Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 29

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 29 Samsær- ið gegn Marilyn Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Milo Speriglio og Steven Cha- in: The Marilyn Conspiracy. Út. Corgi Books 1986. Seint ætla skriffínnar að þreyt- ast á því að skrifa bækur um Marilyn Monroe og þó sérdeilis dauða hennar og hvemig hann bar að. Einna frægust þess konar bóka er sjálfsagt Marilyn eftir Norman Mailer, sem kom út fyr- ir fáeinum árum. Milo Speriglio telur sig hafa ýmislegt nýtt fram að færa og hann staðhæfir í formála að eftir að við höfum lesið bókina munum við ekki þurfa að spyija lengur, hvemig dauða Marilyn Monroe bar að höndum, því að hann hafí gefíð okkur svarið. Svo að séum við. miklir áhugamenn um tildrög að andláti kynbombunnar er sjálf- sagt að glugga í bók Speriglio. Hún er ósköp viðráðanleg aflestr- ar og augljóslega hefur Speriglio kannað í bak og fyrir alls konar atriði er söguefnið varðar. Hann segir frá því að hann er í raun- inni að vinna fyrir skjólstæðing sinn Bob Slatzer, sem var kvænt- ur(!) Marilyn í fáeina daga á ámm áður. Þau létu ógilda hjónabandið en vom miklir vinir. Og Slatzer, sem ég hef náttúrlega aldrei heyrt nefndan, vill endilega hreinsa Marilyn af þeim áburði að hún hafí framið sjálfsmorð. Samband Marilyn Monroe við Kennedy-bræður er rakið og látið að því liggja að hún hafí orðið bamshafandi eftir annan hvom þeirra. Sjálf virðist hún ekki hafa vitað hvor væri faðirinn. Enda kom ekki til að hún þyrfti að íhuga það nánar, því að fóstrið missti hún og mun það hafa ve- rið í tólfta sinn sem hún missti EFÞÚÁTT SPARISKÍRTEINI RÍKISSJ ÓÐS SEM ERINNLEYSANLEGT I. OKTÓBER wlÞÁ SKALTU Imeriast AaLIRI ÁSÓKN / lí ÞAD ÞVÍ RÍKISSJÓÐUR BÝÐUR ÞER NY SKÍRTEINI MEÐ 6.5% ÁRSVÓXTUM UMFRAM VERÐTRYGGINGU OG AÐEINS TIL TVEGGJA ÁRA fóstur. Lengi framan af er höfundur að ýja að því að sennilega beri Robert Kennedy ábyrgð á dauða Marilyn. Eða Peter Lawford. Kannsi verkalýðsleiðtoginn Jimmy Hoffa? Allir þessir menn og nokkrir fleiri gmnsamlegir aðilar em látnir, svo að þeir verða ekki yfírheyrðir héðan af. En satt að segja fannst mér hinn nýi vitnisburður sem höfiindur lofar í formála verða fremur rýr þegar Þú skalt hugsa þig um tvisvar áöur en þú fellur fyrir einhverjum þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig. Það er þinn hagur að ríkissjóður ávaxti peningana þína áfram - í formi nýs skírteinis; ávöxtunin er góð og skírteinin eru laus eftir rétt rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10. janúar 1989). En það segir ekki alla söguna. Þótt sumir bjóði álitlegri vexti en ríkissjóður eru spariskírteinin engu að síður um margt betri kostur. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun, þau eru eign- arskattsfrjáls (eignarskattur er nú 1,2% á ári) og þau eru öruggasta fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir engin áhætta. RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS til kom. GOTT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.