Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 52

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Ragnhildur Davíðs- dóttir — Minning Fædd 9. september 1909 Dáin 4. desember 1985 Amma okkar, Ragnhildur Dav- íðsdóttir, er horfin á annað tilveru- stig eftir baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Hún fæddist þann 9. september 1909 á Kambi í Vopnafirði, dóttir hjónanna Herdísar Benediktsdótt- ur og Davíðs Ólafssonar, útgerðar- bónda þar. Ung giftist hún afa, Guðna Er- lendi Sigurjónssyni, og bjuggu þau á Vopnafirði fyrstu búskaparár sín, en vegna veikinda afa fluttust þau suður til Reykjavíkur 1941, þar sem afi þurfti að leita sér lækninga og leggjast á sjúkrahús. Þetta hafa vafalítið verið erfiðir tímar þar sem fyrirvinnan var frá vinnu í langan tíma og hefur eflaust oft verið þröngt í búi. En með dugnaði hjálpuðust amma og elstu börnin að, og tókst þeim að halda heimil- inu gangandi. Amma og afi eignuðust 6 börn * t Móöir mín og tengdamóðir, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR, frá Svansvík, Reykjafjarðarhreppi, lést aö kvöldi 11. desember í dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavtk. Fyrir hönd vandamanna, Friögeröur Siguröardóttir, Kristmundur Gíslason. t Faöir okkar, HANNES EÐVARÐ ÍVARSSON frá Neskaupstaö, Háaleitisbraut 115, Reykjavík, andaöist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfiröi aö morgni 12. desember. ívar Hannesson og systur. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Bolungavík, veröur jarösungin frá Akranesskirkju laugardaginn 14. desember kl. 11.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, JÓHANNA OKTAVÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Vallholtí 11, Ólafsvík, veröur jarösungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. desember kl. 14.00. Börn og tengdabörn. t Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, AÐALHEIÐAR SIGURVEIGAR JÓHANNESDÓTTUR, Hringbraut 91, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. desember kl. 14.00. Steinar Skúla- son — Kveðjuorð og eru 5 þeirra á lífi, þau eru: Hermann, f. 1929, giftur Elsu Níelsdóttur, Lára, f. 1935, gift Ás- grími Kristjánssyni, Davíð, f. 1938, Einar, f. 1945, giftur Helgu Krist- mundsdóttur, og Sveinn, f. 1952, giftur ólöfu Halldórsdóttur. Barnabörnin eru orðin 15 og barnabarnabörnin 8. Amma var mikii hannyrðakona og eru þeir ófáir vettlingarnir og sokkarnir sem hún hefur prjónað og gefið okkur systkinunum, og þó hún væri orðin hálfblind síðustu árin, var hún dugleg við að prjóna jólagjafirnar handa langömmu- börnunum sínum. Einnig hafði hún mikið dálæti á söng, enda með góða söngrödd og iðulega tók hún lagið á góðri stund og þurfti oft ekki annað en að hún heyrði fallegt lag í útvarpinu, þá var hún byrjuð að syngj a og dansa. Amma okkar var heilsulítil alla sína tíð og eftir að afi lést fyrir fimm árum fór henni síhrakandi, enda náði hún sér aldrei eftir frá- fall hans. En nú er hún búin að fá langþráða hvíld. Hafi amma okkar þökk fyrir yndislegar stundir og við biðjum Guð að varðveita hana og blessa minningu hennar. R„„.tórn Fæddur 20. apríl 1964 Dáinn 25. nóvember 