Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 28

Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 Issam Ahmed Hussein Khodr, 22 ira gamall Líbani, sem lét lífið í misheppn- aðri sjálfsmorðsárás á varðstöð ísraelsmanna. Grænland: Algert áfengis- bann í Paamiut Nuuk, 4. september. Ritzau. B/IJ ARSTJORNIN í Paamiut, sem áður hét Frederiksháb, ákvað á skyndifundi sl. mánudag að banna alla sölu og framreiðslu áfengis í bænum. Nær bannið til alls sveitarfé- lagsins og stendur til að byrja með til áramóta. Var þessi akvörðun tekin vegna þess, að sl. laugardag skaut 17 ára gamall, drukkinn unglingur til bana aðstoðarlögregluþjón í Paam- iut og stórskaddaði annan í andliti. Glæpum hefur farið mjög fjölgandi á Grænlandi síðustu ár og kemur það fram í skýrslum lög- regluyfirvalda, að gífurlegur drykkjuskapur eigi mesta sök á því. Líbanon: Misheppnuð sjálfs- morðsárás á varðstöð Tel Aviv, Israei 4. september AP. BÍLL hlaðinn sprengiefni sprakk á þriðjudag við varðstöð við veg á öryggissvæðinu sem ísraelsmenn hafa komið upp einhliða í Suður Líbanon, en enginn var við vegar- tálmann og ökumaðurinn einn beið bana, að sögn hersins. Ökumaðurinn, sem var á blárri Mercedesbifreið, virðist hafa kom- ið um nóttina að varðstöðinni við Kfar Houne, sem er 24 kílómetra frá landamærum ísraels, og beðið þess að vegurinn yrði opnaður í dögun, að sögn Líbanskra yfir- valda. Þar sprakk bifreiðin kl. 5 um morguninn, áður en nokkur úr ísraelsher var kominn á staðinn. Ekki er ljóst hvort ökumaðurinn hefur komið sprengingunni af stað fyrir mistök eða hvort einhver tæknilegur galli var í sprengibún- aðinum. Sprengingin á þriðjudaginn var sjötta sjálfsmorðsbílsprengjan sem springur á öryggissvæði ísra- elsmanna undanfarna tvo mánuði. Síðast sprakk bílsprengja á þessu svæði hinn 15. ágúst. Þá fórst ökumaður bílsins og hermaður úr her Suður-Líbanon lét lífið. Sovézk sprengjuþota í sænskri lofthelgi Stokkhólmi, 3. .september. Al'. SVÍAR hafa kvartaö undan því við Sovétmenn að sovézk sprengjuflug- vél rauf lofthelgi Svíþjóðar. Að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins eru skýringar og svör Sovétmanna á brotinu “ófullnægjandi". Sovézka sprengjuflugvélin var af gerðinni Tupolev TU-16 og flaug inn í sænska lofthelgi á hernaðar- lega mikilvægu svæði nærri Got- landi. Var flugvélin í lofthelgi Svíþjóðar í 3:20 mlnútur. Sænskar herflugvélar stugguðu við sovézku flugvélinni og var hún ljósmynduð í bak og fyrir. Olof Palme forsætisráðherra neitaði i gær að segja sitt álit á lofthelgisbrotinu, en það kom ekki upp á yfirborðið fyrr en í gær. Atvikið átti sér stað 26. júní sl. og var kvartað við Sovétmenn og þeir krafðir skýringa 5. júlí. Höfðu embættismenn og leiðtogar þagað vandlega, en í gærmorgun komst sænska fréttastofan Titningarnas Telegrambyrá á snoðir um málið og dró það fram í dagsljósið. Anders Thunborg varnarmála- ráðherra sagði í dag, að flug sovézku sprengjuflugvélarinnar „VIÐ áætlum, að um 1000-1200 manns í Noregi hafi smitast af ónæmistæringu," segir einn af lækn- unum í þjónustu norska Rauða inn í sænska lofthelgi, væri gróf- asta ögrun af þessu tagi í áraraðir. Leiddi flugið til pólitískra deilna ríkjanna og kröftugra mótmæla af hálfu Svía, að sögn formælanda varnarmálaráðuneytisins. Atvikið átti sér stað á svipuðum slóðum og sovézk orrustuþota veitti sænskri farþegaþotu eftirför inn í sænska lofthelgi í fyrrasumar. krossins en nú er vitað með vissu um 100 Norðmenn, sem eru með sjúkdóminn. Yafalaust er hins vegar talið, að miklu fleiri séu sjúkir án þess að vita af því enn sem komið Qnæmistæring í Noregi: 1.000—1.200 smitaðir Ósló, 4. sept. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. Tvísýnum kosningaúr- slitum spáð í Noregi Fjórðungur kjósenda óákveðinn aðeins einni viku fyrir kjördag Osló, 4. september. Kitzau. MJÖG LITLU MUNAR á fylgi borgaraflokkanna og vinstri flokkanna í Noregi og það svo, að úrslit þingkosninganna á mánudag kunna að verða þau tvísýnustu í mörg ár. Kemur þetta fram í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtar voru í dag. Eftir sem áður hafa borgara- flokkarnir um 2% forskot fram yfir vinstri flokkana, en með þeim frávikum, sem alltaf má gera ráð fyrir, gæti alveg eins farið svo, að það yrði Gro Harlem Brundtland en ekki Kaare Willoch, sem færi með sigur af hólmi. