Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 48
48 Ttfl'i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 ► LEIKFIMI Tækífærið sem þú hefur beðið eftir Leikfimi fyrir hressar stúlkur og stráka á öllum aldri. Styrkjandi og liðkandi æfingar við allra hæfi. Kennt er í íþróttahúsi Breiðagerðisskóla á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18.00. Kennari: Rósa Ólafsdóttir, íþróttakennari og vaxta- ræktarkona. Innritunar- og upplýsingasími 46301. Fimlelkadelld Ármanns Látið einangra fyrir veturinn Timburhús (skíp og bátar) Aðferðin er einföld. Við borum lítið gat (32 mm) og blásum steinull í tóm holrúm og einangrum veggi, gólf og þök. Með gömlu aðferðinni getur það tekið allt að 4 vikur að eínangra meðalstórt einbýlishús. Það þarf að rífa niður klæðningar, sníða mottur milli bita og klæða svo allt að nýju, hvað kostar það? Steínhús Lausblásin steinull ofan á loftplötur steínhúsa. Æskilegt er að hafa ekki minna en 20 cm einangrun. Þú stóriækkar hitunarkostnað og færð hlýrra og betrahús. Þú eykur verðmæti fasteignarinnar. EINANGRUN Sími: 91/22866. Bílasími: 022/2267. Island hefur ímynd lands hinnar óspilltu náttúru Gérard Alant forstjóri Alant’s Tours f Parfs — segir Gérard Alant, sem skipu- leggur árlega ferð- ir hundruða Frakka hingað til lands FRÖNSKUM ferðamönnum til íslands hefur fjölgað verulega á undanfömum árum. Árið 1985 vom þeir um 4.500, en að líkindum fjölgar þeim um allt að 20% á þessu ári. Gérard Al- ant, sem skipulagt hefur ís- landsferðir fyrir Frakka um árabil, segir, að ástæðan fyrir þessari aukningu sé einkum sú góða ímynd, sem tsiand hafi sem land óspilltrar náttúra. Gérard Alant hefur starfað að íslandskynningu meðal samlanda sinna í nærri þijá áratugi. Árið 1960 réðst hann til ferðaskrif- stofu í París, sem hafði íslands- ferðir á dagskrá, og kom þá í fyrsta sinn hingað til lands, en oft síðan. Þegar Loftleiðir hófu að fljúga til Parísar varð hann svæðisstjóri þeirra, en stofnaði eigin ferðaskrifstofu, Alant’s Tours fyrir nokkrum árum. „Þessi ferðaskrifstofa mín, sem hefur sex starfsmenn, sérhæfir sig í íslandsferðum og eru þær 65% af starfseminni," sagði Alant í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, er hann var hér staddur á ferðakaupstefnu á dögunum. Á þessu ári koma um 1.200 Frakkar hingað til lands fyrir milligöngu hans, en til samanburðar má geta þess að fyrsta árið, sem ferða- skrifstofan starfaði kom hingað 71 Frakki á hennar vegum. „Við leggjum mikla áherslu á það, að undirbúa fólk sem best fyrir ferð- ina. Við fræðum það um veðurfar og náttúru á íslandi, vekjum at- hygli á verðlagi hér og möguleik- um, sem í boði eru,“ segir Alant. Hann kveður Frakkana, sem ferð- ast til Islands, yfirleitt á aldrinum 30-60 ára og oftast sé um mennt- að fólk að ræða, sem sé forvitið og langi til að öðlast nýja reynslu. Hann segist ekki vilja senda hing- að peningalitla og reynslulitla unglinga, sem spyijast fyrir um Islandsferðir hjá honum, enda yrði ferðin þeim vonbrigði. Betra sé, að þeir komi þegar aðstæður þeirra eru aðrar og þeir geti raun- verulega notið íslandsferðarinnar. Alant segir, að sumir Frakkar, sem hingað koma, hafí bifreið sína með sér. Þeir aka þá í nokkra daga frá heimaslóðum til að kom- ast um borð í feijuna Nörrönu, sem siglir til Seyðisfjarðar. „Þetta er mikið á sig lagt, en skýringin er sú, að mörgum finnst öryggi í því að hafa bílinn með. Þeim fínnst þeir hafa annan fótinn heima," segir hann. Alant’s Tours gefur árlega út kynningarbæklinga um íslands- ferðirnar, en hefur auk þess tekið þátt í að íjármagna myndarlega handbók um ísland á frönsku, sem nefnist Le Guide de L’lslande og kom út í fyrsta sinn í fyrra, en önnur útgáfa er í undirbúningi. Þá hefur ferðaskrifstofan tekið þátt í starfí Fransk-íslenska fé- lagsins Association France/ Islande og á m.a. aðild að málþingi um ísland nútímans, sem haldið verður í Rochefort í Frakk- Iandi 11.-12. október nk. Meðal gesta þar verður Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands. Gérard Alant segir Frakkana, sem hann sendir til íslands, und- antekningarlaust mjög ánægða með dvölina hér. „Þeir skrifa okk- ur bréf og láta ánægju sína í ljós. Sumir koma með ljósmyndir frá íslandi á ferðaskrifstofuna. Marg- ir fara til íslands aftur og aftur og eru orðnir fastir viðskiptavinir okkar," segir hann. Auk ferðanna til íslands og Finnlands hefur ferðaskrifstofa Alants séð um móttöku íslenskra ferðamanna í París og segir hann, að sú þjón- usta njóti vinsælda. Kvennaskák: Chiburdanidze með gott forskot Vínarborg, AP. SOVÉZKI skákmeistarinn Maia Chiburdanidze sigraði í áttundu viðureign þeirra Elenu Aldi- milovskaya í einvígi þeirra um heimsmeistaratitilinn i skák í fyrrakvöld og stefnir því allt í að hún haldi heimsmeistaratign- inni. Að loknum átta fyrstu skákum sovézku skákkvennanna er staðan sú að Chiburdanidze hefur hlotið 6 vinninga gegn 2 vinningum Akh- milovskayu. Þær hafa setið að tafli í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, en nú flyzt mótið til Sovétríkjanna, þar sem seinni átta skákimar verða tefldar. í áttundu skákinni stýrði Chi- burdanidze svörtu mönnunum og gaf Akhmilovskaya taflið eftir 22 leiki. Miðað við gang einvígisins hingað til er ólíklegt að allar átta skákirnar sem eftir eru verði tefld- ar, því sú hlýtur heimsmeistaratign- ina, sem fyrst nær 8,5 vinningum. Sérfræðingum ber saman um að yfirburðir Chiburdanidze hafí verið miklir og að hún muni örugglega halda titlinum. SUMARHÚSAEIGENDUR Á SPÁNI, ATHUGIÐ! Beint leiguflug til Spánar 22. okt. 29. okt. 2.nóv. 21.des. 4.jan.Verðfrákr. 16.900.- Umboö a Islandi fyrir DINERS CLUB FERÐASKRIFSTOFA, FIALLVEIGARSTIG 1, SIMAR 28388 — 28580 intebnational
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.