Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 39

Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 39 Viliirðu fyrsta flokks einanmm sem stenst ýtrustu kröfur kemur aðeins eitt efni til greina: ÍSLENSK STE3NULL Steinull er ólíírænt efni, sem þolir hita mjög vel eda hita um og yfir 1000°C 05 gefur ekki frá sér hættulegar gastegundir í hita eda bruna. Steinmlareinangrun heftir þannig útbreiðslu elds umfram aðrar gerðir einangrunar sem eru á almennum markaði. Línuritið sýnir bræðslu- og brunamörk nokkurra efna og við hvaða hitastig efnin brenna eða bráðna og eftir hve langan tíma slíkt hitastig næst í eldsvoða (samkv. DS 1051). Steinull . Glerull Stífleiki steinullar er mikilsverður eiginleiki, því einangrun sem gefur eftir, pressast saman og einangrar illa. Stífleikinn gefur steinullareinangrun góða burðareiginleika. Þess vegna er hægt að nota ullina sem einangrun undir grunnplötur. Steinullarmottur hafa þræði sem liggia samsíða ..yfirborðinu", en aðrir þræðir koma homrétt á þaðTAf því stafar stífleikinn og burðargetan. Steinull Glerull Öll einangrun frá Steinullarverksmiðjunni hf. er vatnsvarin. Hún tekur Etinn raka í sig. Jafnvel á kafi í vatni er vatnsdrægni steinullar aðeins um 1% rúmmáls. Vatnsdrægni glerullar er 10—30% við sömu aðstæður. A myndinni sést samanburðartilraun á vatnsdrægni steinullar og glerullar, þar sem pmfur hafa verið á floti nokkra daga. Niður- staoan er augljós, vatnsdrægni steinullar er óveruieg, en glerullin dregur stöðugt upp meira vatn. Hér sést hver jafngildisþykkt nokkura efna er miðað við steinull. Einangrunargildi er yfirleitt gefið upp sem leiðnitala, þ.e. hversu mikill varmi íer í gegnum einn metra efnis þegar hitamunur er 1°C. Sýnt er hversu mikla þykkt þarf af mismunandi efnum, svo einangrun þeirra sé sambærileg við 1 cm. steinullar. Einangrunargildi steinullar víð hátt hitastiger svo gott, að næg- ir til að vemda eldfim efni, hinum megin vio einangmnarlagið. 70 dB 42 28 dB Steinull gleypir hljóð og er því oft notuð til að hljóðeinangra. Hljóðísog steinullar getur stýrt ómtíma herbergis, en ómtími er sá tími sem pað tekur óm að deyja út í annars hljoðu herbergi. Lang- ur ómtími er þekkt vandamál í kennslustofum og fyrirlestrasöl- um. Steinull er oft sett í létta milliveggi til að draga ur hljómburð milli herbergja. Steinyll er úrvals einangrun, en hefur ekki verið samkepon- isfær á Islandi til þessa vegna mikils flutningskostnaðar. Nú er það liðin tíð. Steinullarverksmiðjan hf. framleiðir íslenska steinuU úr ís- lenskum hráefnum með fullkomnustu tækni sem völ er á. Steinullin er fáanleg í öllum helstu byggingavöruverslunum á sanngjömu verði. STEINULL — íslensk einangrun fyrir íslenskar aðstæður. STEINULLAR VERKSMIÐJAN HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.