Morgunblaðið - 13.10.1985, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
Níræður á morgun:
Karl Guðjónsson
rafvirkjameistari
Léttur í spori, léttur í lund, hlýr
í viðmóti og ungur í anda. Þannig
kom Karl Guðjónsson mér fyrir
sónir, þegar leiðir okkar lágu fyrst
saman fyrir meira en 30 árum.
Hann var þá þegar kominn á efri
ár, eins og stundum er að orði
kveðið. En kynslóðabils varð aldrei
vart í samfélagi hans, þó að ára-
tugir skildu á milli. Honum var
svo einstaklega sýnt um að varð-
veita með sér marga af eiginleik-
um æskunnar, þó að árin færðust
yfir.
Og nú er Karl að verða 90 ára.
Auðvitað ber hann það með sér,
að hann er ekki ungur lengur. En
sinn háa aldur ber hann eigi að
síður svo vel, að hetju sæmir.
Afmælisdagurinn er á morgun.
Karl fæddist í Reykjavík hinn 14.
október 1895. Hann heitir fullu
nafni Karl Sigurður. Foreldrar
hans voru Guðjón Pétursson og
María Bjarnadóttir. Hann var eina
barn móður sinnar, en tvö hálf-
systkini hans af föður komust til
fullorðinsára. Það voru þau sr. Jón
M. Guðjónsson á Akranesi og
Guðlaug Guðjónsdóttir, húsmóðir
á Akranesi, nú látin fyrir allmörg-
um árum.
Þegar Karl var sex mánaða
gamall, var hann fluttur suður í
Voga á Vatnsleysuströnd til föður-
foreldra sinnar, Péturs Jónssonar
og Guðlaugar Andrésdóttur. Þau
tóku hann að sér og ólu hann upp.
Guðlaug var ljósmóðir í Vatns-
leysustrandarhreppi í nærfellt 40
ár. Þegar Karl var fjögurra ára,
fluttu afi hans og amma að Brekku
undir Vogastapa, jörð, sem nú er
fyrir löngu komin í eyði, var síðast
í ábúð 1940. Á Brekku átti Karl
heima fram á fullorðinsár og var
lengi við hana kenndur. Hann var
ungur að árum, þegar það kom
Valskonur
Fyrsti fundur vetrarins veröur haldinn í félagsheimili-
inu aö Hlíöarenda miðvikudaginn 16. október og
hefst kl. 20.30 stundvíslega.
Meiriháttar snyrtikynning.
Mætum allar hressar og tökum nýjar meö. Kaffi-
veitingar.
Stjórnin.
Œ
LEIÐSÖGN SF.
Námsaðstoð handa öllum
Fer sumt fram hjá þér af því sem þú ættir
að taka eftir í skólanum?
Er kunnáttan gloppótt?
Viltu ná betri árangri?
Ertu hrædd(ur) við prófin?
Færðu næga aðstoð í skólanum?
Veistu hvert þú stefnir og hvernig þú átt
að komast þangað?
Ef ekkert af þessu á við þig geturðu hætt lestr-
inum. Sé hins vegar eitthvað af því ekki í lagi
segðu okkur þá hvaða aðstoð þú þarft í námi
og við útvegum þér kennara. Við getum líka
hjálpað þér við að átta þig á hvar þarf að stoppa
í götin.
• Þú velur námsgrein(ar): íslensku, lestur,
skrift, stærðfræði, ensku, dönsku, þýsku,
frönsku, eðlisfræði, efnafræði, tölfræði,
tækniteiknun, bókfærslu.
Einnig bjóðum við kennslu í námstækni svo
og kennslu fyrir fullorðna sem misstu af
lestinni á árum áður.
• Þú velur hópstærð (2, 3 eða 4 í hópi) eða
einstaklingskennslu.
• Þú velur fjölda tíma í samráði við okkur.
• Þú velur tíma dags til námsins í samráði við
okkur.
• Afsláttur fyrir systkini, fyrir þá sem voru
hjá okkur sl. vor og þá sem mynda hóp saman.
Allir kennarar okkar hafa kennsluréttindi og
kennslureynslu á viðkomandi skólastigi.
Kennslustaður er Þangbakki 10, Breiðholti (bak
við Bíóhöllina).
Kennslutími er 8—19 alla virka daga og á kvöld-
in eftir samkomulagi.
Upplýsingar og innritun í síma 79233 kl. 16.30—
18.30, auk þess í símsvara allan sólarhringinn.
skýrt í ljós, að véltæknin, sem á
æskuárum hans var að byrja að
hefja innreið sína hér á okkar
landi, eignaðist sterk ítök í honum.
