Morgunblaðið - 28.09.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 28.09.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 37 sínu. Eftir að Smith var leystur undan ákæru var vart unnt að dæma skipafélagið sem hann starf- aði hjá; þannig viðurkennir skýrslan í raun þá kenningu að slysið hafí aðeins orðið vegna óeðlilegra að- stæðna þessa nótt. En var þetta yfírklór? Ekkert bendir til þess að um neitt baktj- aldamakk hafi verið að ræða milli Merseys og viðskiptaráðsins. Ekk- ert bendir heldur til þess að farið hafí verið rangt með staðreyndir eða þær þaggaðar niður. Fjöldi lög- manna fylgdist með réttarhöldun- um: að jafnaði voru ekki færri en 28 lögfræðingar í réttarsalnum. Gera má ráð fyrir að Mersey hafi lagt mun meira upp úr áliti lög- manna og dómara á frammistöðu sinni en því hvað stjómmálamönn- um eða almenningi eða skipaeig- endum fannst. Jafnvel þótt hann hefði viljað, hefði hann ekki þorað að ljúka rannsókninni með ályktun sem ekki naut almenns stuðnings lögmannastéttarinnar. Hann þurfti einnig að fá sérfræðingana fímm, sem voru meðdómendur hans, til að samþykkja ályktunina. Það hefði ekki verið honum líkt að tefla eigin áliti í hættu til þess eins að hylma jrfír með embættismönnum við- skiptaráðsins, eða látnum skip- stjóra, eða stjómendum skipafélags í eigu bandarískra fjármálamanna. Hann var samt allt of mildur gagnvart Smith, skipasmíðastöð- inni, eigendunum og viðskiptaráð- inu. Það var skylda sjómannsins að víkja hjá hættunni; og það var skylda eigendanna að tryggja ör- yggi skipsins sem bezt þeir máttu. Hvorugt hafði verið gert. Hvers vegna var þá Mersey svo mildur í dómum sínum? Ef til vill hefur honum fundizt að þar sem Smith skipstjóri var látinn væri ekki ástæða til að dæma hann of hart. Ólga innan stéttarfé- laga sjómanna gæti hafa valdið því að hann sleppti skipafélaginu. Það lá við uppreisn hjá White Star með- an á rannsókninni stóð þegar áhöfnin á Olympic, systurskipi Titanic, gekk í land í mótmæla- skyni vegna ónógra björgunar- tækja. Hann gæti hafa sagt við sjálfan sig að tilgangur rannsóknar- innar væri að komast til botns í málinu og finna Ieiðir til að tryggja betur almennt Öryggi, en ekki úr- skurða menn seka eða saklausa. En hvað svo sem Mersey hugs- aði, og ef til vill hugsaði hann aðeins um hvað væri rétt, komst hann að þeirri undarlegu niður- stöðu, þótt væri ekki sögð berum orðum, að þrátt fyrir mistök hér og þar bæri enginn ábyrgð á þessu mesta sjóslysi sögunnar. Það var ekki yfírvegaður, vísvitandi hvítþvottur af ásettu ráði, en hvítþvottur var það engu að síður. Þegar litið er til baka er ljóst að sá maður sem var hvað mest áber- andi í sambandi við rannsóknina hefði hvergi átt að koma þar nærri. Rufus Isaacs (1860—1935) átti að baki stórbrotnari feril en flestir samtíðarmenn hans. Hann var fjórði í röð níu barna ávaxtakaup- manns af gyðingaættum í Spitalfí- elds í austurhluta Lundúna. Hann hætti námi 14 ára að aldri, en varð þó síðar ríkislögmaður, deildarfor- seti yfírréttar (Lord Chief Justice), sendiherra í Washington, landstjóri á Indlandi, utanríkisráðherra og markgreifí. Fátt er vitað um æskuár hans. Hann var skráður í skipsrúm sem léttadrengur 16 ára að aldri fyrir laun sem^ námu 10 shillingum á mánuði. (í bók sinni „Life and La- bour ofthe People in London", sem út kom 1888, dregur Charles Booth „fátæktarmörkin" við 30 shillinga á viku.) Hann strauk af skipinu í Ríó, en náðist. Efftir heimkomuna stritaði hann um skeið við ávaxta- sölu föður síns, en fór svo út í kaup og sölu á verðbréfum; þá varð hann fyrir þeirri sáru reynslu að hljóta opinber ámæli í kauphöllinni. Þá gekk móðir hans í málið og fékk hann til að hefja