Morgunblaðið - 05.09.1985, Page 33

Morgunblaðið - 05.09.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 33 Ályktun útifundar um dagvistarmál: Námskeiðin leysa ekki fóstruskortinn Eftirfarandi ályktun var samþykkt á útifundi, sem Samtök foreldra barna á dagvistarheimilum Reykjavíkur héldu á Lækjatorgi mánudaginn 2. sept- ember sl.: „Við foreldrar höfum miklar áhyggjur af því ástandi sem skap- ast hefur á dagvistarheimilunum og varðar fyrst og fremst aðbúnað og uppeldi barnanna okkar. Fóstr- ur koma ekki til starfa og erfitt reynist að fá ófaglært fólk til frambúðar. Ljóst er að undirrót þessa ástands eru skammarleg kjör starfsfólks, bæði faglærðs og ófag- lærðs, sem eru engan veginn í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfs þeirra. Við fögnum að sjálfsögðu nám- skeiðum sem stuðla að betri menntun ófaglærðs starfsfólks, en vekjum athygli á að þau leysa alls ekki fóstruskortinn. Foreldrasamtökin skora á yfir- völd að vinna varanlega lausn á þessu vandamáli í samráði við fóstrur og aðra hagsmunaaðila, í staðinn fyrir eilífar bráðabirgða- lausnir sem bitna á börnunum. Framtíð komandi kynslóða er þess virði!“ Starman í Stjörnubíói STJÖKNUBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarískri kvikmynd, Starman, sem John Carpenter leikstýrir. Hún er önnur vinsælasta bíómynd þessa árs í Bandaríkjunum. Aðalhlutverk leika Karen Allen og Jeff Bridges. Myndin fjallar um Jenny sem er nýlega orðin ekkja. Eina nóttina vaknar hún upp við hljóð í íbúð sinni. Á stofugólfinu liggur eitt- hvert furðukvikindi, likast barni sem stækkar í einni svipan og verð- ur fullorðinn maður, alveg eins í útliti og eiginmaður hennar sálug- ur. Fyrirbærið er Starman, vera frá fjarlægu stjörnukerfi, miklu þró- aðri en við jarðarbúar. Starman þarf að komast á ákveðinn stað í Arizona innan þriggja daga og bið- ur hann Jenny að hjálpa sér. Henni verður ekki um sel en á engra kosta völ. Hefst nú ferð þeirra sem er ekki auðveld, því margir vilja Starman feigan. Fríkirkjan í Reykjavfk Barnastarf Fríkirkj- unnar að hefjast FRÍKIRKJAN í Reykjavík hefur barnastarf vetrarins á sunnudag- inn með því að messað verður fyrir börn. Hefst messan kl. 11. Slíkar messur verða á hverjum sunnudegi í vetur eins og verið hefur. Þar er Guðspjallið utlistað í myndum, börnunum kenndir barnasálmar og bænir. Nú er verið að skrá börn til fermingar í Frí- kirkjunni, en fyrsti spurningatím- inn verður laugardaginn 28. sept- ember. Leiðrétting á verðkönnun á skólavörum f VERÐKÖNNUN á skólavörum, sem birt var nýverið, var sagt að skólataska af gerðinni Amigo, bak- taska (vörunúmer 32), hafi kostað 1.053 kr. í Bókaverslun ísafoldar og jafnframt var sagt að það hafi verið lægsta verð á þessari gerð af skóla- tösku. f Ijós hefur komið að hér var um ódýrari gerð af skólatösku að ræða heldur en spurt var um í könn- uninni. Rétt verð á skólatöskunni er 1.428 kr. og er munur á hæsta og lægsta verði því 90 kr. í stað 374 kr. Jafnframt var sagt að skólataska af gerðinni Scout mini kostaði 1.542 kr. I Bókabúð Safamýrar. Þessi skólataska er hins vegar ekki til í þessari verslun og er hér um að ræða verð á dýrari gerð af tösku sem heitir Scout I. Verðlagsstofnun biðst velvirð- ingar á fyrrgreindum mistökum sem voru ófyrirsjáanleg sökum þess að upplýsingar frá viðkomandi verslunum voru ekki réttar. (Fréttatilkynning) fr!xtiiííTi«' •' • mv wif niihitf* .11 Vitnisburður Vernharðs í Holti um heyrúllupokana okkar Ný, hagkvæmari tækni við heyverkun Vemharður Sigurgrímsson, Holti II, Stokkseyrarhreppi, segir: „Eg notaði heyrúllupoka í fyrrasumar og tel þetta mjög hag- kvæma heyverkunaraðferð. Hún er alls ekki dýrari en aðrar að- ferðir, t.d. súgþurrkun en heyið verkast mun þetur. Eitt sinn hirti ég hálfþurrt hey af sama teig f rúllupoka og f súgþurrkun. Poka- heyið reyndist miklu lystugra, kýrnar átu það langtum betur. Besta verkun næst, fái heyið að þorna einn dag." Plastprentspokarnir öruggir „í fyrra tók ég 200 heyrúllupoka frá Plastprenti. Aðeins einn poki ónýttist (fyrir slysni). Eg reyndi einnig útlenda poka (þynnri gerð) en það komu myglublettir við saumana. Plastprentspokarnir eru alveg lausir við slíkt. Við lofttæmum alla pokana með ryksugu, það auðveldar lokun og flýtir fyrir verkun." £ Stórminnkuð áhrif ótíðar < „Ég hef ekki pokað mjög blautt gras en tilraun sýndi að ekki sak- aði þótt pollur væri í grænfóðurspokum. Pokarnir geta staðið úti fram eftir vetri, varðir vindi og skepnum. Það sparar hlöðurými. Hjá mér stóðu úti 20 pokar með þurrkuðu byggi fram að jólum. Ég er þess fullviss að pokun er verkunaraðferð framtíðarinnar. Hey þarf aldrei að hrekjast. Þurrhey má poka á svipstundu, byrji að rigna. Ég geri ráð fyrir að pakka í400 Plastprentspoka í sum- ar." f Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. ■Tmmsfi u<o- isntthltob t.«untj?. mirs. r rt'w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.