Af sjálfsdáðum fór hann aðgrúska
í búnaði bátanna, sem vélknúnir
voru, gera sér grein fyrir gangi
þeirra og samsetningu. Um ferm-
ingaraldur hafði hann aflað sér
talsverðrar þekkingar á þessu
tækniundri samtímans. Fljótlega
eftir fermingu fór Karl að stunda
sjóinn. Sextán ára gamall fór hann
fyrst á vertíð austur á Firði.
Um haustið 1915 fór han á vél-
stjóranámskeið og lauk prófi það-
an um jólaleytið það ár. Eftir það
sótti hann sjóinn áfram af miklu
kappi og hafði jafnan vélstjórn
með höndum. Reyndist hann fram-
úrskarandi vel fær í sínu starfi,
enda eftirsóttur af fremstu for-
mönnum þeirra tíma.
Haustið 1927 hugðist Karl
breyta til, hætta á sjónum og hefja
nám í rafvirkjun, hvað hann og
gerði. Sóttist honum námið vel,
enda orðinn kunnugur mörgum
þáttum þess fyrir eigin athugun.
Þar hafði hann farið líkt að og við
vélarnar í Vogunum forðum. En
rafvirkjanámið varð dálítið enda-
sleppt. Það var legið í honum að
fara á sjóinn aftur og hann sló
til. Enda má segja, að gull og
grænir skógar hafi verið í boði.
Árið 1929 var sjómannsferlin-
um, sem staðið hafði í 15 ár, endan-
lega lokið. Var það af heilsufarsá
stæðum. Eftir það hófst svo starfið
við Rafstöðina í Keflavík. Þar vann
Karl við mikinn orðstír um langt
árabil. Jafnframt fór hann að fást
við útvarpsvirkjun og fékk umboð
frá Viðtækjaverslun ríkisins til
þess að selja útvarpstæki á Suður-
nesjum og annast viðgerðir á þeim.
Mun Karl hafa verið eini starfandi
útvarpsvirkinn þar syðra fram-
undir eða fram yfir 1950. Var oft
mikið að gera á þeim vettvangi.
Á striðsárunum og raunar
nokkru fyrr, fór Karl ásamt fleir-
um að fást við kvikmyndasýningar
í Keflavík. En nokkru síðar, þegar
Eyjólfur Ásberg hafði reist Nýja
bíó í Keflavík og hafið kvikmynda-
sýningar þar, þá réðst Karl til
hans og starfaði sem sýningamað-
ur í Nýja bíói allt þar til hann
gerðist starfsmaður á Keflavík-
urradíói. Þá hafði hann starfað að
bíósýningum samfleytt í 36 ár.
Á Keflavíkurradíói var Karl svo
fastur starfsmaður fram yfir átt-
rætt og naut þar mikilla vinsælda
fyrir drengilega framkomu og vel
unnin störf.
Starfsdagurinn var orðinn bæði
litríkur og langur, þegar sest var
í helgan stein fyrir aðeins fáum
árum. Karl er félagslyndur maður
og hefur fengist talsvert við félags-
störf. Hann var m.a. um langt
skeið einn af hinum virku og
traustu félögum í Rótarýklúbbi
Keflavíkur. Þá hefur leiklistin
verið hans sérstaka hugðarefni,
enda hefir hann oft slegið í gegn
á fjölunum bæði í Keflavík og
víðar. Það er sannfæring mín, að
hann hefði auðveldlega getað náð
fram í fremstu raðir íslenskra
leikara, ef hann hefði lagt leiklist-
ina fyrir sig í fullri alvöru, en ekki
sem tómstundagaman einvörð-
ungu.
Margt fleira hefur Karl lagt
gjörva hönd að og miklu víðar
komið við, bæði á vettvangi starfa
og félagsmála, en hér hefir verið
fram dregið. En alls staðar þar
sem hann hefir komið nærri hefir
hann „gengið heill að hollu verki“,
og lagt sig fram við að leysa allt
svo vel af hendi, að þar varð naum-
ast um bætt eða á betra kosið.
Alltaf var hann einstaklega bón-
góður og hjálpfús, þegar liðsinnis
hans var leitað, stundum e.t.v. um
of, þegar hans eiginn hagur er
hafður í huga. En hjá Karli hefir
það alltaf verið aðalatriðið, að
verkið væri unnið, þjónustan af
hendi leyst. I samanburði við það
skipti hagnaðurinn litlu eða engu
máli.
Karl Guðjónsson er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sveinlaug
Þorsteinsdóttir. Þau slitu sam-
vistir. Börn þeirra voru fimm, en
þrjú komust til fullorðinsára. Af
þeim er Guðlaug ein á lífi. Hún
er búsett í Hafnarfirði. Látin eru
Hulda og Þorsteinn.
