Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 5 Akureyri: Skriður komst á bónus- viðræður Einingar í gær kerfi án skerðingar á launum.“ Jón Helgason, formaður Einingar, sagði að þessi krafa væri ekki á oddinum í yfirstandandi bónusvið- ræðum — höfuðáherslan væri lögð á að ná fram betri bónussamning- um en VSÍ og VMSÍ gerðu í sumar. „Bónuskerfið hefur greinilega gengið sér til húðar," sagði Jón. „Það er stórháskalegt heilsu fólks og fælir það frá greininni. Föstu launin eru of lág — bónusinn er of mikill hluti launanna. Því vilj- um við breyta." Verkfallsheimild samþykkt á félagsfundi á sunnudaginn NOKKUÐ var farið að ganga saman í gærkvöldi með samninganefndum verkalýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri og atvinnurekenda nyröra, sem settust til viðræðna um bónussamn- inga í gærmorgun, að sögn Þóru Hjaltadóttur, formanns Alþýðusam- bands Norðurlands. Eftir matarhlé í gærkvöldi var fundinum haldið áfram og var útlit fyrir að hann stæði fram á nótt. Á tæplega 100 manna félags- fundi í Einingu á sunnudaginn var samninganefnd og baknefnd fé- lagsins veitt heimild til að boða verkfall í frystihúsum í Eyjafirði færi ekki að ganga saman í viðræð- um aðilanna í þeirri lotu, sem hófst í gærmorgun. Á fundinum kom fram greinilegur vilji til að blása til aðgerða komist ekki skriður á viðræðurnar, að sögn Jóns Helga- sonar, formanns Einingar. „Það var samhljóða samþykkt að veita samninganefnd og baknefnd henn- ar heimild til að óska eftir því við trúnaðarmannaráð félagsins að boðað verði til aðgerða," sagði hann í samtali við blm. Morgun- blaðsins. Á sjöunda hundrað Ein- ingarfélagar vinna í ákvæðisvinnu í frystihúsunum á Akureyri, Dal- vík, Hrísey, Grenivík og ólafsfirði. Bónusviðræður Einingar og at- vinnurekenda nyrðra, sem hafa staðið síðan í sumar, hafa gengið mjög stirðlega til þessa — ekki síst vegna þess, að atvinnurekend- Aðalfundur LÍÚ hefst í dag AÐALFUNDUR Landssambands íslenzkra útvegsmanna hefst á Hótel Sögu í dag, miðvikudag, klukkan 14.30. Fundinum lýkur á föstudag- inn. Aðalfundurinn hefst með ávarpi Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍÚ. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flytur ávarp. Jakob Jakobsson, forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar fjallar um ástand stofna helstu nytjafiska, Jón Sigurðsson for- stöðumaður Þjóðhagsstofnunar ræðir um afkomu sjvarútvegs. Ágúst Einarsson hagfræðingur LIÚ fjallar um ferskfiskútflutn- ing. Jón Olgeirsson í Grimsby og Pétur Björnsson í Hull fjalla um gámaflutning á fiski og horfur á þeim málum. Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskip, ræðir um þjónustu fyrirtækisins í gáma- flutningum. Rannsóknastofnun landhúnaðarins: Sex sóttu um forstjórastarf SEX menn sóttu um stöðu forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins (RALA). Þeir eru Bjarni Helgason, deild- arstjóri jarðvegsfræðideildar RALA, Bjartmar Sveinbjörnsson, líffræðingur, Björn S. Stefánsson, búnaðarhagfræðingur, Ólafur Guðmundsson, deildarstjóri fóður- deildar RALA, Sturla Friðriksson, deildarstjóri jarðræktardeildar RALA, og Þorsteinn Tómasson, settur forstjóri RALA. ur þar hafa viljað miða við bónus- samning Verkamannasambands íslands og Vinnuveitendasam- bands Islands frá í sumar, að sögn Þóru Hjaltadóttur. „Sá samningur gerir okkur mun erfiðara fyrir,“ sagði Þóra í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það versta er, að VMSÍ-samningurinn gengur þvert á það, sem við höfum verið að ræða í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár. Samningurinn eykur á launamisréttið í frystihús- unum í stað þess að draga úr því, eins og við höfum viljað. Við getum ekki aðeins ætlast til þess að ríkis- valdið beiti sér fyrir launajöfnuði í landinu ef við viljum það ekki sjálf," sagði hún. Á þingi Alþýðusambands Norð- urlands, sem haldið var í byrjun síðasta mánaðar, var samþykkt ályktun, þar sem segir að þingið telji að það eigi að vera „eitt af forgangsverkefnum í komandi samningum að afnema alla eftir- vinnu og afkastahvetjandi launa- Jón sagðist hafa varað við þess- ari stefnu lengi — en loks þegar útlit hafi verið fyrir að hægt yrði að hefjast handa um afnám bónus- kerfisins, hafi Verkamannasam- bandið „njörvað allt niður. Það er ekki hægt að halda áfram svona,“ sagði hann. „Við viljum leggja höfuðáherslu á að yfirfæra hluta bónussins á fastakaupið — og nú látum við reyna á það.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.