Morgunblaðið - 05.09.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 05.09.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 23 Eru þeir að fá 'ann ■ v: Vertíðarlok í Norðurá Vertíðarlok urðu í Norðurá um mánaðamótin og komu úr ánni um 1200 laxar sem verður að teljast alveg bærilegt miðað við vatns- leysið og slaka nýtingu veiðileyfa mikinn hluta veiðitímans. Strax ( júlí tók vatn að þverra í ánni og svo var komið, að menn gengu með ánni og þekktu vart gðmlu góðu veiðistaðina, klappir Og eyrar sem áður tilheyrðu árbothinum stóðu' langt upp úr og þefur rotnandi vatnagróðurs fyllti vitin. Þrátt fyrir þetta svo og að laxinn gekk seinna en venjulega, komu góðar göngur í ána og allt fram í ágúst- byrjun eða svo var veiði góð, en síðan tók hún að dala til muna þó alltaf reyttist eitthvað á land. Talsvert var af laxi í ánni í vertíð- arlok og er það önnur saga en í fyrra, er vart sást lax í ánni undir það síðasta, enda var veiðin nú rúmlega helmingi meiri og hefði trúlegast verið mun meiri ef ytri skilyrði hefðu ekki spillt veiðum jafn rækilega og raun varð á. Grímsá: Góð tala en dofnandi veiði Lífleg veiði hefur verið í Grímsá Skipt um flugu undir Laxfossi f Norðurá. Myndin er síðan í júnf öndverðum, en það fer stórum minna fyrir fossinum þessa dagana. / Mjólkurlítrinn kostar 33,30 kr. — Mjólkurvörurnar hækkuðu um 7—9% MJÓLK og mjólkurvörur hskkuðu í smásölu um 7-9% við verðlagningu þeirra um mánaðamótin. Mjólkur- lítrinn hekkaði úr 30,90 í 33,30 kr., eða um 7,8%. Nýtt verð kindakjöts verður birt síðar í þessum mánuði. Rjómalítrinn hækkaði úr 188,40 í 202,10 kr. (7,3%), undanrenna úr 21,20 f 22,80 kr. (7,5%), kíló af skyri úr 52,10 í 56,30 kr. (8,1%), kíló af smjöri úr 349,00 i 380,70 kr. (9,1%), 1 kg. af 45% osti hækk- aði úr 289,50 í 310,60 kr. (7,3%) og mysuostur hækkaði úr 111,20 í 119,00, eðaum 7%. Verðlagsgrundvöllur landbún- aðarvara, það er búvöruverðið til bænda, hækkaði um 6,49% og hefur hann hækkað um 37,46% frá 1. september í fyrra. Voru einstakir kostnaðar- og launaliðir grundvallarins framreiknaðir f samræmi við verðlagshækkanir undanfarna mánuði. Sexmanna- nefndin átti að semja um nýjan verðlagsgrundvöll fyrir allt verð- lagsárið en vannst ekki timi til þess á þeim skamma tfma sem nefndinni var ætlaður til verksins. Má búast við að það verði gert fyrir næstu verðlagningu, sem taka á gildi 1. desember. Fimm- mannanefndin sem ákveður heild- söluverðið framlengdi einnig það verðlagningarkerfi sem við lýði hefur verið með framreikningi og verðlagsráð, sem ákveður smásölu- verðið, ákvað að sama smásölu- álagning skuli gilda áfram á með- an verið er að athuga verðlagning- armálin í heild. Aðalþing UNESCO í Sofia í Búlgaríu: Menntamálaráðherra held- ur utan í byrjun október RAGNHILDUR Hclgadóttir, menntamálaráóherra, heldur til Sofia í Búlg- aríu í byrjun októbermánaðar þar sem hún mun sitia aðalþing UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir Islands hönd. Aðalþing UNESCO er haldið annað hvert ár. Menntamálaráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið að ráð- herrar allra Norðurlandanna myndu sitja þingið. „Við munum fylgja fram okkar tillögum um samdrátt í verkefnum og einföld- un í kerfi UNESCO. Einnig mun- um við leggja áherslu á að stofn- unin haldi sig fyrst og fremst við brýnustu mennta- og vísindamál f stað þess að einbeita sér að ýms- um pólitfskum verkefnum, eins og þó nokkur tilhneiging hefur verið til á undanförnum árum, og sætt hefur gagnrýni," sagði mennta- málaráðherra. Aðalþingið hefst 7. október og stendur fram í nóvember, en menntamálaráðherra mun aðeins dvelja ytra í nokkra daga. meiri hluta sumars, en fyrir nokkru tók hún að dofna, og er vatnsleysi um kennt. Milli 1200 og 1300 laxar hafa verið færðir í bók, en eitthvað af aflanum er tvíveidd- ur lax og stafar það af því að út- lendingum var gert að sleppa löx- um sínum merktum f sumar. Ekki er vitað hversu mikið magn er tvfveitt, þvf einhver misbrestur varð á þvf að merkja alla laxa sem sleppt var. Bændur segja merkta laxa ekki vera háa prósentu af heildaraflanum og skv. þvi ætti að vera mikill lax eftir { ánni. Hollin hafa verið að fá 20—30 laxa hvert að undanförnu, það eru tfu stangir í tvo daga. Gljúfurá: Væri betri ef eitthvað væri af vatni Um 140 laxar eru sagðir komnir á land úr Gljúfurá f Borgarfirði og er víst að sú tala væri hærri ef áin væri ekki jafn vatnslítil og hún hefur verið mikinn hluta veiðitímans. Talsvert er af laxi í ánni og er hann dreifður, einnig hafa menn séð laxa stökkvandi f ósnum og má búast við þvf að sá lax sem þar hfrist muni æða upp ána við fyrsta tækifæri. Laxinn er nær allur smár í Gljúfurá, síðast er fréttist höfðu aðeins tveir stórir fiskar veiðst, annar 10 pund en hinn 13pund. Við höfum opnað aftur eftir gagngerar endurt>ætur sem gera okkur kleift að veita fljótari og betri þjónustu. Nú getum við tekið við bílum af öllum stærðum og gerðum. Tryggðu þér öruggt eftirlit og umhirðu þess búnaðar bílsins sem mest mæðir á. Með því að... ... taka upp símtólið og panta tíma í síma 21246, eða renna við á smurstöð Heklu hf. Laugavegi 172. Þar sem... ... þú slappar af í nýrri vistlegri móttöku, færð þér kaffi og lítur í blöðin. A meðan... ... við framkvæmum öll atriði hefðbundinnar smumingar, auk ýmissa smáatriða t.d. smumingar á hurðalömum og læsingum. Auk þess... ... athugum við ástand viftu- reima, bremsuvökva, ryðvamar og pústkerfis og látum þig vita ef eitthvert þessara atriða þarfnast lagfæringa. Allt... ... þetta tekur aðeins 15-20 mínútur og þú ekur á brott með góða samvisku á vel smurðum bíl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.