Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 21

Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 21 Ferðamannaþj ónusta vaxandi atvinnugfrein Eftir Sturlu Böðvarsson Á Qórðungsþingi Vestfjarða, sem haldið var nýlega, kom fram í er- indi Birgis Þorgilssonar ferðamála- stjóra, er hann flutti þinginu, hversu ferðamannaþjónusta er vaxandi þáttur í gjaldeyrisöflun okkar. Engu að síður er það staðreynd að þessi atvinnugrein hefur ekki notið þeirr- ar viðurkenningar sem eðlilegt væri. Flestir þeirra sem starfa við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á landsbyggðinni gera það meira og minna af hugsjón án þess að fá þá hvatningu eða þá aðstoð sem nauðsynleg er þegar nýjar brautir eru ruddar í atvinnumálum. Til samanburðar mætti benda á það fjaðrafok sem er í kringum físk- eldi, þó ekki vilji ég draga úr nauðsyn þess að sú grein fái traust- an og raunhæfan stuðning stjóm- valda innan þeirra marka sem það getur verið á valdi stjómvalda að hlutast til um stuðning við eina atvinnugrein fremur en aðra. Ferðamannaþjónusta hefur auk- ist verulega á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Einn þeirra staða er Stykkishólmur, en þar er rótgró- in hefð fyrir ferðamannaþjónustu. Tvo síðustu áratugi hefur verið lagt í vemlega fjárfestingu við upp- byggingu ferðamannaþjónustu. Ber þar hæst hótelið, sem er auðvitað meginforsenda fyrir því að staður- inn geti tekið við þeim ferðamönn- um sem vilja sækja heim svæðið og njóta náttúmfegurðar Snæfells- ness og þá sérstaklega Breiða- flarðareyja. Ekki hefur verið teljandi ágrein- ingur um það heima fyrir að leggja svo mjög undir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á vegum sveit- arfélagsins, svo sem raun ber vitni. Ekki hefur það verið af mikilli þörf fyrir að sýna gestrisni umfram það sem okkur íslendingum er í blóð borið heldur hafa menn séð þá möguleika sem þessi atvinnugrein gefur, bæði beint og óbeint. Ef litið er til þess sem upp- bygging ferðamannaþjónustu gefur hveiju byggðarlagi óbeint mætti nefna eftirtalið, sem jafnframt er hagur allra landsmanna beint og óbeint: — Aukin fjölbreytni í atvinnulífí hvers staðar sem m.a. skapar skólafólki atvinnumöguleika yfír sumartímann á aðalálagstíma í ferðamannaþjónustu. — Þjónustufyrirtæki svo sem hótel o.fl. sem byggja að mestum hluta á þjónustu við ferðamenn veita bæjarbúum jafnframt margs konar þjónustu sem er ómetanleg og gerir hvem stað byggilegri. — Skapar möguleika á uppbygg- ingu þjónustufyrirtækja sem að mestum hluta íbúum viðkomandi staðar til góða en gætu ekki rekist nema í tengslum við ferða- mannaþjónustu. — Menningarstarfsemi getur blómstrað í tengslum við ferða- mannaþjónustu með auknu skemmtana- og tónlistarlífí. — Bættar samgöngur fylgja auk- inni ferðamannaþjónustu ef vel er á málum haldið. — Umhverfísmál em tekin föstum tökum svo sem gatnafrágangur Sturla Böðvarsson „Það lag sem nú er við lækkandi olíuverð er nauðsynlegt að nota til átaks í mikilvægasta þætti ferðamála, sem er vegagerð.“ og snyrting opinna svæða ef bjóða á upp á aðlaðandi um- hverfi sem kemur bæjarbúum vel og gerir hvem stað eftirsókn- arverðari til búsetu en ella. Ef litið er til þess sem mætti telja beinan og teljandi hag af ferðamannaþjónustunni mætti nefna eftirfarandi: — Atvinnútekjur einstaklinga sem starfa beint og óbeint við ferða- mannaþjónustu. — Hagnað þeirra fyrirtækja sem rekin em í þágu ferðamanna. — Beinar skatttekjur vegna ferðamannaþjónustu hvers stað- ar. Hér að framan hefur verið í ör- stuttu máli reynt að sýna fram á að ferðamannaþjónusta er atvinnu- grein sem gefa þarf gaum. En til þess að svo geti orði þarf samstillt átak og útvegun fjármagns sem leggja á í mikilvægasta þátt íslenskra ferðamála, sem er vega- kerfið okkar. Fjárfesting í því mun gefa þann arð sem þjóðarbúið þarf á að halda. Allar menningarþjóðir leggja höfuðáherslu á samgöngu- kerfí sitt. Á meðan vegakerfíð er svo sem það er í dag högnumst við hvorki á auknum ferðamanna- straumi né heldur á hagræðingu á höfuðatvinnuvegum okkar, sem getur fylgt betri vegum. Það lag sem nú er við lækkandi olíuverð er nauðsynlegt að nota til átaks í mikilvægasta þætti ferða- mála, sem er vegagerð. Samgönguráðherra hefur til þess sterkan stuðning margra að halda fast fram sinni stefnu um aukið fjármagn til vegagerðar. Höfundur er sveitarstjóri íStykk- ishólmi. S1.5°-tí st SS KJðRBOKM: VfSASTA LEHMN AÐSETTUMARKI Ef þú setur markið hátt og hyggur á góða fjárfestingu í framtíðinni er Kjörbók Landsbanka fslands einmitt fyrirþig. Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti sem leggjast við höfuðstólinn á sex mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er kjörbók tryggðra reikninga og hag- stæðari leiðin valin. Settu þér markmið og byrjaðu strax að leggja inn á Kjörbók. ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna sex mánaða vísitölu- Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.