Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 11

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 11 Þetta er fólk sem tók til hendinni. Sögusviðið er Suðurland. Jón Gísli lætur fólk segja frá lífshlaupi sínu gervöllu, einnig frá foreldrum ef svo ber undir, stundum líka öðrum ættingjum og samferðamönnum á lífsleiðinni. Stöku sinnum verður mannfjöldinn slíkur að maður verður að gæta sín að halda þræð- inum. Aldurhnignir sveitungar sögumanna munu þó varla þurfa að nema staðar í lestrinum því hér er langmest sagt frá fólki og at- burðum sem margur mun enn geyma í minni, ef ekki af sjón og raun þá að minnsta kosti af spurn. Sögufólk Jóns Gísla varð að heyja stranga lífsbaráttu, það varð eins og aðrir að strita til að hafa í sig og á. Hitt er athyglisvert hversu mikil hreyfing hefur verið á fólki fyrr á tíð, hve oft fólk flutt- ist bæja og jafnvel sveita á milli. í einu dæminu er það rakið til eirðarleysis — „tolldi hvergi". En vafalaust munu fleiri ástæður hafa valdið, svo sem löngun eftir til- breytingu, hagnaðarvon, eða per- sónulegar ástæður af ýmsu tagi. Fyrir karlmenn var um tvenns konar atvinnu að velja: bústörf og sjómennsku. Konur voru nánast útilokaðar frá hinu síðar talda svo þær höfðu ekki um neitt að velja. Og vinnukonustarf í sveit var sjaldnast neitt sældarbrauð. Væri kona ein á báti gat hún nokkurn veginn fætt sig og klætt miðað við sinnar tíðar kröfur. Hefði hún barn á framfæri varð lífsbaráttan sýnu tvísýnni eins og lesa má um í þáttum þessum. Bók þessari fylgir skrá yfir mannanöfn sem sýnir hversu fjöl- mennt er í frásögnum Jóns Gísla, einnig skrá yfir bæjanöfn sem tekur yfir fjórar blaðsíður. Nokkr- ar gamlar ljósmyndir eru í bók- inni. Gamlar myndir eru ekki allt- af skýrar og greinilegar og þurfa því góða meðhöndlun á öllum vinnslustigum til prentunar. Eitt- hvað sýnist mér á það vanta hér. É Dóra Stefánsdóttir atburðir séu sannferðugir, vantar eitthvað í þessa sögu. Eitthvað sem lesandi leitar að til þess að fá samhengi í persónugerðir. Páll er gerður óvenjulegt átta ára barn. Höfundur ofhleður þroskaferil hans. Hin börnin tvö frá Félagsmála- stofnun fá kuldaleg meðhöndlun. Pálína er þokukennd persóna og lesandi fær fremur litla mynd af henni aðra en umsagnir af at- hafnaleysi hennar. Þó nóg til þess að renna grun í að eitthvað mikið er að. Hlýja og skilningur gagn- vart einmana unglingi eru víðs fjarri. Umsagnir heimafólks, atburðir og framkoma tólf ára drengsins frá stofnuninni er allt á einn veg. Lesandi sér inn í hyldýpi örvænt- ingar hjá þessum ógæfusama dreng. Enginn virðist eiga þá var- færni og uppörvun sem slíku barni er lífsnauðsyn, að láta það finna að þrátt fyrir allt er það mikils virði sem mannvera. Nei, hér streymir kuldinn að barnssálinni. Aldrei hefi ég áður heyrt um skurði þá í sveitinni sem nefndir eru „líkskurðir" af því að lamba- hræjum er kastað í þá um sauð- burðinn. Myndir eru að mínu mati mjög góðar og myndin framan á kápu bókarinnar segir mikið. k sem Slökkvitæki, reykskynjarar Arinsett Rafmagnsverkfæri íöllverk i'-v i.'-x-.Vír-.v.vVv:-: .v.í'.Aff. Handverkfæri íöll önnurverk Vasaljós, luktir Olíulamparogluktir Lyklasett USAG Ulpur — jakkar — frakkar — siglinga jakkar og fatnaður í úrvali. Loftvogir, klukkur, sjónaukar oglíkaallttil aðmála Norsku ullarnærfötin Opið til kl. 18 laugardag. Vöruúrvalið kem- ur þér á óvart. ■: \v.\vv v.v: :• vV.-.:.;.;.;.;.:.: Loðfóðraðir samfestingar Ánanaustum, Grandagaröi 2, sími 28855 Vertu velkominn! I fatadeildinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.