Morgunblaðið - 23.09.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 23.09.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 Aage Lorange, hljómlistarmaður. Morgunblaðið/Ámi Eldri Hólmari vitjar átthaganna Stykkishólmi. AAGE Lorange, hljómlistarmaður, sem fæddur er í Stykkishólmi og sleit þar barnsskónum, kemur oft á heimaslóðir því æskudagarnir eru svo litríkir í hans augum og svo mun vera flestum heilbrigðum mönnum. Hann fylgist með þróun og framförum í Hólminum og gleðst yfir unnum sigrum um leið og hugurinn leitar til gamalla stunda. Framfarirnar segir hann stórkostlegar og bros færist um vanga. Við ókum um bæinn. Undarlega voru þeir margir staðimir, sem hann átti bundnar minningar við. „Hér var leikvöllurinn okkar strákanna." Ég held hann hafi getað tekið undir með Jóni Helgasyni þar sem hann segir „Hugann grunar við grassins rót, gamalt spor eftir lítinn fót“. I það minnsta var grasið og klettamir vel augum skyggndir. Þá mátti ekki minna vera en taka í gamla orgelið, sem hún Kristín Sveinsdóttir organisti lék á í gamla daga. Hann settist og gleymdi sér og auðvitað fannst fréttaritara Mbl. ekki annað koma til greina en taka mynd við það tækifæri. En á þessari stundu rifjaðist svo margt upp og aftur varð gamall maður bam ef má orða það svo. Gott er að vita til þess að átthagatryggðin er við líði í landi voru. Hún getur ekkert nema gott gert. Árni Meryl Streen og Jack Nicholson í hlutverkum hjónanna Noru Ephorn og Carls Bernstein í kvikmyndinni „Heartburn" NY BANDARISK KVIKMYND Streep og Nicholson í sannsögulegum samleik B, • ráðlega kemur á markaðinn ný bandarísk bíómynd, sem mörgum mun eflaust þykja forvitnileg. Bæði er, að efniviðurinn er sóttur í raunverulega atburði í lífi frægs fólks þar vestra og víðar og ekki skaðar síðan að stjömumar í myndinni eru þau Meryl Streep og Jack Nicholson, einhveijar skæmstu stjömumar á leikarahimninum í dag. Að auki kemur svo, að talsverðar sögusagnir hafa spunnist um gerð myndarinnar og samband aðalleikaranna, sem sumir vilja halda fram að hafí orðið nánara en til stóð í upphafí að það yrði, a.m.k. annars staðar en á hvíta tjaldinu. Allt þetta á upphaf sitt að rekja til Watergate-málsins mikla hér um árið, sem velti bæði Bandaríkjaforseta og mörgum minni spámönnum úr sessi, en varð upphafíð að frægð og frama annarra. Til þeirra síðarnefndu má hiklaust telja Litla krúttið líkist afa sínum Loksins varð Christinu Onassis að þeirri ósk sinni að eignast bam, en það gekk ekki þrautalaust og liggja nokkrir eiginmenn í valn- um eftir milljónaerfingjann. Sá fjórði virðist þó hafa kunnað eitt- hvað fyrir sér sem hinum yfirsást og er hún Athena litla Onassis lif- andi sönnun þess. Athena er hið mesta myndar- bam, enda herma kunnugir að hana skorti ekki lífsviðurværið. Það mun einnig vera móður hennar mikill yndisauki, að sú litla líkist afa sínum meir með hverjum deginum sem líður. Hins vegar em menn eitthvað ósáttir við fatasmekk móðurinnar. Elða hvers á ríkasta bam í heimi að gjalda, að þurfa endilega að vera með blúnduhatt, sem er þrem- ur númerum of lítill, á höfðinu? Washington Post blaðamanninn Carl Bemstein, sem ásamt félaga sínum Bob Woodward, varð til þess að upp komst um svikamylluna. Þeir Woodward og Bernstein urðu umsvifalaust fyrirmyndir allra vaskra blaðamanna, sem vildu komast til botns í málunum og hvergi hlífa kerfísköllum