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunarinnar nú, sem fram fór á vegum borgaraflokkanna og vinstri flokkanna í sameiningu, fengju vinstri flokkarnir 47,8% atkvæða, en borgaraflokkarnir þrír, sem að ríkisstjórninni standa, 44,7%. Ef Framfaraflokk- urinn, sem ekki á aðild að stjórn- inni, er talinn með, þá fengju borgaraflokkarnir 50,1%. Af borgaraflokkunum er það Miðflokkurinn (Senterpartiet), sem á einkum vaxandi fylgi að fagna eða 0,6% miðað við skoðanakönnun þá, sem fram fór í júní sl. Þetta þykir mjög uppörv- andi fyrir ríkisstjómina, þar sem sá ótti hafði búið um sig fyrr á þessu ári, að Miðflokkurinn gæti átt von á mun lakari kosninga- úrslitum en fyrir fjórum árum. Það má teljast afgerandi forsenda fyrir áframhaldandi stjórnars- amstarfi borgaraflokkanna, að þeir nái allir sæmilega góðum ár- angri í kosningunum nú. Það eykur enn á eftirvænting- una varðandi kosningaúrslitin, að tiltölulega margir kjósendur hafa ekki enn gert upp hug sinn, hvaða flokki þeir ætla að greiða atkvæði Um 25% af 3,1 millj. atkvæðis- bærra manna voru enn óákveðnir aðeins einni viku fyrir kjördag. Vegna þessara upplýsinga og annarra hafa samtök kynhverfs fólks í Noregi farið fram á það við félagsmenn sína, að þeir fari í blóðrannsókn og gangi úr skugga um hvort þeir hafa smitast. Ónæmistæringin leggst ekki að- eins á kynhverfa en þeir eiga þó langmest á hættu. Samtök kynhverfra hafa einnig farið fram á það við heilbrigðis- yfirvöld, að um allt land verði komið á hjálparstarfi við hina sjúku, sem ekki þurfa síst á and- legri leiðsögn að halda. „Það hefur skelfilegar afleiðingar fyrir sálar- heill manna að komast að því, að þeir eru sjúkir og við verðum að koma í veg fyrir, að þeir svipti sig lífi eða grípi til annarra örþrifa- ráða,“ sagði talsmaður samtak- anna. íþróttaleikar til ar bágstöddum í Miinchen, Vestur-Þýskal»ndi, 4. september. AP. ÍÞRÓTTASTJÖRNUR um allan heim hafa tekið sig saman um að efna til kappleika í tveimur borgum í desember til að safna peningum fyrir hungursvæðin í Afríku. Á leikunum verður keppt í flestum greinum sumar- og vetrarólympíugreina og margir beztu íþróttamenn Ameríku og Evrópu taka þátt. Stefnt er að því að leikarnir fari fram í Miinchen og Los Angeles hinn 14. desember nk. og eru þeir sniðnir eftir rokktón- leikunum, sem haldnir voru til styrktar bágstöddum í Afríku í júlí sl. Leikunum mun verða sjón- unum í Fíladelfíu og London, að varpað beint til eins margra sögn þeirra sem standa fyrir landa og unnt er, eins og tónleik- þeim. Meðan á útsendingu stend- styrkt- Afríku ur, verður auglýst eftir framlög- um frá áhorfendum. Meðal þeirra íþróttamanna sem væntanlega taka þátt í leik- unum eru tennisstjörnurnar Boris Becker, Ivan Lendl, Yanik Noah og Ilie Nastase. Þá hefur gömlum íþróttastjörnum, þar á meðal Pele og Franz Becken- bauer, verið boðið að koma fram á leikunum. í Munchen verður keppt í knattspyrnu, ísknattleik, skylmingum, sundi, handbolta, blaki, júdó og glímu. Meðaí greina á leikunum í Los Angeles eru frjálsar íþróttir, körfubolti, hornabolti, hnefaleikar, hjólreið- ar, hestaíþróttir og maraþon- hlaup. Ásamt útsendingu frá leikunum sjálfum er ætlunin að sjónvarpa hluta af síðustu hljómleikum rokkstjörnunnar Tinu Turner. Það fé sem safnast vegna leik- anna verður afhent Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossinum, sem munu verja því til hjálparstarfs í Afríku. VERSLUNARTIMARIVETUR: Ármúla: Mánud.—fimmtud. kl. 09.00—18.00. Föstudaga kl. 09.00—20.00. Laugardaga kl. 10.00—16.00. Vörumarkaðurinn hl. Á Eiðistorgi: Mánud.—fimmtud. Föstudaga Laugardaga Ármúla 1a, s. 686111. Eiðistorgi 11, s. 622200. kl. 09.00—19.00. kl. 09.00—20.00. kl. 10.00—16.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.