Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 46

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Prjónið peysurnar úr Vetrarlitirnir eru komnir. Hjá okkur fást yfir 150 uppskriftir frá STAHL’sche WOLLE þýddar á íslensku. STAHL’sche WOLLE er vestur-þýskt gæðagarn, uppskriftir úr því garni eru svo vin- sælar að þær birtast í öllum þýskum prjónablöð- um. Tegunda- og litaúrvalið sem við höfum á boðstólum er ótrúlegt. Veitum prjónaráðgjöf. Það er leikur að prjóna faliegar peysur með okkar aðstoð. Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9, sími 621530, JK póstverslun, sími 24311. ÓDÝR HALOGEN AUKAUÓS • Fást á bensínstöðvum og varahlutaverslunum um allt land • Verð frá 1.450 kr. (settið) • Halogen perur innifaldar • Auðveld ásetning • Leiðbeiningar á íslensku • Hvít (ökuljós) eða gul (þokuljós) • Passa á alla bíla • Viðurkennd vara Laugavegi 170-172 Simi 69 55 00 Góðan daginn! Stórgott te-toddý Það er jafnan hressandi að fá sér góðan göngutúr, jafnvel þegar vindurinn gnauðar úti og það gengur á með skúrum. En þá er einnig gott að koma heim á eftir og fá sér eitthvað heitt, til dæmis te-toddý. í hvem bolla er notuð 1 eggjarauða, 1-2 matskeiðar hun- ang, safinn úr xh sítrónu og 2 dl af nýlöguðu tei. Hunangið er hrært vel saman við eggjarauðuna og teinu hellt út í. Sítrónusafanum svo bætt út í eftir smekk. Toddý- ið á að vera vel heitt. Þeir sem vilja geta svo kryddað toddýið með 1—2 matsk. af rommi. Allt í röð og reglu Það vill oft brenna við þegar bömin fara í bað að þau vilji hafa leik- föng með sér, sem svo fljóta út um allt. Þá er heillaráð að leggja málm- eða plastrist yfír baðkerið. Þar getur bamið lagt leikföngin frá sér, og þar drýpur af þeim að baði loknu. Glansandi ísskápur Það kemur fyrir að fítu- blettir og matarslettur setjast á ísskápshurðina þegar skápurinn stend- ur nálægt eldavélinni. Þá getur verið gott að bóna hurðina með bíla- bóni. Það bæði hreinsar vel og endist lengi, auk þess sem hurðin verður glansandi. I Lauklykt Oft er erfítt að ná burtu lykt af höndunum eftir að hafa verið að skræla eða skera niður lauk. Til að koma í veg fyrir að hendumar lykti er gott að núa þær upp úr ediki áður en laukurinn er skorinn og skola svo hendumar upp úr vatni að verki loknu. Kaffitrektin til margs gagnleg Margir nota kaffítrektina og fílter þegar þeir hella upp á. En trektin kemur að góðu gagni við fleira. Hana má til dæmis nota við að láta safann renna af niðursoðnu rækjun- um, og alls konar dósamat eða við að þíða matarskammt úr frystinum. Má nota trektina með fílter eða án og hún getur staðið í vaskinum meðan safínn eða vatnið rennur af matnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.