Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 29

Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 29 Bensínlítrinn fjórfaldast í verði á leið sinni úr tankskipi á ytrihöfninni í Reykjavík ofan í bensíntank bifreiðar þinnar. 8 krónur 71 aur verða að 35 krónum. Svona gerist það: Innflutningsverð (Cif) hvers lítra er 8.71 króna eða 24.9%. Cif verð er innkaupsverð bensíns að viðbættum flutningskostnaði hingað til lands. Opinber gjöld 21.29 krónur eða 60.8% af verði hvers lítra renna í ríkiskassann, einkum í formi tolla, söluskatts og vegaskatts. Verðjöfnunargjald 0.49 krónur eða 1.4%, Innkaupajöfnunargjald sem jafnar verð milli farma er 1.07 krónur eða 3.1% af bensínverðinu. Skeljungur h.f. fær 3.44 krónur eða 9.8% af bensínverðinu í sinn hlut til þess að standa straum af innflutnings- og fjármagnskostnaði, birgðahaldi, rýrnun, dreifingu innanlands og afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.