMIÐJAN Sjöfn á Ak- ureyri hefur haflð framleiðslu á dömubindum og bleium. Að sögn Aðalsteins Jónssonar forstjóra Sjafnar hófst framleiðsl- an um miðjan júlí síðastliðinn og er hún nú komin í fullan gang. Framleiddar eru tvær gerðir af bleium, dagbleiur og náttbleiur, undir vörumerkinu „Bamba-blei- ur“. Þá eru framleiddar tvær stærðir af dömubindum undir vörumerkinu „Sjafnarbindi". Að sögn Aðalsteins hafa fram til þessa verið framleidd 25 tonn af þessum vörum og sagði hann að sala á þeim hefði gengið mjög vel, enda væri verð á þeim 25—30% lægra en á sambærilegum inn- fluttum vörum. Sagöi hann að framleiðslugeta vélanna væri þeg- ar fullnýtt, en ekki yrði tekin ákvörðun um hvort tækjakostur verður aukinn fyrr en reynsla er komin á hvernig markaðshlutdeild framleiðslunnar verður. Vélarnar afkasta um 300 bleium eða bind- um á minútu og eru bindin og blei- urnar framleiddar til skiptis, þrjár vikur i senn. Vélarnar sem notaðar eru við framleiðsluna voru keyptar frá Svíþjóð og kostuðu um 6 milljónir króna. Fimm manns vinna við þær. Að sögn Aðalsteins kemur til greina, ef vel gengur, að auka fjöl- breytni framleiðslunnar, en engar ákvarðanir hafa verið teknar í því efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.