lögfræðinám. Hann var myndarlegur og kom vel fyrir og augun árvökul, eins og samtimamaður komst að orði. Hann lét fljótt til sín taka. Árið 1910 varð hann dómsmálaráðherra og yfírsaksóknari og þar með opinber ing, og að mati brezku hagstofunn- ar svarar upphæðin til 690.000 punda á núverandi verðgildi. Sama dag yfirfærði hann 1.000 bréf yfír á nöfn vina sinna, Lloyd George og leiðtoga Frjálslyndra á þingi, en hélt sjálfur eftir 8.000 bréfum. Titanic-rannsóknin hófst 2. maí. Þar gegndi Rufus Isaaes lykilhlut- verki og yfírheyrði meðal annarra Guglielmo Marconi; Mersey-skýrsl- an var svo birt eins og til var ætlazt í júlílok. En áfram gengu sögusagn- ir um hlutabréfakaup. 11. október lagði Herbert Samuel póstmála- stjóri til í Neðri málstofu brezka þingsins að skipuð yrði sérstök nefnd til að rannsaka Marconi- málið. Þá tók ríkislögmaðurinn til máls. Hann neitaði harðlega (og sama gerði Lloyd George) að hafa nokkurntíma átt hagsmuna að gæta varðandi brezka Marconi-félagið. En hann taldi óþarft að minnast á hlutabréfaeign sína í bandaríska félaginu. „Þama var um dómgreindarskort að ræða sem ber að harma," skrif- aði Simon lávarður eftir lát Isaacs. (Árið 1912 var Simon saksóknari og vann með Isaacs við rannsókn Titanic-slyssins; hann varð síðar forseti yfírréttar með meiru (Lord Chancellor)). Reyndar komu upp- lýsingar um hlutafjáreign Isaacs í Ámeriean Marconi ekki fram fyrr en árið 1913 í meiðyrðamáli gegn franska dagblaðinu Le Matin. Lokaniðurstöður þingnefndar Neðri málstofnunnar urðu þær að ráðherrarnir, Lloyd Goerge og tals- maður Fijálslynda flokksins á þingi, hefðu verið sannfærðir um að hluta- fjáreign þeirra stangaðist ekki á við opinberar skyldur þeirra; en þetta voru niðurstöður meirihlutans, ekki einróma álit nefndarmanna, og nið- urstöðurnar voru ekki samþykktar í Neðri málstofunni fyrr en eftir ákafar flokkadeilur. Þann 18. júní 1913 viðurkenndi Isaacs: „Það voru mistök að kaupa þessi hlutabréf." Þessi mistök spilltu þó ekki frama hans; fjórum mánuðum síðar skip- aði Asquith hann — eftir nokkurt hik — deildarforseta yfírréttar Eng- lands. Þetta olli háværum andmælum, og Kipling fann sig tilneyddan að yrlq'a eitt bitrasta ádeiluljóð sem fyrirfinnst á enskri tungu. Það hefst á þessa leið, og fjallar um svikulan þjón Elísa, sem greint er frá í Gamla testamentinu: Whence Comest Thou, Gehazi, So reverend to behold, In scarlet and in ermines And chains of Englands’s gold? (Hvaðan kemur þú, Gehazi/ Svo lotningarverður að sjá/ í skarlats- klæðum og hermelíni/ Og hlekkjað- ur gulli Englands?) Rupert Brooke sem var á leið til Fiji-eyja skrifaði vini sínum í Eng- landi og sagðist vera að hugsa um að segja sig úr landsklúbbi frjáls- lyndra „þar sem ég fyrirlít Fijáls- lynda flokkinn og Marconi-málið og Rufus Isaacs í embætti deildarfor- seta yfírréttar". Þegar fram liðu tímar voru þeir hinsvegar fáir sem álösuðu Isaacs fyrir kaupin á Marconi-bréfunum. Hann hafði verið vinur Merseys lá- varðar áður en rannsóknin hófst og niðurstöður hennar urðu heyrum kunnar; og hann var það áfram. Mersey var sá síðasti sem Isaacs heimsótfi áður en hann hélt til Ind- lands sem landstjóri, og hann var sá fyrsti sem Isaacs heimsótti eftir heimkomuna. Hann tók son Mer- seys, Clive Bigham, upp á sína arma og hjálpaði honum, og var ráðgjafí hans þegar hann af hálfum hug bauð sig fram til þings fyrir Frjáls- lynda flokkinn. Isaacs andaðist níu árum eftir að hann lét af embætti landstjóra á Indlandi, og bar þá nafnbótina markgreifí af Reading, og hafði orðið margskonar heiðurs aðnjótandi. Við lát hans skráði Big- ham í dagbók sína: „Fáir samtíma- menn okkar hafa notið, og verðskuldað, jafn mikillar