Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 16

Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAÖUR 5. áEPTEMBERÍ 1985 í nálægð og fjarska Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Þór Eldon: 23 hundar. Myndir: Margrél. Útg. Medúsa 1985. 23 hundar sem Þór Eldon sigar nú á ljóðaunnendur rúmast í dálitlu kveri, blárri bók. Kverið er myndskreytt af Margréti sem líka kemur fyrir í ljóðunum í hlutverki nýrrar ljóðadísar. Þór Eldon yrkir oft um konur og ástir, engin furða að hann skuli halda upp á Robert Desnos og tileinka honum Ijóð. Hann getur ort af ástríðu, samanber ljóðið Þá Björk (að mínum dómi besta ljóð bókarinn- ar) og líka í eins konar fjarska frá yrkisefninu líkt og hann sé að tjá draum: Þór Eldon Þásvaf hann nótt með nótt inní stúlkunni sem seldi ishún var með falleg augu opin og lokuð voru þau svört (Úr Þrir himnar yfir mér) í Þá Björk er meiri nálægð: „skínandi lendar/ líf þitt/ og sköp/ barnsandlit/ dauðans / og smáar hendur". Þór Eldon hefur lært af súr- realistum, innlendum og erlend- um, eins og fleiri Medúsumenn. Áhrifin koma ekki að sök því að Þór hefur upprunalega skynjun, upprunalegan tón sem veldur því að hann sker sig úr. 23 hundar er enn til marks um leit að ljóð- rænu tjáningarformi, aukið frjálsræði í skáldskapnum sjálf- um og líka uppsetningu Ijóðanna á blað. Hann færist allur í auk- ana í hinum áhyggjulausa leik ungs manns við að koma hugsun- um sínum í form. Þó vantar ekki lífsþjáninguna, sársaukann í þessi ljóð. Hann er meiri en í fyrri bókunum. Hér verður ekki brugðið á það ráð að endursegja bók Þórs Eld- on. Slík gagnrýni gæti í mesta lagi orðið misskilningur eins og dæmin sanna. { ljóðum Þórs Eldon er alveg nægileg samkennd, þörf fyrir að vera meira en hann sjálfur. Það sanna ástarljóðin best. En hann er líka töluvert á línunni ÉG UM MIG. Mest er um vert að hann tekst á við mál ljóðsins og úr verður lífvænleg mynd, frækorn til að sá í ljóðaakur framtíðar- innar. IO bfleigendur veroa lOþúsund kr. ríkarí á morgun 10 ný bílnúmer veröa birt á öllum OLÍS stöðvum á landinu í fyrramáliö. Er þitt þar á meðal? Komdu viö á næstu OLÍS stöö og athugaðu málið. Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku. Sólsetur — eftir Gísla Sigurbjörnsson Nokkrir hafa hringt og spurt um Sólsetursheimilin, sem Heim- ilispósturinn og Morgunblaðið hafa minnst á. Þetta tekur sinn tíma, fólk skil- ur þetta ekki enn þá, enda þótt hugmyndin sé mjög einföld, einnig auðveldlega framkvæmanleg. Sólsetursheimili er ætlað öldr- uðu fólki, sem hefur sæmilega heilsu, en af ýmsum ástæðum óskar eftir að vera á heimili, þar sem það getur fengið aðstoð, ef með þarf. Hér verða einstaklingar, sem vilja vera á heimili með öðr- um, því að einveran er oft erfiðust þegar aldurinn færist yfir. Hjónin þurfa húsnæði, þau geta bæði tek- ið til hendinni. Hér verða sam- hjálp og sjálfhjálp leiðarljósið. Fólkið ætlar að stofna sitt eigið heimili með aðstoð okkar hinna. Fjárhagsgrundvöllur er ekki enn fyrir hendi, úr því vandamáli verður að leysa. Kaupa þarf hús- eign sem er hentug fyrir starfsem- ina, fallegur garður er æskilegur og góð staðsetning, vegna umferð- ar, strætisvagna og ekki utarlega í borginni. Hver á að stofna Sólsetursheim- ili og starfrækja? Hugsjónafólk, sem er reiðubúið til að starfa fyrir aðra. Sjálfseignarheimili, sem á marga stuðningsmenn og velunn- ara, sem skilja, hvað verið er að fara. Fyrst verður að finna fólkið, sem vill hefja starfið, síðan að ráða ráðum okkar, markvisst og örugglega, og byggja starfið á grundvelli, sem ekki bregst. Ef Drottinn byggir ekki húsið, þá erf- iða smiðirnir til einskis. Eillihjálpin er reiðubúin að styðja að framgangi þessa máls. Grund mun líka geta veitt mikils- verða aðstoð, þegar þar að kemur. En fyrst þurfum við að vekja at- hygli, skilning og áhuga á þessu máli, sem er í sjálfu sér ekkert stórmál, ef rétt er að farið. Vissu- lega liggur beinast viö, að söfnuðir kirkjunnar taki málið til athugun- ar og framkvæmda. Er mér kunn- ugt um, að áhugafólk úr einum söfnuði er þegar farið að vinna að þessu máli. Safnaðarhjálp i Reykjavík er að aukast, alls