Síðari kona Karls er Dagrún
Friðfinnsdóttir, ættuð vestan úr
Dýrafirði. Þau giftu sig hinn 8.
febrúar 1942. Þau eiga 3 börn.
Elstur þeirra er Hörður, starfs-
maður hjá veðurstofunni á Kefla-
víkurflugvelli, Þórdís, skrifstofu-
maður hjá Flugleiðum á Keflavík-
urflugvelli og Hanna María, leik-
ari, búsett í Reykjavík.
Ég vil að lokum þakka vini
mínum, Karli og fjölskyldu hans
góð kynni, vináttu og tryggð á
liðnum árum. Margra ógleyman-
legra samverustunda er ljúft að
minnast, þegar litið er yfir liðna
tíð. En e.t.v. bera þar allra hæst
stundirnar þegar frásagnargleði
og frásagnarlist Karls fékk að
njóta sín. Þá fór hann á kostum,
sem aðeins fáum útvöldum er gef-
ið.
Heill þér, vinur, á heiðursdegi.
Megi blessun Guðs veitast þér og
yfir þér og þínum vaka, héðan í
frá sem hingað til.
Þess skal að lokum getið, að
Karl verður að heiman á afmælis-
daginn.
Björn Jónsson
Afmæliskveðja:
Anna Stephensen fv.
sendiráðsritari áttræð
Anna Stephensen, fyrrverandi
sendiráðsritari í sendiráði íslands
í Kaupmannahöfn, verður áttræð
á morgun, mánudaginn 14. októ-
ber. Hún er fædd á Isafirði, dóttir
séra Páls Stephensen og konu hans,
Helgu, dóttur Þorvalds læknis
Jónssonar Guðmundssonar, rit-
stjóra. Séra Páll varð síðar prestur
í Holti í Önundarfirði. Þar ólst
Anna upp uns hún fór til verslun-
arnáms í Kaupmannahöfn 1923—
24. Hún starfaði síðan sem hraðrit-
ari hjá dönsku inn- og útflutnings-
firma í Kaupmannahöfn 1925—29,
en hóf þá, hinn 1. desember 1929,
störf sem ritari við sendiráð Is-
lands, en þar starfaði hún síðan
alla starfsævi sína. Hún var skipuð
attaché í Kaupmannahöfn frá 1.
maí 1954, en var skipuð sendiráðs-
ritari frá 1. janúar 1961. Hún fékk
lausn frá starfi að eigin ósk 1. júní
1972.
Sá sem þetta ritar starfaði með
Önnu Stephensen alls um tveggja
ára bil á árunum 1945—49 og
minnist þess samstarfs með mik-
illi ánægju en Anna var forkunnar
góður starfsmaður. Hún var sam-
viskusöm svo að af bar, mjög fljót
að átta sig á viðfangsefnum og
úrlausn þeirra. Trúlegt er að önnu
hafi lítt grunað, er hún fór til
verslunarnámsins í Kaupmanna-
höfn, á átjánda ári, að hún mundi
æ síðan starfa þar, og á fimmta
áratug í þjónustu ísienska rikisins,
en margt hefur eflaust komið til
þess; þá ekki síst að margir úr
nánustu fjölskyldu hennar festu
þar einnig rætur. Einnig var Anna
mjög holl og kær húsbændum
sínum, fjölmörgum, svo sem til
hagar í sendiráðum, en hún starf-
aði í upphafi þess starfsferils i
meira en áratug undir stjórn
Sveins Björnssonar hins fyrsta
sendiherra, og síðan margra ann-
arra. Um 25 ára bil naut hún þar
jafnframt handleiðslu náfrænda
síns Jóns Krabbe, hins mikla ís-
lendings (og einnig mikla Dana!),
sem bar nafn móðurafa síns, Jóns
Guðmundssonar, ritstjóra (og
langafa Önnu), með svo miklum
þrótti í störfum fyrir ísland. —
Það var önnu líkt, sem greint er
frá í ágætri afmæliskveðju Sigurð-
ar Bjarnasonar, sem þá var sendi-
herra í Kaupmannahöfn, og hann
ritaði í Morgunblaðið til hennar
sjötugrar, að þegar hún taldi
heilsu sína ekki lengur uppfylla
hinar ströngu kröfur sem hún ætíð
gerði til sjálfrar sín, óskaði hún
að láta af störfum. Vinir hennar
á íslandi og i Danmörku senda
henni nú hlýjar kveðjur, en heimil-
isfang hennar er: Plejecentret
Sölund 1, lejlighed 209, Ryesgade
16,2200 Kobenhavn N.
Baldur Möller