vel- gengni, virðingar og hlýhugar." Engu að síður var Marconi-málið vansæmandi. Isaacs hlýtur að hafa fundizt hann hafa eitthvað að fela, því annars hefði hann sagt Neðri málstofunni frá hlutafjáreign sinni í bandaríska Marconi-félaginu. Sim- Á bátadekk- inu um borð í Titanic. J. Bruce Ismay (með hönd undir kinn) ber vitni hjá rannsókn- arnefnd öldimgadeild- ar bandaríska þingsins í Waldorf Astoria-hótel- inu í New York. yfirmaður dómstóla. Árið 1911 var hann aðalsaksóknari í meiðyrða- máli þar sem gefíð hafði verið í skyn að George V, sem þá átti að fara að krýna konung, hefði verið kvæntur áður en hann kvæntist Maríu drottningu. Þetta sama ár var hann aðlaður og skipaður í ráð konungs (Privy Council). Það vildi svo til að um svipað leyti og Rufus Isaacs varð ráðherra árið 1910 var Godfrey bróðir hans með-framkvæmdastjóri hjá Marc- oni Wireless Telegraph Company. Loftskeytafélag þetta var vel þekkt og hafði náð nokkrum árangri, en skaraði á engan hátt fram úr. Svo var það í marz 1912 að Godfrey Isaacs og Marconi tókst að ná mjög þýðingarmiklum samningum við brezku ríkisstjómina — málið heyrði aðallega undir póststjómina — um að koma upp og reka mjög víðtækt loftskeytakerfi er samtengdi Brezka heimsveldið. Ekki var leitað umsagna lögfræðilegra ráðunauta ríkisins. Engu að síður komst á kreik orðrómur um að Marconi hefði hlotið þessa einkaaðstöðu vegna þess að/áðherrann hefði beitt áhrif- um sínum í þágu bróður síns. Það fylgdi söguburðinum að Rufus Isa- acs og einnig Lloyd George og leiðtogi Fijálslynda flokksins á þingi hygðust hagnast á þessum samningum. Þessi orðrómur átti ekki við rök að styðjast. Hið rétta var, þótt það væri ekki á allra vitorði, að Godfrey Isaacs hafði komizt yfír verulegt magn hlutabréfa í American Marc- oni Company; og 9. apríl 1912, þegar þeir voru að snaeða saman hádegisverð á Savoy Hotel, bauð hann bræðmm sínum, Rufus og Harry, nokkur bréfanna. Þetta var daginn áður en Titanic lagði úr höfn. Rufus Isaacs afþakkaði boðið á þeirri forsendu að hann vildi ekki hafa nein afskipti af fyrirtæki er ætti í viðskiptasambandi við ríkis- stjómina. Harry Isaacs þáði boðið. Titanic sökk 15. apríl, og meðan umheimurinn beið kvíðinn eftir fréttum, gerðu menn sér í fyrsta sinn grein fyrir þeirri gjörbyltingu sem uppfinning Marconis hafði valdið. Sem dæmi má nefna að morguninn 17. apríl birti dagblaðið Northem Echo, sem W.T. Stead, einn þeirra er fórust með Titanic, hafði ritstýrt, frásögn frá fréttarit- ara sínum í New York sem hljóðaði svo: Það eru meira en 36 klukku- stundir liðnar frá því mesta stórslys sögunnar varð á Norð- ur-Atlantshafí, og til New York hefur ekki borizt ein einasta frá- sögn sjónarvotts né frétt frá neinum blaðamanni innan þús- und mílna frá slysstaðnum út af Nýfundnalandsbanka þar sem Titanic sökk. Allar fregnir til þessa hafa kom- ið með loftskeytum, og verið frá einhveijum yfirmönnum á skip- um eða frá landstöðvum, sem náð hafa sendingum frá loftskeyta- stöðvum um borð í Carpathia, Olympic, Parisian, Virginian, Baltic eða Califomian og gripið þær á óskýranlegri leið þeirra um loftin. Sá gífurlegi kvíði, sem gripið hefur aðstandendur farþeganna 1.400 í Titanic meðan þeir bíða eftir að fá að vita nöfn þeirra sem björguðust, hefur brotizt fram í mesta flóði Marconi-skeyta, sem nokkumtíma hefur borizt upp að Atlantshafsströndinni. Þennan sama dag bauðst Harry Isaacs til að selja Rufus bróður sínum nokkur hlutabréfa sinna í American Marconi Company. í þetta sinn tók lögmaðurinn tilboð- inu. Hann keypti 10.000 bréf á 2 pund bréfið; þetta var mikil fjárfest- Guglielmo Marconi (til hægri) og Godfrey Is- aacs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.