Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 21 Ferðamannaþj ónusta vaxandi atvinnugfrein Eftir Sturlu Böðvarsson Á Qórðungsþingi Vestfjarða, sem haldið var nýlega, kom fram í er- indi Birgis Þorgilssonar ferðamála- stjóra, er hann flutti þinginu, hversu ferðamannaþjónusta er vaxandi þáttur í gjaldeyrisöflun okkar. Engu að síður er það staðreynd að þessi atvinnugrein hefur ekki notið þeirr- ar viðurkenningar sem eðlilegt væri. Flestir þeirra sem starfa við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á landsbyggðinni gera það meira og minna af hugsjón án þess að fá þá hvatningu eða þá aðstoð sem nauðsynleg er þegar nýjar brautir eru ruddar í atvinnumálum. Til samanburðar mætti benda á það fjaðrafok sem er í kringum físk- eldi, þó ekki vilji ég draga úr nauðsyn þess að sú grein fái traust- an og raunhæfan stuðning stjóm- valda innan þeirra marka sem það getur verið á valdi stjómvalda að hlutast til um stuðning við eina atvinnugrein fremur en aðra. Ferðamannaþjónusta hefur auk- ist verulega á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Einn þeirra staða er Stykkishólmur, en þar er rótgró- in hefð fyrir ferðamannaþjónustu. Tvo síðustu áratugi hefur verið lagt í vemlega fjárfestingu við upp- byggingu ferðamannaþjónustu. Ber þar hæst hótelið, sem er auðvitað meginforsenda fyrir því að staður- inn geti tekið við þeim ferðamönn- um sem vilja sækja heim svæðið og njóta náttúmfegurðar Snæfells- ness og þá sérstaklega Breiða- flarðareyja. Ekki hefur verið teljandi ágrein- ingur um það heima fyrir að leggja svo mjög undir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á vegum sveit- arfélagsins, svo sem raun ber vitni. Ekki hefur það verið af mikilli þörf fyrir að sýna gestrisni umfram það sem okkur íslendingum er í blóð borið heldur hafa menn séð þá möguleika sem þessi atvinnugrein gefur, bæði beint og óbeint. Ef litið er til þess sem upp- bygging ferðamannaþjónustu gefur hveiju byggðarlagi óbeint mætti nefna eftirtalið, sem jafnframt er hagur allra landsmanna beint og óbeint: — Aukin fjölbreytni í atvinnulífí hvers staðar sem m.a. skapar skólafólki atvinnumöguleika yfír sumartímann á aðalálagstíma í ferðamannaþjónustu. — Þjónustufyrirtæki svo sem hótel o.fl. sem byggja að mestum hluta á þjónustu við ferðamenn veita bæjarbúum jafnframt margs konar þjónustu sem er ómetanleg og gerir hvem stað byggilegri. — Skapar möguleika á uppbygg- ingu þjónustufyrirtækja sem að mestum hluta íbúum viðkomandi staðar til góða en gætu ekki rekist nema í tengslum við ferða- mannaþjónustu. — Menningarstarfsemi getur blómstrað í tengslum við ferða- mannaþjónustu með auknu skemmtana- og tónlistarlífí. — Bættar samgöngur fylgja auk- inni ferðamannaþjónustu ef vel er á málum haldið. — Umhverfísmál em tekin föstum tökum svo sem gatnafrágangur Sturla Böðvarsson „Það lag sem nú er við lækkandi olíuverð er nauðsynlegt að nota til átaks í mikilvægasta þætti ferðamála, sem er vegagerð.“ og snyrting opinna svæða ef bjóða á upp á aðlaðandi um- hverfi sem kemur bæjarbúum vel og gerir hvem stað eftirsókn- arverðari til búsetu en ella. Ef litið er til þess sem mætti telja beinan og teljandi hag af ferðamannaþjónustunni mætti nefna eftirfarandi: — Atvinnútekjur einstaklinga sem starfa beint og óbeint við ferða- mannaþjónustu. — Hagnað þeirra fyrirtækja sem rekin em í þágu ferðamanna. — Beinar skatttekjur vegna ferðamannaþjónustu hvers stað- ar. Hér að framan hefur verið í ör- stuttu máli reynt að sýna fram á að ferðamannaþjónusta er atvinnu- grein sem gefa þarf gaum. En til þess að svo geti orði þarf samstillt átak og útvegun fjármagns sem leggja á í mikilvægasta þátt íslenskra ferðamála, sem er vega- kerfið okkar. Fjárfesting í því mun gefa þann arð sem þjóðarbúið þarf á að halda. Allar menningarþjóðir leggja höfuðáherslu á samgöngu- kerfí sitt. Á meðan vegakerfíð er svo sem það er í dag högnumst við hvorki á auknum ferðamanna- straumi né heldur á hagræðingu á höfuðatvinnuvegum okkar, sem getur fylgt betri vegum. Það lag sem nú er við lækkandi olíuverð er nauðsynlegt að nota til átaks í mikilvægasta þætti ferða- mála, sem er vegagerð. Samgönguráðherra hefur til þess sterkan stuðning margra að halda fast fram sinni stefnu um aukið fjármagn til vegagerðar. Höfundur er sveitarstjóri íStykk- ishólmi. S1.5°-tí st SS KJðRBOKM: VfSASTA LEHMN AÐSETTUMARKI Ef þú setur markið hátt og hyggur á góða fjárfestingu í framtíðinni er Kjörbók Landsbanka fslands einmitt fyrirþig. Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti sem leggjast við höfuðstólinn á sex mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er kjörbók tryggðra reikninga og hag- stæðari leiðin valin. Settu þér markmið og byrjaðu strax að leggja inn á Kjörbók. ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna sex mánaða vísitölu- Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.