Morgunblaðið - 05.09.1985, Page 55

Morgunblaðið - 05.09.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI T1L FÖSTUDAGS „ '-UMura*i-uM-UU Sjónvarpið og Víetnam íslendingur skrifar: Sjónvarpið ætlar ekki að gera það endasleppt með stríðið í Víet- nam. Það hefur nú verið tekið til umfjöllunar oftar en nokkurt ann- að stríð og túlkunin hefur verið I ýmsum myndum. Eitt gengur þó ávallt sem rauður þráður I mynd- um þeim, er sjónvarpið islenska sýnir um stríð þetta. Það er áróð- ur gegn Bandarikjunum. í myndinni, sem sýnd var i sjón- varpinu sl. mánudagskvöld (2.9.) var ekki nóg með, að myndin sýndi aðeins eina hlið málsins, þ.e. túlk- un á „ósæmilegri" hegðun banda- ríska sendiherrans í Saigon, svo og allra annarra aðila, sem i bandaríska sendiráðunu voru (nema „auðvitað" blaða- og frétta- manna, sem alltaf eru „góðu“ drengirnir), — heldur mátti sjón- varpið til með að leika eitt lag i Iok dagskrárinnar — við hæfi myndarinnar. Lagið höfðaði einmitt til þeirra, sem horfðu á myndina með þeim þankagangi, sem til var ætlast — óbeit á öllu bandarisku — og var lagið og textinn kyrjaður með grátstaf í kverkunum um „gróða- fikn mannanna" og síðasta „gest- inn“, væntanlega einn þeirra, sem ekki komust með sendiráðsmönn- unum bandarisku frá Víetnam! Já, ekki batnar sjónvarpið, þótt endurskipulagning hafi verið gerð þar innanhúss nýverið. — En er sjónvarpið t.d. á kafi i klámi og eðlunaraðferðum lindýra og ann- Þessir hringdu .. . Kurteis 03 J. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Fyrir stuttu þurfti ég að hringja í 03 til að fá upplýsingar um simanúmer nokkurra manna sem ég gat ómögulega fundið i simaskránni. í 03 varð ung stúlka fyrir svörum sem var svo liðleg og elskuleg á allan hátt að ekki verður komist hjá þvi að þakka fyrir það viðmót sem hún sýndi. Það er líklega að bera i bakka- fullan lækinn að segja að oft vilji það brenna við að borgarar mæti fremur hryssingslegu við- móti hjá hinu opinbera en fyrir hlýlegt viðmót og liðlegheit ber vissulega að þakka. arra málleysingja, eins og myndin á undan Víetnam-myndinni sýndi. Er virkilega einhver eða ein- hverjir dagskrárgerðarmanna eða sem hafa með val efnis að gera með ástalíf dýra á heilanum? — Og eitt er einnig athyglisvert. Það er, að flestar and-bandariskar myndir og þættir í íslenska sjón- varpinu, ásamt eðlunaraðferðum dýranna koma nú orðið frá Bret- landi. — Kannske hefur það ávallt verið svo, eða um langan tíma, án þess, að maður hafi tekið eftir því, sérstaklega. Og hér er enn komið að öðrum þætti til íhugunar. Er það tilvilj- un, að flestir þessir þættir, sem hugsanlega gætu komið inn hjá þjóðinni varanlegri andúð á Bandaríkjamönnum (meira þarf þó til en íslenska sjónvarið til að heilaþvo landsmenn) eru breskir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú, að þeir er ráðið hafa dagskrá sjón- varpsins eða hafa lykilaðstöðu tii að festa kaup á þessum misheppn- aða áróðri, vilja sýna áhorfendum, að hið engilsaxneska efni, sem menn hafa verið að biðja um að hafa í meirihluta, sé bara „allt svona“, ekkert nema andúð í garð Bandaríkjanna! Og svo séu þessar dýralífsmyndir — allt um eðlun- araðferðir dýranna. — Svona sé nú efnið, a.m.k. það breska! Og sjónvarpið kemst upp með þetta, í óþökk almennings. Fjöl- skyldusjónvarp? — Hvað er það nú? — Afþreyingarefni? — útilok- að — ekki nógu mikil ádeila á pen- inga, velgengni, vesturlönd! — Löður, sællar minningar, fékk að lafa á því, að vinstri mönnum við sjónvarpið fannst votta fyrir ádeilu þar á vestrænt samfélag. — „Löður," sögðu þeir, „OK, þeir eru þar þó með svertingja, a.m.k.