Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 17 Orgel- leikur Tónlíst Jón Ásgeirsson Fyrstu tónleikarnir á haustönn 1985 voru orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar, sem í nokkur ár hefur stundað nám i Frakklandi og á eftir eitt ár enn í framhaldsnámi þar. Að því loknu mun hann taka við kirkjunni á Akureyri, sem enn sem komið er hýsir eitt mesta orgelið tiltækt hérlendis. Björn Steinar er feikna- lega efnilegur orgelleikari, leikinn í besta lagi en nokkuð órólegur. Þessi oróleiki var mest áberandi i verkum meistara Bachs, sem vera má að sé frönsk túlkun á honum, þó heldur mætti álíta að ætti rót sína að rekja til ákafa æskumanns- ins en að um menningarleg ski! sé að ræða. Þessi óróleiki var eink- um áberandi í F-dúr-tokkötunni, sem hefði mátt vera samferða fúg- unni, og í tríósónötunni, nr. 5 i C-dúr. Þrír sálmforleikir voru fal- lega útfærðir, bæði hvað snertir raddskipan og leik. Þrjú síðustu verkin voru frönsk, tvö falleg verk eftir Alain, Dórískur kórall og Litanía og tónleikunum lauk á prelúdíu og fúgu eftir Duruflé. Verk Duruflé er frekar sundur- laust og fúgan eiginlega varla meira en framsaga, en verkið endar þó með reisulegum loka- kafla. Það er margt mjög fallega gert í orgelverkum Alain og í heild gott jafnvægi í leik Björns Steinars. Björn Steinar er eins og fyrr sagði feikna efnilegur orgelleikari og í höndum hans varð orgelið í Krists- kirkju tilþrifamikið hljóðfæri. í Kaupmannahöf n F/EST í BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI CAMKY Það getur verið að ekkert sé nýtt undir sólinni, en í „landi hinnar rísandi sólar", virðist sífellt hægt að gera betur. Toyota Camry er fullkomið dæmi þess.Hann virðist við fyrstu sýn ósköp venjulegur 5 manna fjölskyIdubílI, en við nánari kynni kemur annað í Ijós. Þverstæð vél og framhjóladrif gera það að verkum að innanrými er geysimikið. Sætin eru 1. flokks, (t.d. er hægt að stilla bílstjórasætið á 7 mismunandi vegu). Farangursrými í Camry Liftback er 1,17 m3, sem er meira en margir stationbílar geta státað af. Veltistýri, 5-gíra skipting (eða 4 stiga sjálfskipting), loftbremsur, gasdemparar, tannstangarstýri, gott miðstöðvarkerfi og annar búnaður hafa líka sitt að segja um þægindi og góða aksturseiginleika. 1,8 eða 2,0 lítra bensínvél með rafstýrðri „beinni innspýtingu" og 1,8 lítra dieselvél með forþjöppu, hafa snerpu og kraften eru auk þess hljóð- látar og eyðslugrannar. Verð frá kr. 529 þús. TOYOTA ______Nýbýlavegi8 200Kópavogi S. 91-44144__________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.