Morgunblaðið - 23.09.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 23.09.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 23 Umsjón: Guðmundur Guðjónsson Húkkararnir dæma sig sjálfir úr leik Athugasemdir við grein Jóns Sigurðssonar Það fór ekki hjá því að einn Blöndumaður hefur birt á prenti greinarstúf þar sem hann gerir athugasemdir við umfjöllun þá sem var í þessum veiðiþætti eigi alls fyrir löngu, sem sé um þær makalausu laxveiðar sem í Blöndu eru stundaðar og allir veiðimenn vita hvemig fara fram. Væntanlega og vonandi hafa flestir stang- veiðimenn lesið þessa grein sem birtist í Morgunblaðinu 17. september og er rituð af Jóni Sigurðssyni fréttarit- ara blaðsins á Blönduósi. Fyrst útskýrir Jón hvers vegna menn verði að húkka í Blöndu, það sé vegna þess að áin verði svo mórauð þegar sól rís á himni, að skyggni í vatninu sé aðeins fáir sentimetrar. Segir Jón að veiðin í Blöndu yrði lítil ef menn „löguðu sig ekki eftir aðstæðum". Síðan að „um veiðiaðferðina sem notuð er þegar svona stendur á, húkkið svokallaða, megi deila“. Ekki vissi undirritaður að það mætti deila um húkkið því það er hreint lögbrot og í ám landsins eiga menn á hættu að vera reknir frá veiðum og afli og veiðarfæri gerð upptæk ef þeir eru staðnir að slíku. Hvers vegna annað ætti að gilda í Blöndu veit ég ekki. Síðan kennir ýmissa grasa í grein Jóns, en eitt það skemnjti- legasta er þetta: „Er fluguveiði- maðurinn bestur, sem heldur bráðinni í heljargreipum óttans, jafnvel klukkutímum saman? Er maðkveiðimaðurinn bestur, sem fyrst kvelur maðkinn og dregur síðan laxinn upp á tálknunum og jafn vel innyflunum? Það má draga upp dökka mynd af hveiju sem er og gera hvem sem er tor- tryggilegan o.s.frv." Um það hver sé bestur er auðvitað kjánaleg spuming, en eitt sem Jón slengir fram í greinarstúf sínum, að í grein undirritaðs sé verið að flokka veiðimenn eftir því hvaða aðferðir þeir noti, gengur engan veginn upp. Það eru nefnilega húkkaramir í Blöndu (og yfírleitt allir húkkarar) sem dæma sig sjálfír úr leik því þeir nota aðferð til veiða sinna sem er skýlaust brot á landslögum svo ekki sé minnst á það yfirgengilega virð- ingarleysi sem þeir sýna veiðidýr- inu, því þótt fluguveiðimenn haldi laxinum „í heljargreipum óttans jafnvel klukkutímum saman", og maðkveiðimenn rífi laxinn upp á innyflunum eftir að hafa pyntað ánamaðkinn til dauða eins og Jón orðar það, þá verður þó um þær veiðiaðferðir sagt að laxinn tók þó agnið og enginn þvingaði hann til þess. Það er sportveiði, stang- arveiði, að beita heiðarlegum og löglegum aðferðum til að freista laxins. Húkk er hins vegar og verður alltaf óhæfuverk á veiði- stað. Betra væri að látið væri af þeim bamaskap að veiða á stöng { Blöndu úr því að aðstæðumar em stangveiðimönnum svo mjög í óhag. Veiða heldur í net. P.s. 10 línur í grein Jóns em undirlagðar af því að „Blöndu- spúnamir" séu í raun framleiddir syðra en ekki nyrðra og heiti Tóbí, eins og það skipti einhverju meg- inmáli. Það er kallað að forðast kjarna málsins. - gg- VETRARNAMSKEIÐ HEFST 29. SEPT. LIKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRAMHALDSFLOKKAR Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. ROLEGIR TIMAR fyrir.eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. MEGRUNARFLOKKAR 4x i viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. KERFI wmf\ Ba aerobic j.s.b. KERFI Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatímar _ J fyrir ungar og hressar. Morgun- dag- og kvöldtímar, sturta — sauna — Ijós. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB Innritun hafin. Suðurver, sími 83730. Hraunberg sími 79988. o LÍKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU ÞINGHOLTSSTRÆTI 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.