Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 5

Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 5
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 5 Akureyri: Skriður komst á bónus- viðræður Einingar í gær kerfi án skerðingar á launum.“ Jón Helgason, formaður Einingar, sagði að þessi krafa væri ekki á oddinum í yfirstandandi bónusvið- ræðum — höfuðáherslan væri lögð á að ná fram betri bónussamning- um en VSÍ og VMSÍ gerðu í sumar. „Bónuskerfið hefur greinilega gengið sér til húðar," sagði Jón. „Það er stórháskalegt heilsu fólks og fælir það frá greininni. Föstu launin eru of lág — bónusinn er of mikill hluti launanna. Því vilj- um við breyta." Verkfallsheimild samþykkt á félagsfundi á sunnudaginn NOKKUÐ var farið að ganga saman í gærkvöldi með samninganefndum verkalýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri og atvinnurekenda nyröra, sem settust til viðræðna um bónussamn- inga í gærmorgun, að sögn Þóru Hjaltadóttur, formanns Alþýðusam- bands Norðurlands. Eftir matarhlé í gærkvöldi var fundinum haldið áfram og var útlit fyrir að hann stæði fram á nótt. Á tæplega 100 manna félags- fundi í Einingu á sunnudaginn var samninganefnd og baknefnd fé- lagsins veitt heimild til að boða verkfall í frystihúsum í Eyjafirði færi ekki að ganga saman í viðræð- um aðilanna í þeirri lotu, sem hófst í gærmorgun. Á fundinum kom fram greinilegur vilji til að blása til aðgerða komist ekki skriður á viðræðurnar, að sögn Jóns Helga- sonar, formanns Einingar. „Það var samhljóða samþykkt að veita samninganefnd og baknefnd henn- ar heimild til að óska eftir því við trúnaðarmannaráð félagsins að boðað verði til aðgerða," sagði hann í samtali við blm. Morgun- blaðsins. Á sjöunda hundrað Ein- ingarfélagar vinna í ákvæðisvinnu í frystihúsunum á Akureyri, Dal- vík, Hrísey, Grenivík og ólafsfirði. Bónusviðræður Einingar og at- vinnurekenda nyrðra, sem hafa staðið síðan í sumar, hafa gengið mjög stirðlega til þessa — ekki síst vegna þess, að atvinnurekend- Aðalfundur LÍÚ hefst í dag AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra útvegsmanna hefst á Hótel Sögu í dag, miðvikudag, klukkan 14.30. Fundinum lýkur á föstudag- inn. Aðalfundurinn hefst með ávarpi Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍÚ. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flytur ávarp. Jakob Jakobsson, forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar fjallar um ástand stofna helstu nytjafiska, Jón Sigurðsson for- stöðumaður Þjóðhagsstofnunar ræðir um afkomu sjvarútvegs. Ágúst Einarsson hagfræðingur LIÚ fjallar um ferskfiskútflutn- ing. Jón Olgeirsson í Grimsby og Pétur Björnsson í Hull fjalla um gámaflutning á fiski og horfur á þeim málum. Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskip, ræðir um þjónustu fyrirtækisins í gáma- flutningum. Rannsóknastofnun landhúnaðarins: Sex sóttu um forstjórastarf SEX menn sóttu um stöðu forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins (RALA). Þeir eru Bjarni Helgason, deild- arstjóri jarðvegsfræðideildar RALA, Bjartmar Sveinbjörnsson, líffræðingur, Björn S. Stefánsson, búnaðarhagfræðingur, Ólafur Guðmundsson, deildarstjóri fóður- deildar RALA, Sturla Friðriksson, deildarstjóri jarðræktardeildar RALA, og Þorsteinn Tómasson, settur forstjóri RALA. ur þar hafa viljað miða við bónus- samning Verkamannasambands íslands og Vinnuveitendasam- bands Islands frá í sumar, að sögn Þóru Hjaltadóttur. „Sá samningur gerir okkur mun erfiðara fyrir,“ sagði Þóra í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það versta er, að VMSÍ-samningurinn gengur þvert á það, sem við höfum verið að ræða í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár. Samningurinn eykur á launamisréttið í frystihús- unum í stað þess að draga úr því, eins og við höfum viljað. Við getum ekki aðeins ætlast til þess að ríkis- valdið beiti sér fyrir launajöfnuði í landinu ef við viljum það ekki sjálf," sagði hún. Á þingi Alþýðusambands Norð- urlands, sem haldið var í byrjun síðasta mánaðar, var samþykkt ályktun, þar sem segir að þingið telji að það eigi að vera „eitt af forgangsverkefnum í komandi samningum að afnema alla eftir- vinnu og afkastahvetjandi launa- Jón sagðist hafa varað við þess- ari stefnu lengi — en loks þegar útlit hafi verið fyrir að hægt yrði að hefjast handa um afnám bónus- kerfisins, hafi Verkamannasam- bandið „njörvað allt niður. Það er ekki hægt að halda áfram svona,“ sagði hann. „Við viljum leggja höfuðáherslu á að yfirfæra hluta bónussins á fastakaupið — og nú látum við reyna á það.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.