Morgunblaðið - 13.10.1985, Side 45

Morgunblaðið - 13.10.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 45 „Viljum ná árangri án þess að íþyngja fólki" — sagði Þorsteinn Pálsson á fjölmennum fundi á Selfossi Selfossi, 10. október. UM 200 manns sóttu almennan stjórnmálafund í Inghóli á Selfossi þar sem frummælendur voru Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra. Frummælendur ræddu stöðu þjóð- og nyafstaðnar breytingar a Þorsteinn sagði í upphafi máls síns að breytingarnar á ríkis- stjórninni hefðu verið fyrirferð- armeiri í fjölmiðlum en ástæða hefði verið til þar sem ekki yrði um neina stefnubreytingu að ræða. „Til að ná árangri þarf ríkis- stjórn að hafa fólkið með sér,“ sagði Þorsteinn og lagði áherslu á að ekki væru áform uppi um að íþyngja fólki með nýjum álögum. „Við viljum ná árangri án þess að íþyngja fólki frekar." Hann benti og á að þær aðstæður hefðu skap- ast að sparnaður hefði aukist sem væri grundvöllur breytinga. „Þjóð sem ekki sparar getur ekki unnið sig út úr vandamálum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að virðisaukaskatt- ur yrði tekinn upp og vel væri at- hugandi að undanskilja matvörur frá þeim skatti. Hann sagði og að staðið yrði við afnám tekjuskatts í þremur áföngum, fyrsta áfanga væri lokið, annar áfangi væri á næsta ári og eftir 1987 yrði tekju- skatturinn horfinn. „Við þetta verður staðið," sagði Þorsteinn. f lok máls síns benti hann á hver úrræði stjórnarandstaðan byði upp á við þær aðstæður sem nú væru í þjóðfélaginu, Alþýðu- flokkurinn vildi hækka skatta og Alþýðubandalagið legði áherslu á stéttaátök. „Þetta þjóðfélag þarf á sam- stöðu og gagnkvæmum skilningi að halda," sagði Þorsteinn í lok máls síns. Sverrir Hermannsson ræddi jorninni komu einnig til umræðu. orkumál í sinni framsögu svo og það sem honum yrði efst í huga í nýju embætti menntamálaráð- herra. „Ég er blóðugur til axla af niðurskurði," sagði Sverrir og benti á að hann hefði slitið orku- veislu Hjörleifs og skorið niður út- gjöld sem næmi 2.800 milljónum króna. „Menn hafa leikið lausum hala undanfarna áratugi," sagði Sverrir og að umframfjárfest- ingar á valdatíma fyrirrennara hans hefðu numið 4 milljörðum króna. Sverrir sagði að nýleg skýrsla um fíkniefnaneyslu ungmenna hefði haft mikil áhrif á sig og hann hefði ákveðið að leggja sig allan fram um að ráða bót á ástandinu í þeim efnum. „Við þurfum að bjarga fjölda manns- lífa,“ sagði hann og ennfremur: „Við getum ráðið við efnaleg vandamál, en ef óáran kemur í fólkið sjálft sem byggir landið, þá er þjóðin illa stödd." Frummælendur fengu fjölda fyrirspurna, meðal þeirra voru fyrirspurnir um skólamál, orku- mál og stjórnarstefnuna. Sverrir sagðist ákveðinn i að taka til endurskoðunar lög um rekstur framhaldsskóla og koma á jafnri aðstöðu í þeim efnum. Hann sagð- ist vilja gera RARIK að sjálfs- eignarstofnun og stuðla með því að fjárhagslegri og stjórnunar- legri valddreifingu. „Ég er enginn einskeftingur í þessu efni,“ sagði Sverrir, „aðalatriðið er að losa um miðstýringuna og fjarlægðar- Morgunbladiö/Sigurdur Þorsteinn Pálsson í ræðustóli á Selfossi, Sverrir Hermannsson lengst til hægri á myndinni. stjórnunina." Hann sagði að verð- jöfnunargjald yrði lækkað í 12% á næsta ári og látið hverfa smátt og smátt og verð á raforku þannig lækkað. Dyggðir fyrri kynslóða varðandi fjármál voru Sverri tamar á tungu og hann sagði í lok máls síns: „Við þurfum að fóstra vel systurnar ráðdeild og sparsemi og sækja þær út í urðina þangað sem þær hafa verið bornar undanfarna áratugi". Þorsteinn lagði áherslu á það í lok máls síns að áfram yrði byggt á sömu viðhorfum varðandi stjórnarstefnuna. „íslensk þjóð er lítil en stór í sniðum," sagði Þor- steinn og lagði áherslu á að lands- menn þyrftu á bjartsýni og áræði að halda í náinni framtíð. — SigJóns. Gabriele 9009 BRAÐFALLEG Marks: Good industrial design RAFEINDARITVÉL MEÐ LETURKRÓNU Gabriele 9009 fékk hina eftirsóttu umsögn „Good Industrial Design“ fyrir frábæra hönnun. Gabriele 9009 er nýr mælikvaröi fyrir ritvélar. SÉRSTAKLEGA GOTT ÍSLENSKT LETUR. Leiöréttingaminni 2 línur. Einkaritvél fyrir atvinnumanninn. Heimilisritvél. Skólaritvél. Verð kr. 29.800,-____________ EinarJ. Skúlason hf. Hverfisgötu 89, sími 24130. Þaö geta ekki allir unnið hjálparstarf — en flestir geta hjálpað... RACIÐI KROSS ÍSLANDS HJALPARSJÓÐOR GÍRÓ 90.000-1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.