Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.09.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Norröna og Smyrill sigla inn til Þórshafnar Dronning Alexandrine frá Samein- aða. Það síðastnefnda náði mesta farþegafjölda í íslandssiglingum fyrr og síðar eða yfir 500 talsins á 33 árum. Egill og Waagen sigldu lengi á vegum Wathne; Sterling, Austri og Vestri voru þekktust Thore-skipanna; hjá Bergenska voru Flóra, Lyra og Nova lengst í förum. Af skipum Eimskipafélags íslands sigldi gamli Gullfoss milli Danmerkur, Skotlands og íslands í aldarfjórðung, og síðar í 6-7 ár milli Danmerkur og Færeyja, undir nafninu Tjaldur. Yngri Gullfoss sigldi á þessari leið með nokkrum frávikum í tæp 23 ár. íslensku strandferðaskipin voru oft notuð til millilandasiglinga, einkum að sum- arlagi. Má har nefna crnmln Friii I, sem sigldi þijú sumur milli Reykjavíkur og Glasgow rétt fyrir síðari heimsstyijöldina og nýju Esju II, sem þekkt varð fyrir gifturíka ferð til Petsamo í sömu styijöld, en hún var einnig fyrsta farþega- skipið, sem sigldi til Norðurland- anna eftir stríðslok í Evrópu sumarið 1945. Hekla sigldi á leið- inni Reykjavík — Glasgow í 5 sumur og milli Reykjavíkur og Norður- landa í 13 sumur. Oft hefur verið á það bent að eitt áhrifaríkasta sporið í sjálfstæð- isbaráttu íslendinga hafi verið er þeir tóku kaupskipasiglingamar smám saman í sínar hendur til og frá landinu og við strendur þess með stofnun Eimskipafélags ís- lon/ío 1Q1/1 A/r alfinalfaimum lnnHfi- sjóðs 1917. Þeir atburðir tvinnast á áhrifaríkan hátt saman við upp- haf eins mesta framfaraskeiðs íslensku þjóðarinnar. Um skeið, upp úr miðri þessari öld, réðu íslending- ar orðið yfir meginhluta vöru- og farþegaflutninga á sjó milli íslands og annarra landa. En það ótrúlega hefur gerst, að tveir stórir liðir kaupsiglinga hafa gengið okkur úr greipum. Má þar nefna olíuflutn- inga til landsins, eftir að Sambandið varð að selja Hamrafellið til útlanda 1966, og farþegaflutningana, þegar Hekla, Esja og Gullfoss voru öll seld til útlanda með nokkurra ára millibili 1966—1973, án þess að nokkurt stórt farþegaskip kæmi í staðinn. Þegar íslendingar héldu udd á 11 alda afmæli bvecðar ( iandinu, þjóðhátíðarárið 1974, var ekkert farþegaskip í förum frá ís- landi. Þótti þá mörgum sem íslensk sigling hefði brugðist. Um þetta leyti var ný þróun varðandi far- þegaflutninga á sjó að hefjast sem Islendingar virtust vera blindir fyr- ir, en tengist þó almennri bílaeign manna á Vesturlöndum og auknum ferðalögum fólks á eigin bílum. Þetta voru farþega/bílfeijuskipin sem flytja milljónir bíla og ferða- manna um víða veröld. Til ársins 1975 var íslaiid nær eina eylandið í Evrópu sem ekki hafði vegasam- band við umheiminn á þennan hátt. Ekki voru það þó íslensku útgerðar- félögin, sem komu auga á þetta nauðsynjamál í upphafí — heldur voru það frændur okkar í Færeyj- um. Þökk sé þeim fyrir framtakið og megi Smyril-Line vaxa og dafna um ókomin ár. Undir miðnættið varð mér gengið með krökkunum upp á þilfar Nor- rönu áður en við fórum að sofa. Aðeins kjölfar skipsins setti mark sitt á annars spegilsléttan hafflöt- inn, en framundan var þokubakki sem von bráðar lagðist eins og fíngerð slæða yfír skipið. Skyldi Sófus Gjövera, sem lengi bjó á Norðfirði, hafa hitt á svona gott veður þegar hann sigldi á litlu trill- unni sinni milli Islands og Færeyja hér á árum áður, a.m.k. fímm sinn- um, að ég held. Uppi í brúnni á Norrönu fylgjast frán augu manna og tækja með siglunni undir stjóm Jegvan í Dal- astova skipstjóra, en niðri í vél er það Petur Hojgaard 1. vélstjóri og menn hans sem leysa úr læðingi mörg þúsund hestafla orku sem þarf til þess að knýja þetta fríða skip yfir úthafíð. Síðla nætur vorum við komin undir Færeyjar. Siglingin var á enda. Höfundur er iðnaðarmaður en hefur skrifað greinar um flug og sighngar fyrir blöð, tímaritog útvam. 49 Fjórtán ára brezk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist o.fl. Joanne Richardson, 85 Park Ave, Park Estate, Shiremoor, Newcastle, Tyne and Wear, NE27 OLG, England. Fjörutíu og tveggja ára Banda- ríkjamaður skrifar og segist vera vinnusamur, forvitinn, hress og ævintýragjarn. Langar til að ferð- ast og kynnast fólki. Hefur áhuga á bréfaskriftum við konur á aldrin- um 25-35 ára. Vill fá myndir með fyrsta bréfí. Hann er verkfræðingur og tekur fram að hann sé fráskilinn. Norman L. Ginther, P.O.Box 9394, Brea, California 92622, USA. Brezk húsmóðir vill komast í bréfasamband við íslendinga. Getur ekki aldurs né áhugamála: Mrs. Ann Jones, Outremont, London Road, Brimscombe, Stroud, Glos.GL5 2TR, England. Nætandl og Myrk|nndi. getur krouitltjl | • og gott útllt brotlr meltlnguna t Empire State byggingin 381,0m. 21% ODYRARA í LÍTRAFLÖSKUM Eiffel tuminn 321,8 m. Crysler byggingin 318,8 m. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON AðsjáMsögðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.