Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Höfundur, Ragnar Amalds, ásamt leikstjóranum Brynju Benediktsdóttur og leikurum. Lilja Þórisdóttir í hlutverki Theodóru Thoroddsen. Mannleg örlög* í snyrtilegnm umbúðum Sviðsmynd úr Uppreisn á ísafirði: Eríingur Gíslason (Þorvaldur læknir) Jóhann Sigurðarson (Jens- en kaftein), Róbert Amfinnsson (Magnús Stephensen, landshöfðingi), Helgi Skúlason (Grímur Thomsen) og Randver Þorláksson (Lárus H. Bjarnason). Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: Uppreisn á ísafirði eftir Ragnar Amalds. Hljóðmynd: Hjálmar H. Ragn- arsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Árið 1892 var Skúli Thorodd- sen sviptur sýslumannsembætti sínu á ísafírði fyrir meint mistök í starfí. Skúlamálið svokaliaða snerist að mest um Sigurð nokk- um skurð sem grunaður var um morð og var Skúli gagnrýndur fyrir hvemig hann tók á þessu máli. Magnús Stephensen lands- höfðingi hrakti Skúla úr embætti, en fram kom síðar að hann leit á Skúla sem pólitískan æsinga- mann. Skúli fékk uppreisn æru í Haestarétti 1895. í Uppreisn á ísafírði, leikriti Ragnars Amalds, er Skúli Thor- oddsen fulltrúi nýrra hræringa og æskilegra þjóðfélagsbreytinga álfunnar, en Magnús Stephensen aftur á móti íhaldskurfur, tals- maður staðnaðs samfélags sem verst af hörku þegar á að bylta því. Þessi mynd verður á köflum nokkuð einföld, persónur eru þá ýmist vondar eða góðar, litir eink- um tveir: svart og hvítt. Þetta er þó ekki algilt. Magnús Stephensen er tii dæmis gæddur mannlegum eiginleikum þótt hann sé að mestu þræll embættis síns. Leikur Ró- berts Amfínnssonar sem leikur landshöfðingjann er líka með þeim hætti að persónan fær samúð áhorfandans. Það hefur aftur á móti tekist ver til með hlutverk Skúla Thor- oddsens. Kjartan Bjargmundsson kemst að vísu stöku sinnum sæmi- lega frá hlutverkinu og á einum stað vel, en þegar á heildina er litið vantar bæði festu og þrótt í leik hans. Sökin er þó fyrst og fremst höfundarins. Lárus H. Bjamason, mála- færslumann sem sendur er vestur til höfuðs Skúla, leikur Randver Þorláksson. Þótt þetta hlutverk sé mjög ýkt tekst Randver að gæða það lífí, ekki síst þegar veik- leikar vélmennisins koma í ljós. Þar á danska stúlkan Diana hlut að máli, en hana leikur Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir. Henni auðnast að gera hlutverkið eitt hið skemmtilegasta í verkinu. Lilja Þórisdóttir leikur Theo- dóru Thoroddsen og gerir það af reisn. Henni tekst að miðla þeirri manngæsku og greind sem marg- ir tengja minningu þessarar merku konu. En lýsing Theodóru er mjög á kostnað Skúla sem höfiindurinn gerir sviplausan. Ragnar Amalds hefur vissu- lega boðskap að flytja í Uppreisn á ísafírði. Boðskap sinn flytur hann af hófsemi. Verkið nýtur kímnigáfu höfundar, nokkur atriði em verulega fyndin. Það er til dæmis gaman að fylgjast með Helga Skúlasyni í spaugilegu hlutverki Gríms Thomsens. En spyija má hvort þessi mynd af skáldinu sé rétt, lét það fara frá sér jafn lítt grundaðar athuga- semdir og var það eins drykkfellt og gefíð er til kynna. Það er