Morgunblaðið - 13.10.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.10.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 7 Kvikmyndahátíð kvenna: „Átti erfitt með að hasla mér völl sem kvikmyndaleikstjóri" — segir þýski kvik- myndaleikstjór- inn Margarete von Trotta Kvikmyndahatíö kvenna stendur nú yflr í Reykjavík og meðal annars verða þar á dagskrá þrjár mynda þýska kvikmyndaleikstjórans, Margaretar von Trotta, myndirnar „Ærumissir Katarínu Blum“, „Önnur vitundarvakning Kristínu Klages**, sem hún fékk æðstu kvik- myndaverðlaun Þýskalands fyrir, og „Algjört óráð - þýsku systurnar", en fyrir þá mynd fékk hún „Gulk Ijónið" í Feneyjum. Margarete er nú stödd hér á landi og rabbaði hún við blaðamenn sl. föstudag. „Ég hef nýlokið við mína fjórðu kvikmynd, „Rósa Lúxemborg" og er með fimmta handritið í undir- búningi. Vissulega var erfitt fyrir mig, sem kvenmann, að hasla mér völl sem kvikmyndaleikstjóri í Þýskalandi. Kvenmenn komast ekki til metorða sem kvikmynda- Morgunblaðið/Júlíus Margarete von Trotta leikstjórar fyrr en í fyrsta lagi um fertugt eða síðar á meðan karlleikstjórar í sömu stöðu geta hafist handa rúmlega tvítugir. Ég fór til Parísar 18 ára og kynntist þá kvikmyndalistinni fyrst. Ég sá þá allar nýju frönsku myndirnar, en á þeim tíma hafði hin nýja þýska kvikmyndastefna ekki hafist, heldur voru gömlu grínmyndirnar enn í blóma lífs- ins í Þýskalandi. Ég var alltaf staðráðin í að verða kvikmyndaleikstjóri en kvenmannshlutverkið gerði mér erfitt fyrir. Ég byrjaði sem leik- kona og vann síðan mikið með öðrum leikstjórum við gerð kvik- mynda, meðal annars manninum mínum, Volker Schlöndorff, og var það ekki fyrr en árið 1978 að fyrsta myndin mín var sýnd.“ Margarete von Trotta fæddist árið 1942 í Berlín, dóttir aðals- konu af rússneskum ættum og sambýlismanns hennar, sem var listmálari. Faðir hennar dó snemma og á stríðsárunum bjuggu mæðgurnar við kröpp kjör. Sem lítil stúlka átti hún þá ósk heitasta að verða loftfim- leikakona eða listdansari. Móðir- in, hinsvegar, vildi frekar láta hana læra eitthvað nytsamlegt því henni var umhugað um að dóttirin gæti seinna meir lifað fjárhagslega sjálfstæðu lífi. Margarete tók því landspróf og verslunarpróf og fór að vinna á skrifstofu. Eftir átta mánuði pakkaði hún svo niður og hélt til Parísar, eins og áður sagði, sem „au-pair“ stúlka. Þegar hún kom aftur til Þýska- lands, settist hún aftur á skóla- bekk, tók stúdentspróf og fór út í háskólanám í rómönskum mál- um, þýsku og listasögu. Hún hætti því námi eftir skamman tíma og hóf þá nám í leiklistar- skóla. SA BESTI' VARÐ FYRIR VALINU Aðferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta EINSTÖK AÐSTAÐA (Sölden færð þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundmð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. FRÁBÆRT NÆTURLÍF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST VERÐ FRA KR. 27.600 og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! (Mlftað vlð gengl 20. sept. 85.) Gisting er fjölbreytt og viö allra hæfi. Ferðatilhögun gæti ekki veriö öllu þægilegri: Beint flug til Salzburg og 3 klst. akstur til Sölden. Brottfarardagar: 21. des., 1. feb. og 1. mars. * Sbr. niðurstöður fjölmargra skíðasérfræðinga evrópskra tímarita. ««35? °9 -— ----------- Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.