Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 19 Hansakaupmenn Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Johannes Schildhauer: Die Hanse. Geschichte und Kulur. Edition Leipzig 1984. Hansasambandið átti sér langa þróunarsögu. Þýskir kaupmenn erlendis tóku aö mynda með sér samtök eða félög, til þess að styrkja stöðu sína. Þessi félög kölluðust „Hansa". Getið er um slík félög þegar á 12. öld. Síðar taka að myndast sambönd versl- unarborga, Hansaborgirnar, og frægast þeirra og stærst var Köln- arsambandið, stofnað 1367. Hansaborgirnar náðu tökum á versluninni um norður- og vestur- hluta Evrópu allt austur til Rúss- lands. Útibú voru í Novgorod, London, Brúgge og Björgvin. Áhrif borganna á Norðurlöndum voru mjög mikil. Um 1400 var öll ríkisverslun Norðmanna komin í hendur „kontórsins" í Björgvin. íslenska skreiðarverslunin fór um Björgvin og þannig réðu Hansa- menn íslensku skreiðarverslun- inni. Hansakaupmenn taka ekki að sigla til fslands fyrr en helst leit út fyrir að Englendingar myndu sitja að íslensku skreiðinni. Ham- borg og Brimar annars vegar og hins vegar Lýbika og nokkrar Eystrasaltsborgir deildu um ítök- in hér á landi og fór svo að Ham- borg og Brimar náðu undirtökun- um. Á 15. og framan af 16. öld var verslunin hér á landi, verslun Hansakaupmanna. Auk þess ráku þeir útgerð hér á landi og höfðu hér vetursetu, þótt bannað væri. Um miðja 16. öld var þessi fisk- verslun og útgerð bönnuð og bátar Hansamanna gerðir upptækir og með þeim hófst fyrsti vísirinn að útgerð konunga á Suðurnesjum. Fiskgengd var mikil hér við land á 15. og framan af 16. öld og margt bendir til þess að hagur landsmanna á þessu tímabili hafi verið betri en áður og síðar. Svo virðist sem talsvert magn dýrra gripa hafi verið keypt hingað til lands og fjölbreytni í vörum var meira en áður. Getið er um þýsku- kunnáttu manna og íslendingar sóttu til háskólans i Rostok til náms. Saga Hansaborganna er á vissu skeiði samofin Islandssög- unni. Saga Hansa- borganna í þessu glæsilega riti dregur höfundurinn upp myndir úr sögu Hansaborganna i máli og mynd- um. Fjölmargar myndasíður fylgja, bæði í litum og svart/hvitu auk mynda í texta. Höfundurinn leitast við að svara því hvers kon- ar fólk það hafi verið sem reisti hinar glæsilegu Hansaborgir, hann útlistar daglegt líf þess, hi- býli og margs konar starfsemi. Kaupmenn og farmenn mótuðu menningu þessara borga, sem var hluti þeirrar borgaralegu menn- ingar sem mótaðist um meginland Evrópu á mörgum öldum og rnót- aði viðhorf og smekk siðari alda. Schildhauer fjallar um þátt kirkju og trúarbragða i lífi þessara kaup- manna og farmanna, hann tíundar tjáningarform tímanna i hljóm- list, skáldskap og listum og lýsir vaxandi samkennd þeirra og stétt- arvitund. Áhrif Hansaborganna í efna- hagslifi Norðvestur- og Austur- Evrópu voru einstök. Verslunin tengdi saman landsvæðin, gerði þau hvort öðru háð og hún rauf hinn frumstæða sjálfsþurftarbú- skap ár-miðalda. Það varð hagstæðara að flytja korn frá Eystrasaltssvæðinu yfir úfið Norður-Atlantshaf til ís- lands, en að rækta það hér á landi og með stórhækkun fiskverðs breyttist íslenskur landaurabú- skapur. Um það leyti sem áhrifa Hansamanna gætti hér mest kom prentlistin upp í Þýskalandi. Það er óskráð saga hvern þátt Hansa- menn áttu í því að flytja íslend- ingum nýja menningarstrauma með einum saman flutningi bóka hingað til lands. Tengsl lands- manna og kaupmanna eru staðfest m.a. með bréfaskriftum Jóns Arasonar og undirbúningi hans að kaupum á hentugum vopnum i Hamborg til varnar Heilagri kirkju hér uppi á íslandi. Höfundurinn ræðir um sjórétt Hansamanna og hversu hann markaði þróun sjóréttar um norð- anverða