vissu- lega deginum sannara að leikverk er ekki sagnfræði, en þegar kunn- ar persónur eru leiddar upp á svið verða þær ávallt skoðaðar í ljósi sagnfræðinnar. Margt er gott um Uppreisn á ísafírði. Hugvit ræður ferðinni í leikstjóm Brynju Benediktsdóttur og þess er vandlega gætt að forða verkinu frá því að verða dauflegt um of. Þetta tekst þó ekki fylli- lega í síðari hlutanum. Sum atriðin eru langdregin og samtöl vandræðaleg. Ohætt hefði verið að gera meiri kröfur til höfundar verksins. Leikmynd Siguijóns Jóhanns- sonar er í þeim anda að bregða upp margskonar myndum án þess að sviðið verði of flókið. Þetta var gert af íþrótt og var sýningunni mikill styrkur. Lýsing var sömu- leiðis góð. Ekki fór mikið fyrir hljóðmynd Hjálmars H. Ragnars- sonar, en það sem mér barst til eyma af henni var geðfellt. Lítið varð úr séra Sigurði í höndum Amars Jónssonar og ekki náði Þorvaldur læknir sér á strik þrátt fyrir góðan vilja Erlings Gíslasonar. Meðal leikara í smærri hlutverkum nefni ég sérstaklega Baldvin Halldórsson í hlutverki Nellemanns dómsmálaráðherra, Val Gíslason í hlutverki Kristjáns IX, Áma Tryggvason í hlutverki hótelhaldara, Valdimar Lárusson í hlutverki verslunarstjóra, Ragn- heiði Steindórsdóttur sem lék Bauju, ráðskonu Skúla og Theo- dóm, Þorstein Ö. Stephensen sem var Jón Alþingismaður, Emil G. Guðmundsson í gervi skipslæknis og síðast en ekki síst Eyvind Er- lendsson sem lék hinn ógurlega Sigurð skurð. Þess skal getið að þáttur ungu leikaranna var yfír- leitt ágætur. Uppreisn á ísafírði er efnileg byijun Ragnars Amalds sem al- vöm leikritahöfundar. Verkið er langt frá því að vera stórbrotið, enda orkar tvímælis að rilja upp þetta fymda mál og leggja út af þvf með þeim hætti sem höfundur- inn gerir. En ég geri ráð fyrir að verkið geti orðið vinsælt. Það er einmitt af því tagi sem nú tíðkast svo mjög: þekktar persónur em fyrirmyndir, þess freistað að skyggnast inn í einkalíf þeirra og leitað að skírskotunum til samtím- ans. Þetta fær svo góða meðhöndlun leikhúsfólks sem lætur einkum tæknikunnáttu ráða ferð. Sem sagt mannleg örlög í snyrtilegum umbúðum, vekur til einhverrar umhugsunar, en er fyrst og fremst gaman eina kvöldstund. Leiðrétting í frétt á bls. 18 í gær, þar sem skýrt var frá hátíðahöldum og útg- áfu Landssíma íslands á 80 ára afmælinu, var rangt farið með foð- umafn aðstoðarpóst- og símamála- stjóra. Hann heitir Guðmundur Bjömsson. Er beðizt velvirðingar á þessu. Leiðrétting í FRÉTT í blaðinu sl. fímmtudag um nýtt listaverk við Sigölduvirkjun var ranghermt að verkið væri úr áli. Það er úr ryðfríu stáli og var unnið hjá Trausti hf. Þessar skólastúlkur, Jónina Dögg Loftsdóttir, María Skúladóttir og Sigrún Skúladóttir, efndu tíl hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þar komu inn rúmlega 1.000 krónur. Á myndina vantar einn úr hlutaveltustjóminni, Magnús Loftsson. Þau heita Anna Torfadóttir, Sigriður Bára Oddsdóttir og Jón Bjarni Guðmundsson. Þau efndu til hlutaveltu til stuðnings við Rauða kross íslands. Þar söfnuðust 156 krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.