Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 43

Morgunblaðið - 23.09.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 43 Kartöfluuppskera góð í Hólminum Stykklshólmi: Kartöfluuppskera er góð í Hólminum i haust. í þeim görðum sem fréttaritari hefur haft spurnir af er tíföld uppskera. Einn af eldri borgurum bæjarins, 87 ára, var að taka upp í garðinum sínum þegar fréttaritara Mbl. bar að garði með ljósmyndavélina sína og var hann mjög ánægður yfir uppskerunni og gat varla gefið sér tíma til að líta upp - og þó._ Árni Kynlífsgamanmál Woody Allens Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kynlífsgamanmál á Jónsmessu- nótt (A Midsummer Night’s Sex Comedy). Sýnd i Austurbæj- arbíó. Stjörnugjöf: ★★ Bandarisk. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Woody Allen. Framleiðendur: Robert Green- hut og Charles H. Joffe. Kvikmyndataka: Gordon Willis. Helstu hlutverk: Woody Allen, Mia Farrow, José Ferrer, Julie Hagerty, Tony Roberts og Mary Steenburgen. Þá er hún loksins komin í Aust- urbæjarbíó Woody Allen-myndin A Midsummer Night’s Sex Comedy undir hinum þekkilega íslenska titli Kynlífsgamanmál á Jónsmessunótt. Allen gerði þessa mynd næst á eftir Stardust Mem- ories (sem núna er eiginlega eina myndin sem ekki hefur verið sýnd hér eftir hann) eða árið 1982 svo hún er nokkuð farin að eldast. Og þótt hún sé ekki með því besta sem Ailen hefur gert um dagana er hún nauðsynleg í safn Allen- aðdáenda. í þetta sinn fer Allen upp í sveit með fastastarfsliðið sitt sem samanstendur af gömlum vinum eins og framleiðandanum Joffe og myndatökumanninum Gordon Willis ásamt leikaranum Tony Roberts úr mörgum Allen-mynd- um og nýju elskunni sinni, Miu Farrow. Og hann tekur fleiri með: José Ferrer og Mary Steenburgen og loks Julie Hagerty, sem nokkru Woody Allen í Kynlífsgaman- mál á Jónsmessunótt. áður varð þekkt fyrir leik sinn í grínmyndinni Airplane. Með þessu liði gerði hann kynlífskómedíu um nokkra menntamenn í byijun ald- arinnar og einskorðar sig við vangaveltur um kynlíf og losta, ást án kynlífs og losta án ástar og þar fram eftir götunum. Allt snýst um kynlíf og ekkert annað og það verður einhliða og leiði- gjamt til lengdar, þrátt fyrir góða frammistöðu leikaranna. Persónumar em sérkennilegar sem fyrr. Allen leikur uppfinn- inga- og ijármálamanninn Andrew Hobbs frá Wall Street, sem kvæntur er Adrian (Steen- burgen). Þeirra kynlíf er ekki upp á það besta. Adrian þjáist af krónískum höfuðverk vegna sekt- arkenndar frá því hún svaf með vini Andrews, Maxwell Jordan (Roberts). En þeim þykir vænt um hvort annað. Þau búa í sumar- húsi upp í sveit og eina helgina kemur góðvinurinn Jordan, sem er læknir og kvennabósi, í heim- sókn með nýjasta gamanið sitt, Dulcy Ford (Hagerty). Að auki kemur gáfu- og menntamaðurinn Leopold (Ferrer) í för með heit- mey sinni Ariel (Farrow ) til að dvelja hjá Hobbs-hjónunum. Eftir það snýst mestallt um að sofa hjá og kannski ekki síst með hveijum hver vill sofa. Þannig eru Andrew og Ariel vinir frá fomu fari og vilja gera það en vita það bara ekki ennþá, Maxwell Jordan vill gera það með Ariel en Ariel vill