með óhreint mjöl í pokahominu. En það er erfítt að bera geislabaug á öllum vígstöðvum og hvað Carl Bemstein varðaði, þá kom á daginn skömmu eftir að Watergate-málið var afstaðið, að ýmislegt í einkalífí hans sjálfs mafti betur fara. Bemstein var kvæntur rithöfundinum Nom Ephom. Áttu þau hjón nokkur börn og varð ekki annað séð en að á þeim bæ væri allt í sómanum. En eitthvað virðist frægðin hafa stigið rannsóknarblaðamanninum til höfuðs, því eftir að hún kom til sögunnar lagðist hann í framhjáhöld og klykkti út með því að hlaupast að heiman með annarri konu, er eiginkonan var langt gengin með þriðja bam þeirra hjóna. Ekki mun hafa gróið um heilt í hjónabandinu eftir þetta og em þau Ephom og Bemstein nú skilin að skiptum og kærleikar litlir. En það geta fleiri skrifað bækur en Bernstein. Það gat fyrrum eiginkona hans til dæmis með miklum ágætum og er þar komin ástæðan fyrir því að hjónabandsharmleikur þeirra hjóna varð annað og meira en lítil sorgarsaga úr hversdagslífí venjulegra hjóna. Nora settist sem sagt niður og skrifaði bókina „Heartbum“, eða „Hjartasár", skáldsögu, „byggða á sannsögulegum atburðum", þar sem hún rakti þessi mál og þótti takast afburða vel upp á að lýsa því áfalli sem það varð henni þegar maður hennar yfírgaf hana bamshafandi. Sagan seldist í milljónaupplagi um heim allan og er nú svo komið að Carls Bemstein verður ekkert síður minnst sem aðalpersónunnar í þessari bók, en mannsins sem átti þátt í að koma upp um Watergate-hneykslið, eða a.m.k. ekki meðal samtímamanna. Vinsælar skáldsögur em síðan hémmbil borðleggjandi efniviður í vinsælar kvikmyndir, þó að misjafnlega geti tekist til að koma þeim til skila í nýju formi. Framleiðendur myndarinnar „Heartburn“ hafa greinilega ákveðið að taka engri áhættu í vali leikara, heldur fá þau Streep og Nicholson til þess að túlka hjónin Bernstein og Ephom og tryggja þar með aðsóknina. Árangurinn á eftir að koma í ljós, en nú þegar ganga ýmsar sögusagnir þess eðlis að mun kærara hafí verið með aðalleikurunum í myndinni en persónunum sem þeim er ætlað að túlka. Engar sannanir liggja þó fyrir aðrar en orðrómur frá annarri og þriðju hendi. Það eina sem Meryl Streep hefur látið eftir sér hafa um gerð þessarar myndar, er að það gangi kraftaverki næst að hún skuli yfírhöfuð hafa verið gerð. Leikkonan var nefnilega í sama ástandi og söguhetjan, þ.e. bamshafandi, meðan verið var að gera myndina og segir að ef eitthvað sé sést efst í huga eftir kvikmyndatökumar þá sé það ógleðin sem hijáði hana stöðugt. Og svo eru'illar tungur að gera því skóna, að hún hafí ekki einbeitt sér að öðru en að vera skotin í Jack Nicholson ... Meryl Streep þykir hins vegar með afbrigðum nákvæm leikkona og vilja sumir halda því fram að það hafí ekki verið tilviljun ein sem réði því að hún varð bamshafandi um svipað leyti og tökur hófust á „Heartbum", slík sé eftirsókn hennar eftir fullkomnun, að hún leggi allt að sér til þess að lifa sig sem best inn í andlegt og líkamlegt ástand persónanna sem hún leikur. Allt um það, kvikmyndin „Heartbum“ ætti að verða hin forvitnilegasta á að líta, ef marka má efniviðinn og leikenduma og svona til að slá botninn í þessar vangaveltur um tilurð hennar má geta þess, að þau Streep og Nicholson vom bæði þegar síðast fréttist í lukkulegri sambúð — og ekki hvort með öðru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.