Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.09.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 61 Forsætisráðherra við opnun íslenzkrar sýningar í París AP/eímamynd. SteingTÍmur Hermannsson, forsætisráðherra, á tali við Harald Kröyer, seudiherra, við opnuu sýningar- innar. Til hægri er Edda Guðmundsdóttir, eiginkona forsætisráðherra. Paris, frá Torfa H. Tulinius fréttaritara Morgunblaðsins. í DAG var Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, viðstaddur opnun á sýningu af ijósmyndum frá Islandi hér í París. Sýningin heitir „ísland, síðasta ævintýrið í Evrópu“, og er haldin á vegum vináttufélags Frakka og íslendinga, France— Islande, og RATP, en það er fyrirtæki sem sér um rekstur allra almenningssamgangna hér í borg. Sýningin er haldin á einni af stærstu neðanjarðarbrautar- stöðvun Parísarborgar, Chate- let—Les Halles, og mun hún standa til 6. október. Reiknað er með að fleiri tugir þúsunda manna fái tækifæri til að sjá sýninguna, því henni var valinn staður þar sem er mikill umgangur fólks sem er að skipta um lest. Sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ljósmyndimar eru eftir þrjá franska meðlimi France— Islande, þá Patrick Lecellier, Frédéric De La Mure og M. Mor- ency, en M. Moniez og Michel Sallé hönnuðu sýninguna. Michel Sallé, sem er jafnframt í stjóm France— Islande, tók á móti Steingrími, sem var í fylgd eiginkonu sinnar, Eddu Guðmundsdóttur, og Haraldar Kröyer, sendiherra. Hann leiddi þau um sýninguna og sagði hvað hefði vakið fyrir þeim þegar þeir settu hana upp, en markmið hennar er að kynna frönskum almenningi ekki aðeins landið heldur einnig þjóðina sem byggir það. „Heitið „Island, síðasta ævintýrið í Evrópu" var valið vegna þess að fyrir Evrópubúa er ferð til íslands sannkölluð ævin- týraferð en einnig vegna þess að það er ævintýri líkast hvemig íslensku þjóðinni hefur tekist að byggja upp mjmdarlegt samfélag og skapa sér öfluga menningu í þessu harðbýla og strjálbýla landi," sagði hr. Sallé. Næst flutti Paul Reverdy, stjóm- arformaður RATP, ávarp, þar sem hann lýsti yfír ánægju sinni með það að fá að halda þessa sýningu á brautarstöðinni og rifjaði upp menningartengsl þjóðanna og það m.a. að íslandsferðir Frakka fyrr á ámm hefðu gegnt mikilv verki í uppbyggingu n«... hafna. Síðan talaði Jean Pierre Fourré, þingmaður og formaður France-Islande, fyrir hönd félags- ins, og kynnti hina umfangsmiklu íslandskynningu sem haldin verður á næstunni á vegum France— Islande og franska menningarmála- ráðuneytisins. Þar á meðal verða ráðsteftia um Island nútímans í næsta mánuði, íslensk kvikmynda- vika, málverkasýning, tónleikar o.fl. Að lokum hélt Steingrímur Her- mannsson tölu. Hann þakkaði öllum aðstandendum íslandskynningar- ' "•■r og hældi sýningunni. Hann -•* tii að hun vrði tíl j.. ” P'-msarbúa á Islandi og .. og skoða landið eig... Þess má geta að Francois ard, menningar- og ijölmiðlaráð- herra Frakka, gat ekki, vegna anna, verið viðstaddur opnunina eins og áformað hafði verið. Fjölmargir gestir voru viðstaddir opnun sýningarinnar frá báðum þjóðum. Mikil öryggisgæsla var vegna hryðjuverkaöldu síðustu vik- una og gættu óeinkennisklæddir og einkennisklæddir lögreglumenn svæðisins. Kórmynd valin í Háteigskirkju: „Vann að verkinu hér í kirkjunni“ - sagði Benedikt Gunnarsson, listamaður „KROSSINN og ljós heilagrar þrenningar“ heitir verðlauna- mynd sem sett verður upp sem kórmynd í Háteigskirkju. Myndin er verk Benedikts Gunnarssonar listamanns. Til- drög málsins eru þau, að í upphafi árs 1985 ákvað Kvenfé- lag Háteigssóknar að færa kirkjunni altaristöflu að gjöf og vildi kosta allan undirbún- ing, gerð og uppsetningu hennar. Leitað var ráða Bjöms Th. Bjömssonar og úr varð að ráðnir vom þrír listamenn sem gera áttu tillögur, er unnar yrðu í mósaík. Listamennimir vom Benedikt Gunnarsson, Björg Þorsteinsdótt- ir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Alls bárast 7 fullnaðartillögur og 9 aukatillögur eða útfærslur. Var dómnefndin á einu máli um að „Krossinn" væri best fallin sem kórmynd. „Verkið sýnir vel þann gmnd- völí sem kristin kirkja byggir á, þ.e. hinn eilífa Guð, sem sendir í syni sínum ljósið til jarðarinnar — Guð reisir kirkju sína á jörð,“ sagði sr. Tómas Sverrrisson, sóknarprestur í Háteigsskirkju, sem sat í dómnefnd, á fundi með blaðamönnum þegar verkið var kynnt. Sagði sr. Tómas það einn- ig hafa ráðið vali dómneftidar, hve vel form verksins falli að gerð kirkjunnar og stíl. „Ég vann að verkinu hér í kirkj- unni, sagði listamaðurinn," Benedikt Gunnarsson. „Ég sat og gerði skyssur og reyndi að lifa Séð inn f kórinn, þar sem Iista- verkið verður sett upp. mig inn í þennan arkitektúr sem verkið átti að falla að. Mósaík býður upp á litauðgi, en krefst fjarlægðar. Fjarðlægðin er til staðar hér og ég reyni í verki mínu að segja mikið í stuttu máli, þannig að kirkjugestir sjái strax heildina í því.“ Benedikt hefur áður unnið verk í kirkjur. Hann gerði glugga bæði í Hábæjarkirkju í Þykkvabæ og í Keflavíkurkirkju. Benedikt Gunnarsson með líkan af kórmyndinni, uppsettri. Á bakvið er myndin sjálf, en fullgerð er hún fjórum sinnum stærri. Bjöm Th. Bjömsson vakti máls á þeirri leið sem farin var við val myndarinnar. Hann sagði það óvenjulegt að ráðnir væm til starfa nokkrir listamenn til að gera tillögur sem valið væri úr, og einstakt að svo lítið féiag sem kvenfélag Háteigssóknar er, skuli standa alfarið að slfku. Nú verður leitað eftir tilboðum í mósaíkverkið erlendis. „Þetta er fjárfrek framkvæmd og við eigum mikið eftir að pijóna og baka áður en nóg er komið inn fyrir þessu,“ sögðu kvenfelágskonur í Háteigssókn. Þær hefjast þegar handa og munu halda kökubasar í Blómavali 4. okt. nk. Er vonast eftir stuðningi og velvild sóknar- bama í Háteigssöfnuði til að fjársöfnunin gangi sem best. Allar tillögur sem bámst vegna verksins verða til sýnis í Lista- safni ASÍ dagana 27. sept. til 5. okt. nk. Hr- STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 24260 Fóðringa- efni Fyrirliggjandi fóðringaefni Í2ja metrastöngum: 40-50-60mm. í þvermál. Gottslitþol. Þægilegt í vinnslu. Viðurkennt í matvælaiðnaði. Hitaþol frá 100 til +80°. Leitið nánari upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML672444 'ir-' - mr Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.