1985 Mig langar að minnast elskulegs bróðursonar míns þar sem ég gat ekki verið viðstödd jarðarför hans, hinn 28. nóvember síðastliðinn, vegna dvalar minnar í Þýskalandi. Það dró bliku fyrir sólu, þegar ég frétti að Steinar væri dáinn. Aldrei er maður viðbúinn þegar sorgin ber að dyrum og þó sérstak- lega ekki, þegar höggið er þungt og snöggt. Söknuður sækir að og minningarnar streyma fram. Ég var 8 ára gömul þegar Stein- ar fæddist og var hann mikið á heimili afa síns og ömmu, foreldra minna. Hann var mér sem litli bróðir. Ég man þegar við vorum lítil. Þá var ég að segja honum skrýtlur, þær var hann fljótur að grípa og hvað hann gat hlegið. Þegar ég minnist þessara stunda þá heyri ég hláturinn. Steinar var einstakur drengur. Alltaf fór hann með ömmu Fjólu út í skóla til að hjálpa henni að skúra. Það eru ekki margir ungl- ingar sem fara með ömmu að skúra, en það gerði Steinar. Frá barnsaldri var hann ætíð hjálpsamur, boðinn og búinn til að veita öðrum aðstoð sína, ljúfur, kátur og glaður og hvers manns hugljúfi. Senn mun ég halda heim til íslands með fjölskyldu minni til að halda jól. Þá leita minningar síðustu jóla fram í hugann. Þau síðustu sem við áttum með Stein- ari. Þá ríkti gleði og hamingja í bæ. Þegar öll fjölskyldan kom saman, gaf hann sér alltaf tíma til að leika sér við litlu frændsystk- inin sín sem elskuðu hann og dáðu. Það verður dapurt í okkar brjóst- um á komandi jólum. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta Steinar aftur í þessu jarðneska lífi. Hann var alltaf svo elskulegur og mér leið svo vel í návist hans. Hann hefur verið kallaður til að vinna annað verk á æðri stöðum. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Elsku Erla, Skúli og Villi. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og styðja. Hjartans kveðjur. Sigga,Péturog Jón Bjarni í Aachen. Þór Kristjáns- son — Kveðjuorð Fæddur 21. maí 1951 Dáinn 1. desember 1985 Föstudaginn 6. desember var til moldar borinn vinur minn og jafn- aldri, Þór Kristjánsson. Vinur er raunar ekki rétta orðið, bróður sönnu nær, svo nálægt sem við stóðum hvor öðrum í rétt 10 ár. Margt áttum við sameiginlegt og samrýmdir vorum við. Ég vil færa honum þakkir fyrir samfylgdina og vona að ég megi eiga vináttu hans og hans nánustu. Við sýsluð- um margt, unnum saman til sjós og lands. Að hverju verki gekk ég óhikað og óhræddur um góð verk- lok, þegar hann var með í ráðum. Ég minnist ekki margra slíkra manna sem voru hamhleypur til allra verka. Var þá stundum vakað lengi. Þetta voru þó léttar stundir því samtöl okkar einkenndust af glaðværð og gáska og við sáum broslegu hliðarnar í lífinu og á tilverunni. Ef annar byrjaði setn- ingu botnaði hinn og við höfðum gaman af. Kímnigáfa okkar fylgdi sömu nótum. Ferðalög og tóm- stundirnar voru meira en sam- verustundir, það voru stundir sjaldgæfrar vináttu og þá gekk eitt yfir báða. Þannig hélst það til loka, þótt samfundir yrðu færri. Víst er það að margar af mínum hugstæðustu minningum tengjast Tóta. Trúar minna vegna er ég þess fullviss að einhvern tíma, einhvers staðar munum við aftur hittast. Þá munu sem fyrr verða fagnaðarfundir. Ég þakka vini