Evrópu. Hansalistin „Borgarloftið gerir menn frjálsa“ sannaðist á íbúum Hansa- borganna. Kaupmenn, sjómenn og handverksmenn mótuðu gerð þessara borga og þá menningu sem blómstraði þar. Konungar og furstar komu þar hvergi nærri. Listin var gotik með borgaralegu ívafi, „Hansalistin". Byggingar þessa tímabils bera svip þessarar listar, kirkjur, ráð- hús og patrisíahús eru sérstæð fyrir þessar gömlu, grónu og þri- falegu borgir. Skólar miðalda voru ætlaðir þjónum kirkjunnar. Með auknum áhrifum borgarastéttarinnar í þýsku Hansaborgunum taka skól- ar þar breytingum að því leyti að meiri áhersla er lögð á ýmsar greinar sem nauðsynlegar voru stéttinni og ráð hverrar borgar höfðu áhrif á rekstur skólanna. Háskólinn í Rostock var stofnaður 12. nóvember 1419 í Mariukirkj- unni þar í borg. Forsenda þeirrar stofnunar var, að ráðið tryggði rekstur skólans með því að heita 800 Rínargyllinum árlega til greiðslu fyrir kennslu og lagði til húsakynni. Þessi háskóli var eins og áður segir sóttur af íslenskum námsmönnum og námsmönnum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Um aldamótin 1500 voru 10% stúdenta frá Norður- löndunum. Annar háskóli „studi- um generale" var stofnaður i Greifswald, 17. október 1456. Bókmenntir Eftir uppfinningu prentlistar- innar var komið upp prentverki i Lybiku 1475, í Rostock 1476, Ham- borg 1491 og í Danzig 1498. Lýbika var höfuðstöð prentlistarinnar og útgáfustarfsemi á þessum slóðum, þar var biblían prentuð 1494, út- gáfa sem er meðal fremstu bibl- íuverka. „Narrenschiff“ Sebastian Brants og „Reinecke Fuchs“ dýra- fabúla, en slík rit voru mjög vin- sæl, oft dulin gagnrýni. Bæði þessi rit voru gefin út í'Lybiku. Þessar fabúlur voru þýddar á önnur mál eða stæld um alla álfuna. „Uglu- spegill“ var prentaður í Lybiku 1478, sú gerð var upprunnin í Braunschweig. Sá eiginlegi Ugluspegill er tal- inn hafa lifað á fyrri hluta 14. ald- ar, grafinn í smábænum Mölln fyrir sunnan Lybiku 1350. Önnur gerð sögunnar af hinum eiginlega Ugluspegli er til í einu eintaki, sem prentað var 1515 og er varð- veitt í British Museum. Þar segir frá aumu lífi eins „bóndasonar". í þeirri gerð er hvöss ádeila á að- stæður og samféiagshætti. Útskurður, gluggaskreytingar eða glerlist, málverk, alls konar kirkjumunir, altaristöflur, krossmörk, skírnarfontar og bóka- skreytingar og listrænt bókband, sem fornt íslenskt bókband virðist draga dám af, allt þetta eru minj- ar um grósku og menningarskeið Hansaborganna. Gömul götulífsmynd fri Brttgge í Belgíu Aukin sjálfsvitund borgara- stéttarinnar birtist m.a. í þörfinni fyrir vitund um eigin fortíð og sögu. Annáiar og frásagnir frá 13. öld bera vott um klerklega höf- unda, þegar frá líður gætir meira borgaralegra viðhorfa og mikil áhersla er lögð á sögu eigin borga. Kaupmanna- og iðnaðarmanna- „gildin" mótuðu mjög mat og hegðun og þau gerðu einnig ákveðnar kröfur til félaganna eða gildisbræðranna, sem voru miðað- ar við siðareglur kirkju og kristni. Styrkur Hansa-borgara var fólgin í vissu um gildi sitt og þýðingu, menning þeirra og smekkur mót- aðist af ögun sem starf þeirra setti þeim og sú ögun var byggð á nauðsyninni, skyldurækni og trúmennsku. Þessir þættir voru grunnmúraðir í meðvitund sam- félagsþegnanna og þessvegna voru listaverk þeirra og tjáning í bók- menntum og byggingum einkennd af vöndugleika, smekkur þeirra óhvikull. Snyrtimennska og þörf fyrir rétt hlutföll og vel gerða hluti vottaði gróna menningu þeirra, og varð þeim menningar- vaki. Bók þessi er unnin samkvæmt ofanskráðum einkennum Hansa- borgara, laus við allt prjál og sundurgerð. pltrgmnl j Askriftcirsíminn er 83033 ir —----------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.