Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Einkaskólinn Tjarnarskóli settur á morgun í fyrsta sinn: BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX BMX hanskar hjálmar grímur peysur buxur skór sokkar hnéhlífar púöar merki Verö staögr. frá kr. 6.108 Lferslunin Sendum í póstkrðfu. Kreditkortaþjónusta. Varahluta- og viðgerdarþjónusta. SUÐURIANDSBRAUT 30 StMI 35320 Torfæruhjól AHt fyrir BMX r\n® Diamant S*E D^f Hvít matar- og kaffistell úr þunnu, níðsterku postulíni í hæsta gæöaflokki. __________________________________ Einföld, formfögur hðnnun.__________________________ Sænskt listahandbragö eins og þaö gerist best. Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast._____ Hagstætt verö.________ Póstsendum r KostaJI Boda - . — Bankastræti 10 — Sími 13122 Nemendur 75 í þrem- ur bekkjadeildum 7., 8. og 9. bekkja — Auk Reykvíkinga sækja nemendur skól- ann úr fimm nágrannasveitarfélögum Tjarnarskóli, nýi einkagrunn- skólinn við Tjörnina í Reykjavík, verður settur í dag, fimmtudag. Nemendur skólans á komandi námsvetri verða 75 í þremur bekkj- ardeildum 7., 8. og 9. bekkja. Nem- endur eru að meirihluta úr Reykja- vík en ennfremur úr Mosfellssveit, Garðabæ og Kópavogi og af Kjalar- nesi og Seltjarnarnesi. Auk skóla- stjóra skólans, þeirra Maríu Sol- veigar Héðinsdóttur og Margrétar Theódórsdóttur, verða kennarar við skólann átta og hefur verið gengið frá ráðningu þeirra allra nema eins. Að sögn Maríu Solveigar Héð- insdóttur, annars skólastjóra Tjarnarskóla, sóttu á þriðja hundrað nemendur um skólavist og eru umsóknir enn að berast. Auglýst var í kynningarbæklingi um skólann að hann tæki 100 nemendur þennan fyrsta skóla- vetur, en María sagði að við nán- ari athugun á nýtingu skólahús- næðisins hefði ekki verið unnt að hafa þar fleiri en þrjá bekki án þess að þurfa að tvískipta skóla- haldinu og því ákveðið að fækka nemendum um 25, þ.e. eina bekkjardeild. Við val á nemend- um var notuð sú aðferð að skipta fjölda nemenda eftir skólahverf- um í samræmi við fjölda þeirra í þeim. Þó var til dæmis engin um- sókn úr Háaleitishverfi, umdæmi Álftamýrarskóla, og plássum ætluðum því hverfi því úthlutað nemendum úr öðrum hverfum. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu sjö kennara auk þeirra skólastjóranna, en væntanlega verður gengið frá ráðningu þess áttunda í dag, þ.e. handavinnu- kennara. Kennararnir munu kenna frá fjórum upp í tuttugu og fjórar kennslustundir hver á viku. Þá mun Stjórnunarfélag ís- lands annast tölvukennslu fyrir skólann I eigin húsnæði og út- vega kennara til þess. Kennarar þeir sem ráðnir hafa verið við Tjarnarskóla eru: Elín Thorarensen, Ellen Svavars- dóttir, Rós Bender, Sigríður Ólafsdóttir, Þórdís Kristinsdótt- ir, Anna Bjarnadóttir og Álf- heiður Sigurgeirsdóttir. Þá er ritari við skólann í 60% starfi Anna Laufey Þórhallsdóttir. María Solveig var spurð hvort engir karlmenn hefðu sótt um og hvort hún teldi það skapa rétta ímynd fyrir nemendur að enginn karlmaður starfaði við skólann. Hún svaraði því til að karlmenn hefðu vissulega sótt um en þeir sæktu yfirleitt um of mikla kennslu til að unnt væri að koma til móts við þær óskir við svo lít- inn skóla. Að vísu gat hún þess að sá kennari sem eftir væri að ráða, þ.e. handavinnukennarinn, gæti orðið karlkyns, en karlmað- ur væri á meðal umsækjenda sem eftir væri að velja úr. María bætti því við, að mikill meirihluti kennara grunnskólanna væri kvenkyns, nema yfirleitt væru skólastjórar karlkyns sem ekki væri í Tjarnarskóla. Hún kvaðst telja æskilegra fyrir nemendur og alla aðila að kennarar væru til helminga karl- og kvenkyns en aðstæður leyfðu það því miður ekki. María sagði og í viðtali við Morgunblaðið að fyrsti kennara- fundurinn hefði verið haldinn á þriðjudag. Þar hefði m.a. verið ákveðið að Tjarnarskóli yrði reyklaus skóli, hvorki starfsfólk né nemendur fá að reykja innan veggja skólans. Hún sagði að- spurð í lokin að ekki væri komið endanlegt svar frá Reykjavík- urborg um styrkveitingu til skól- ans, en sér skyldist að borgin myndi a.m.k. greiða kostnað við húsaleigu. Varðandi það hvort önnur sveitarfélög sem nemend- ur eru frá koma til með að greiða hlutdeild í kostnaði vegna nem- enda sinna sagði María að það tengdist afgreiðslu Reykjavík- urborgar og væri því ekki unnt að segja til um það á þessu stigi. Tjarnarskóli verður settur í dag kl. 17.30 í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þá verða stundaskrár afhentar og hefst kennsla nk. mánudag, 9. september. Hárskerasueinn óskast í hluta eöa fullt starf. Upplýsingar í síma 12725 kvöldsími 71669 RAKARASTOFAN KIAPPARSTÍG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.