“ Það má með sanni segja, að is- lenska sjónvarpið hafi verið and- vana fætt með stofnun þess. Það var engin leið til þess að reka það Vegna sól- ríks sumars Júlíus Þórðarson, Akranesi, skrif- ar i tilefni af sólríku sumri við Faxaflóa: Hækkar sólin hægt um jól, hér við norðurpólinn. Tímans hjóli f stjörnu stól, stjórna máttar sjólinn. Möndull jarðar mjakast til, máttarvöld bregðast eigi. Sólin hækkar hér um bil, hænufet á hverjum degi. Elskum lífið blóm og börn, Birki, Reyni, Víði. Sögufugla og einnig örn, allt sem sólin prýðir. og er ekki enn. Það væri gaman að vita, hve rekstrartapið var mikið á sl. ári. Maður heyrir sjaldan tölur yfir rekstur þess, aðeins hve mikið fé þurfi til að gera „þætti", sem enginn vill sjá og mætti henda út í hafsauga. Enda er þeim pening- um, sem varið er í að gera t.d. innlenda „skemmtiþætti“ í raun hent út í hafsauga. Kannski væri ekki svo galið fyrir sjónvarpið að sækja um styrk til valdhafa í Víetnam, svo ötulir sem sjónvarpsmenn hafa verið við að kynna íslendingum þetta kommúnistariki. Um fjár- veitingar þingsins H.Kr. skrifar: Spurt var um erindi sem átti að vera úr brag um Jakob kaupmann Jónsson á Seyðisfirði. Vísan er úr Alþingisrímunum, 5. rímu. Hún er svona: Stefán Sveinsson sigla vildi sér til gagns og skemmtunar kvaðst hann aftur kominn skyldi kenna mönnum reykingar. Einhverjum hefur dottið i hug að þetta gæti átt við Kobba og engu skeytt þó að stuðlar spilltust. Ríma þessi er um fjárveitingar þingsins til einstakra manna og stétta eins og fyrsta erindið gerir grein fyrir: Það er eitt af þingsins verkum — þangað skal nú víkja mál — út að hluta mönnum merkum mótað fagurt Rínarbál. Rínarbál er gull. Stefán þessi Sveinsson sótti um utanfararstyrk til að læra reyk- ingu matvæla. Rímurnar segja svo frá afgreiðslu á erindi hans: Þingmenn bentu á tóbakstollinn, töldu skaðlegt þvíumlíkt, sögðu að mætti sjálfur skollinn senda menn að læra slíkt. Ríman getur sem sé um ýmsar fjárbeiðnir sem synjað var: Súrir mjög á svipinn fóru sumir burt og fengu ei neitt, en þeir furðu fáir vóru: féð er löngum óspart veitt. Hvort Seyðfirðingar hafa eitthvað ort í tilefni af væntan- legu tóbaksumboði Kobba síns kann ég ekkert að segja. Microline182/192/193 Ny kynsloð tölvuprentara! Kostimir eru ótviræðir: • Þriöjungi minni og helmingi léttari en áöur. • Miklu hljóðlátari en áöur. • Fullkomlega aðhæföir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tfengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæöaletur. • Notandi getur sjálfur hannaö eigin leturgeröir. • Fullkomin varahluta- og viöhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungamar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furöa að MICROLINE em mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ímíkSoI Skeifunni 11 Sími 685610

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.