það ekki með honum, a.m.k. ekki í fyrstu. Leopold vill helst gera það með Dulcy og Dulcy vill gera það með öllum. Adrian er sú eina sem ekkert vill gera. Allt er þetta heldur ómerkilegt og útblásið fram úr hófi. Gullfal- leg myndataka Gordon Willis er næstum það eina sem situr eftir í manni að sýningu lokinni en í lokin snýr Allen myndinni upp í einskonar andafund er Leopold, sem trúði aldrei á hið yfimáttúm- lega, deyr þegar hann er að gera það með Dulcy og sameinast amorsöndum í skóginum. Allen nær sér aldrei almenni- lega á strik í Kynlífsgamanmál sem mun vera hans útgáfa á mynd Ingmars Bergman frá 1955 er hét Sommemattens Leende (Kátar sumarnætur) en hún er líkari því að hann hafi tekið danska Rúmstokksmynd og„All- eníserað" hana. Kynlífsgamanmál er undanfari hins fijósama skeiðs Allens, sem nú stendur yfir, og er helst merkileg fyrir að marka upphaf samstarfsins við Miu Farrow, sem enn sér ekki fyrir endann á. Vinn eiginlega á þrem stöðum. Á skrifstofunni frá klukkan níu til fjögur. Síðan er ég að skúra gólf hjá fyrirtæki frá fimm til sjö, fjóra daga í viku og keyri stundum leigubíl á kvöldin og um helgar. Nú, þessa dagana er ég í sum- arfríi. Er hvorki á skrifstofunni eða að skúra gólf. — Ertu með stóra fjölskyldu? spurði maðurinn í leðuijakkanum. — Konu og tvö böm, svaraði maðurinn á bekknum. — Og afhverju ertu að byggja einbýlishús? Ertu ekki enn í fjög- urra herbergja íbúð? Er hún ekki nógu stór fyrir fjölskylduna? spurði maðurinn í leðuijakkanum. — Jú, jú. Hún er alveg nógu stór, íbúðin. Það er konan sem vill þetta. Hún vinnur úti, er einkaritari og hefur sæmileg laun. Það hefur lengi verið hennar draumur að búa í ein- býlishúsi, svaraði maðurinn á bekknum. í því kom strætisvagn, leið eitt, Lækjartorg-Norðurmýri, og þeir yfirgáfu biðskýlið og héldu báðir inn í vagninn. Óljósar fréttir berast þessa dag- ana af bókaútgáfunni í haust. Frekari tíðinda er að vænta næstu daga og vikur og margir bíða sjálf- sagt spenntir að heyra frá forvitni- legum bókum. Ólafur Gunnarsson, óðalsbóndi og rithöfundur á Stóru- Klöpp, er að senda frá sér nýja skáldsögu eftir nokkurra ára hlé og bíða margir spenntir eftir að fá að lesa. Aðalsögupersónan er mið- aldra maður sem vinnur innanbúðar við afgreiðslustörf í hannyrðaversl- un móður sinnar við Laugaveginn, feiminn piltur og hlédrægur sem vinnur það mikla afrek að bjarga heimsbyggðinni frá kjamorkustyij- öld. Sá drengur er allrar athygli verður... Samkvæmisdansar Disko/jazz og freestyle Danskennsla fyrir böm frá 3ja ára aldri. SÉRNÁMSKEIÐ Eingöngu rokk, tjútt og jitterbug. Eingöngu gömlu dansarnir. KENNSLUSTADIR: Skeifan 17 (Ford-húsinu). Gerðuberg, Fellahellir (Breiðholti). Frostaskjól (KR-heimilið). Flafnarfjörður: íþróttahús Flafnarfjarðar v/Strandgötu. Sjálfstæðishúsið Njarðvík. Sídasti innritunardagur KRAKKAR ATH. Frábærir jazzdansar úr söngieiknum Titne sem er mjög vinsæll í London. Meiriháttar spor og æðisleg músík. MUNIÐ FJÖLSKYLDUAFSLÁ TTINN. Innritun daglegaisíma 656522 og 31360 frákl. 13.00-19.00. DANSSKÓLI AUÐAR HARALDS S: 656522 og 31360

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.