mínum og bið Guð að leiða hann og styðja hans nánustu. Einar Guðrún Björg Halldórsdóttir, Elsa Hildur Halldórsdóttir, Hilmar Halldórsson, Jóhannes Daöi Halldórsson, Aóalbjörg Grétarsdóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúö við andlát EYJÓLFS GRÍMSSONAR, Lækjarhvammi, Laugardal Útförin hefur farið fram. Áslaug Eyjólfsdóttir og synir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts ÞORSTEINS HANNESSONAR, Laugateig 3, Reykjavík. Hrefna Milner, Ásdís Þ. Stross, Wolfgang Stross og barnabörn. Sjósókn og aflabrögð frá Vestfjörðum: Gæftir voru góðar og sæmilegasti afli MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi aflayfirlit frá skrifstofu Fiskifélags íslands á ísafirði. Afll í október var heldur minni en á síð- asta ári, en ársaflinn í lok mánaðar- ins er svipaður og í fyrra: Gæftir voru góðar í október og sæmilegasti afli, en yfirleitt mjög blandaður, sérstaklega hjá togur- unum, sem margir eru komnir langt með að veiða aflamarkið í þorski. Færri bátar róa nú með línu, heldur en um langt árabil og lítið útlit fyrir fjölgun á þessari haustvertíð. Botnfiskaflinn í mánuðinum var 3.944 lestir, en var 4.513 lestir í október í fyrra. En ársaflinn þá orðinn 63.529 lestir, en var 63.148 lestir í lok október í fyrra. Þeir bátar, sem stunduðu rækju- veiðar á djúpslóð í sumar, eru nú allir hættir veiðum, nema þrjú stærstu skipin, sem öll frysta aflann um borð. Var afli þeirra í mánuðinum 120 lestir. Innfjarða-rækjuveiði hefir að- eins verið leyfileg í Húnaflóa, en þar voru 11 bátar frá Drangsnesi og Hólmavík að veiðum í mánuðin- um og öfluðu 53 lestir. Allt er í óvissu með rækjuveiðar í Arnar- firði og ísafjarðardjúpi á þessari haustvertíð og heldur ólíklegt að þær hefjist fyrir áramót. Nokkrir bátar á þessum svæðum stunduðu skelfiskveiðar í mánuðinum og öfluðu 450 lestir. Botnfiskaflinn í einstökum ver- stöðvum: PATREKSFJÖROUR: Sigureytv. 228,5 lestirí 3feröum Vestril. 58,6 lest.r Þrymurl. 30,5 lestirí 6feröum Dagur 1. 17,6 lestirí 6feróum Brimnes 1. 12,8 lestírí 4feröum TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknfiröingurtv. 242,9 lestirí 3 feröum ÞINGEYRI: Sléttanes tv. 318,4 lestirí 3 feröum Framnestv. 223,4 lestirí 3 feröum FLATEYRI: Gyllirtv. 346,4 lestiri 4 feróum Jónina 1. 38,6 lestiri 10feróum Byrl. 10,0 lestirí 6 feröum SUDUREYRI: Sigurvon dr 31,0 lestiri 4 feröum Ingimar Magnúss. 1 . 18,2 lestirí 8feröum Eín Þorbj.d.tv. 16,0 lestirí 1ferö JónGuómundss. 1. 13,9 lestiri 7feröum BOLUNGARVÍK: Heiörúntv. 182,1 lestiri 2 feröum Dagrún tv. 121,7 lestirí 1ferö Flosil. 131,3 lestirí 21feró Kristján n. 56,5 lestirí 26feröum Halldóra Jónsd.n. 51,8 lestirí 25feröum Jakob Valgeir 1. 26,7 lestiri 15feróum Haukurl. 17,2 lestirí 13feróum Páll Helgi n. 14,5 lestiri 8 feröum Sigurfaril. 11,4 lestiri 9 feröum færabá* ir 47,6 lestir l'SAFJÖROUR: Páll Pálsson tv. 395,3 lestirí 4 feröum Guöbjarturtv. 269,4 lestirí 3 feröum JúlíusGeirm.s. tv. 108,7 lestirí 2 feröum Orril. 98,5 lestirí 18feröum Guönýl. 83,2 lestlrí 18feröum Víkingur III dr. 49,1 lestirí 4 feróum Framnes tv. 20,6 lestir í 2feröum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.