Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1985 7 Fiskveiðasjóður: Leggur til nýjar reglur um endur- nýjun fiskiskipa Ekki tímabært að ganga frá slíku fyrr en fiskveiði- stefnan liggur fyrir, segir sjávarútvegsrádherra STJÓRN Fiskveiðasjód8 hefur nú lagt til við stjórnvöld, að ákveðnar reglur um endurnýjun fiskiskipa- stólsins verði samþykktar. Þar er meðal annars miðað við að lejfð verið nýsmíði skipa innanlands og innflutningur gamalla og nýrra skipa svo fremi sem skip hverfí úr rekstri á móti. Úr Fiskveiðasjóði hafa engin lán verið veitt til skipakaupa síðast- liðin þrjú og hálft ár. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, seg- ir margt gott um tillögurnar að segja, en hann telji ekki tímabært að ganga frá slíkum reglum fyrr en fiskveiði- stefnan hafí verið mótuð. Tillögur Fiskveiðasjóðs eru á þá leið, að skilyrði fyrir lánveitingu úr sjóðnum til nýsmíði innanlands eða utan svo og til kaupa á fiski- skipi erlendis frá, séu að skip af 10 milljónum var- ið til fræðslumála á næsta ári? — Tillaga þess efnis samþykkt af samgönguráðherra Samgönguráðherra Matthías Bjarnason, hefur samþykkt tillögur sérstakrar nefndar um öryggismál og námskeið fyrir sjómenn, sem skal vera skilyrði lögskráningu á skip innan ákveðins tíma. I tillögum nefndarinnar felst einnig að til nám- skeiðahaldsins verði varið 10 milljón- um króna á næsta ári. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, ræddi mál þetta við setningu þings FFSÍ á þriðjudag. Hann gat þess, að markmið nefnd- arinnar væri að haldin yrðu þriggja til fjögurra daga farnám- skeið með svipuðu sniði og SVFf hefur að undanförnu gengizt fyrir. Sjómenn væru 6.000 til 7.000 og teldi nefndin æskilegt að ná til þeirra allra á þremur til fimm árum. Varðskipið Þór, sem Slysa- varnafélagið hefði nú eignazt, væri vissulega góður kostur til að hýsa slík námskeið og auðveldaði flutn- ing þeirra milli staða. Guðjón taldi mikið hafa áunnizt í öryggismálum síðustu tvö ár, en þetta mál sagði hann einn af stærstu áföngum öryggismálanna á síðustu árum. Umrædda nefnd skipa: Ólafur S. Valdimarsson, Árni Johnsen, Haraldur Henrýsson og Magnús Jóhannesson. Loðnuaflinn 330 þús. lestir ENGIN loðnuveiði hefur verið síðan á sunnudag vegna brælu, en hún var farin að ganga niður seinnihluta mánudagsins. Alls hafa nú 330.000 lestir borizt á land frá upphafi vertíðar af áður ákveðnum kvóta, 500.000 lestir. Á föstudag síðastliðinn varð heildaraflinn 2.700 lestir af 16 skipum og á laugardag 6.140 af 12 skipum, en þá var brælunnar þegar farið að gæta. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblað- inu, tilkynntu eftirtalin skip um afla á föstudag: ísleifur VE, 730, Eldborg HF, 1.480, Húna- röst ÁR, 620, Guðmundur RE, 950, I lákon ÞH, 800, Súlan EA, 800 og Örn KE, 590. Á laugardag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Þórshamar GK, 600, Bjarni ólafsson AK, 1.080, Hrafn GK, 600, Sæberg SU, 580, Sjávarborg GK, 650, Heimaey VE, 250, Ljós- fari RE, 470, Gullberg VE, 250, Jón Kjartansson SU, 450, Börk- ur NK, 660, Guðrún Þorkels- dóttir SU, 450 og Guðmundur ÓlafurÓFlOOlestir. Öryggismál sjómannæ Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSl, flytur yfirlitsræðu sína á þingi sambandsins í gærmorgun. Morgunblaði«/Bjami 32. þing FFSÍ sett: sömu eða svipaðri stærð verði úr- elt, selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Sé um kaup á skipi að utan að ræða verði aldur þess ekki yfir fjögur ár. Að þessum skilyrðum uppfyllt- um leggur sjóðurinn til, að lán til nýsmíði innanlands verði 65% af byggingarkostnaði, til nýsmiði erlendis 60% og sömuleiðis til kaupa notaðra skipa að utan. Þá verði kaupendur að leggja eigið framlag inn á reikning í Seðla- bankanum og staðfest söluverð á seldu skipi i stað hins nýja liggi fyrir eigi síðar en 12 mánuðum eftir að fyrri skilyrði hafi verið uppfyllt. Ekki verði heimilaðar erlendar lántökur til skipakaupa umfram lánveitingar Fiskveiða- sjóðs. Andvígur kvóta á hvert skip — segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSI 32. þing Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands var sett í gær af forseta þess, Guðjóni A. Kristjáns- syni. Þá fluttu gestir ávörp, meðal annarra Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra. í ræðu sinni rakti Guðjón helztu atburði frá síðasti þingi FFSÍ, sem haldið var fyrir tveimur árum og það, sem framundan væri. Hann lýsti sig andvígan kvóta á hvert fiskiskip eins og verið hefur og sagði, að yrði fylgi við þá hugmynd ofan á, yrðu fylgismenn hennar að fylgja því máli eftir. Guðjón ræddi einnig öryggismál sjómanna og lífeyrismál og taldi mikið hafa áunnizt í þeim. Hann ræddi einnig tillögur Fiskveiðasjóðs um end- urnýjun fiskiskipastólsins og gat þess, að meðalaldur hans væri orðinn full hár, þó mikið af eldri skipunum hefðu verið endurbyggð og þeim breytt. Helztu viðfangsefni þingsins verða öryggis- og kjarmál og fisk- veiðistefna næstu ára. Áætlað er að þinginu ljúki í lok vikunnar. ÞESSI PLASTKASSI FREINN AFMÖRGUM FRA PERSIÖRP... Uppröðun á mismunandi gerðum Peretorp kassa er einföld. NES ffr* PORTHF Perstoip verksmiðjan í Svíþjóð, er meðal stærstu plastkassaframleiðenda í Evrópu. Nesport hf. hefur tekið að sér umboð fy rir Perstorp Form á íslandi. Við bjóðum þér að kvnnast möguleikum Perstorp píastkassa. með því að hringja í sölumenn okkar í síma 621190 og fá sendan bækling með nánari upplýsingum, eða líta við í sýningarsal okkar að Austurströnd 1. Seltjamamesi. Perstorp plastkassar henta vel fyrir: Frystihús, fiskverkanir. sláturhús. pósthús, bakarí. gróðurhús, kartöflur. grænmeti og fyrir allskonar iðnað. UMBODS OG HEILDVERSLJUN Austurströnd 1 sími 621190 Seltjamamesi -hafðu samband og kynntu þér urvalið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.