Morgunblaðið - 05.09.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.09.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 25 Göngubrú byggð yfir Fúlukvísl á Kili — Opnar nýjar gönguleiðir á hálendinu. NÝ GÖNGUBRÚ var sett á ána Fúlukvísl á Kili helgina 23.-25. ágúst sl. Það var Ferðafélag íslands, sem stóð fyrir framkvæmdum þessum. Brúin var flutt fullsmíðuð á staðinn og sett upp af hópi sjálfboðaliða. Pétur Guðmunds- son, Páll Sigurðsson og Axel ólafsson smíðuðu brúna. Gerðu þeir það i sjálfboðavinnu í frí- stundum sínum í sumar. Brúin er úr járni og mjög traust að allri gerð. Þessi nýja göngubrú opnar nýja gönguleið á Kili, það er frá Hvítárnesi um Þverbrekkumúla, en þangað var erfitt að komast fyrir tilkomu brúarinnar, vegna þess að oftar en ekki reyndist ógerlegt að vaða Fúlukvísl. Frá Þverbrekkumúla er gengið í Þjófadali og þaðan til Hvera- valla. Ferðafélagið hefur reist sæluhús það þétt á þessari leið að hæfileg dagleið er á milli Hér standa brúarsmiðirnir og aðstoðarfólk þeirra á nýju brúnni að verki loknu. Nirra- _ Sú fyrsta var á Syðri-Emstruá, ofskvísl, Farið við Hagavatn og Þessi göngubrú er hin fimmta byggð 1978. Síðan hafa verið nú siðast á Fúlukvísl. sem Ferðafélagið hefur byggt. settar brýr á Ljósá, Kaldakl- <úr tréttatilkynningu.) Skákþing ís- lands í drengja- og telpna- flokki SKÁKÞING íslands í drengja- og telpnaflokki verður haldið dagana 13.—15. september næstkomandi. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfl og er umhugsunartími á skák 40 mínútur. Þrjár umferðir verða tefldar hvern keppnisdag. Föstudaginn 13. september verður teflt frá klukkan 19—23, en laugar- dag og sunnudag verður teflt frá 13—18. Þátttaka er heimil öllum 14 ára og yngri og fer skráning fram sama dag og skákþingið hefst, frá kl. 18.30. Þátttökugjald er 200 krónur og teflt verður á Grensás- vegi 46 i Reykjavík. Skákstjóri verður ólafur H. ólafsson. Werner Schulze og Elisabeth Zajac-Wiedner. Tónverk fyr- ir hvali og kontrafagott íslandsvinurinn Werner Schulze er nú á ferð um Norður- lönd ásamt píanóleikaranum Elisabeth Zajac-Wiedner. Schulze hefur sérhæft sig i leik á kontra- fagott. Þau nefna sig Zwio. Þau munu halda hér þrenna tónleika, í Valaskjálf 8. sept- ember, Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. september og í Langholtskirkju 12. september. Tvö verk verða frumflutt hér í ferðinni, Trio fyrir Zwio eftir Schulze sjálfan og „Fjórir þætt- ir fyrir kontrafagott og nótna- borðshljóðfæri" eftir Helmut Neumann. Ennfremur mun Schulze flytja verk sitt „Tvíleiksverk fyrir nokkra hvali og kontra- fagott“ en það er tileinkað hvöl- um og upptaka með söng hnúfu- baka notuð. NÚERGULUD TÆKIFÆRI! AÐ EIGNAST TECHNICS HUOMTÆKIA SERSTOKU TILBOÐSVERÐI FJÓRAR fullkomnar samstæöur meö öllu í fallegum skáp, meö litaðri glerhurö og loki. System z-120 ............ 32.500 stgr. System Z-100 (mynd)........36.900 stgr. System z-200 ..............46.900 stgr. System z-300 ..............53.900 stgr. Útborgun frá kr. 5.000.- ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VEUA VANDAÐ. £ WJAPIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.