konar starfsemi er þegar hafin, fönd- urstarf, aðstoð á ýmsum sviðum, svo sem ferðalög, sumardvalir, heimilisaðstoð, hjúkrun, heimil- ishjálp. En við þurfum að ræða málin, bera saman bækur okkar og hefja starfið. Við skulum muna vel, að það skiptir minnstu máli, hver ríður á vaðið, en það skiptir öllu máli, að rétt sé staðið að því. Það þarf enga höll, aðeins hús, þar sem nokkrir aldraðir og lúnir sam- borgarar okkar geta fengið frið- sælt ævikvöld á Sólsetursheimili sínu. Höfundur er forstjóri Elliheimilis- ins (irundar. Ellen Burstyn túlkar hina ógæfusömu skólastýru afburða vel — hér er hún f hlutverki sínu í Alice Doesn’t Live Here Anymore. Ástríðuglæpur Jean Harris Myndbönd Árni Þórarinsson Áhugamenn um sannsöguleg og sérstæð sakamál muna eflaust eftir láti bandaríska læknisins og megrunarsérfræðingsins dr. Hermans Tamower árið 1980. Tarnower þessi var frægastur fyrir metsölubók sína, The Scars- dale Diet, sem bauð amerískum offitusjúklingum auðvelda leið til megrunar. Hann auðgaðist mjög á kúr þessum, barst mikið á og mun meðal annars hafa stundað laxveiðar hér á íslandi sér til skemmtunar. Tarnower var einnig mikill kvennamaður og það varð honum loks að fjör- tjóni, eins og sumum öðrum. Astkona hans í meira en áratug, Jean Harris, miðaldra og virðu- leg skólastýra, skaut hann tveim- ur skotum kvöld eitt eftir mikið sálarstríð vegna lauslætis hans. Harris og verjandi hennar héldu þvi fram að um slys hefði verið að ræða, hún hafi í raun ætlað að stytta sjálfri sér aldur. En saksóknarinn krafðist þess að Harris yrði dæmd fyrir morð að yfirlögðu ráði. Nú geta menn rifjað upp þetta fræga sakamál á myndbandi sem hér er komið á markað og nefnist The People vs. Jean Harris eða Ákæruvaldið gegn Jean Harris. Hér er ekki um að ræða svokallað „docudrama" eða leikna heim- ildamynd um samband Harris og Tarnower, lát hans og réttar- höldin sem fylgdu á eftir. Mynd þessi, sem frumsýnd var vestra aðeins fimm vikum eftir að rétt- arhöldunum lauk snemma árs 1981, er hrein og klár sviðsetning á völdum köflum úr dómsskjöl- unum og gerist öll í réttarsaln- um. Eru þrír mánuðir styttir niður í 147 mínútur. Við fyrstu kynni virðist þetta form ætla að verða býsna þreytandi og ein- hæft. En málið sjálft er svo for- vitnilegt og sjónvarpsvinnslan svo fagmannleg að áður en langt um líður er áhorfandi bergnum- inn af hinum dæmdu persónum þessa sannsögulega tilfinn- ingadrama, einkum þó Jean Harrissjálfri. George Schaefer, einn fremsti og mikilvirkasti dagskrárgerðar- maður bandarísks sjónvarps, leikstýrir þessu vandasama verki af mikilli nærfærni, þannig að áhorfandi fær tilfinningu jafnt fyrir hlutlægri fréttahlið máls- ns (fréttaþulur tengir atriðin iaman) sem hinni dramatísku. Þar nýtur Schaefer makalausrar frammistöðu Ellen Burstyn í hlutverki Jean Harris. t með- förum Burstyn, sem flytur orð- réttan texta Harris sjálfrar, verður þessi ólánsama skólastýra nánast harmræn persóna, niður- brotin og niðurlægð en með fullri reisn og djúpum skilningi á hlut- skipti sínu. Ekki fer hjá því að samúð áhorfenda beinist frekar að henni en lækninum látna, sem virðist jafnt fórnarlamb éigin kaldlyndis sem ofurástar og afbrýðisemi skólastýrunnar. Afrek Burstyn er ekki lítið þegar tekið er mið af því að hér er um að ræða leikhúsvinnú fyrir fram- an sjónvarpsvélar í nánast sam- felldri upptöku sem undirbúin var á mjög skömmum tíma, enda fékk hún útnefningu til Emmy- verðlaunanna þetta ár fyrir besta leik I sjónvarpsþætti. Aðrir leikarar, einkum Martin Belsam sem verjandinn, Peter Coyote sem saksóknarinn og Richard Drysart sem dómarinn, standa sig einnig með sóma. Mál Jean Harris varð vita- skuld gómsætur matur fyrir síhungraða fjölmiðlana í Banda- ríkjunum. Þótt það hafi nú ný- lega fengið dýpri krufningu í a.m.k. tveimur metsölubókum, þá verður þessi samtímaskrá- setning á myndband ekki sökuð um hroðvirkni eða æsilega yfir- borðsmennsku. Fyrst og fremst helgast það auðvitað af greindar- legum, nánast skáldlegum fram- burði Jean Harris sjálfrar. Stjörnugjöf: The People vs. Jean Harris ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.