Morgunblaðið - 28.09.1986, Side 50

Morgunblaðið - 28.09.1986, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Morgunblaðið heimsækir Juventus Fjármál mín eru helsta áhugamálið — segir Michel Platini, Frakkinn hjá Juventus MICHAEL Platini er sennilega þekktasti knattspyrnumaður í heimi. Hann er ekki sértega hár vexti, 177 sentimetrar, grannur og snaggaralegur. „Hann talar bara þegar hann vill,u segja ft- alskir íþróttafréttamenn en hann þykir einstaklega skemmtilegur f tilsvörum „þeg- ar hann vill þaA við hafa“. Platini er 31 árs gamall og þetta er fimmta leikár hans með Juvent- us. Hann er franskur að upp- runa og gerðist atvinnumaður í knattspyrnu áríð 1977. Við hitt- um hann að máli á einni æfingu Juventus fyrir leik liðsins gegn Val í Tórfnó og spurðum hann fyrst hvað hann vissi um fslenska knattspyrnu. „Lítið. Sama sem ekkert. Ég veit að íslendingar léku vel á móti Júgóslövum fyrir tveimur árum.“ — Hvað veistu um land og þjóð? „Eg hef aldrei komið til Islands en veit að það er langt þangað og höfuðborgin heitir Reykjavík." — Hefur þú aldrei heyrt talað um fallegt kvenfólk á íslandi? „Er fallegt kvenfólk þar? Er það? Nú jæja, annars er fallegt kvenfólk alls staðar i heiminum," segir Platini og tekur frekar dökk sólgleraugu niður af nefinu. — Lftur þú á leikinn við Val sem mikilvægan lefk? „Allir leikir eru mikilvægir. Ef við viljum komast langt verðum við að vinna sem flesta leiki og til að vinna úrslitaleik verðum við að vinna undanúrslit og til að vinna undanúrslit verðum við að vinna alla leikina þar á undan og þar með talinn fyrsta leikinn. Þetta leiðir hvað af öðru og mað- ur má aldrei slaka á.“ — Hvað finnst þér um aðdá- endur þína og Juventus? „Vissulega hef ég gaman að því að fólk kemur til mín, sérstak- lega finnst mér vænt um þegar börnin koma til að fá eiginhand- aráritun eða til að taka myndir og ég get gefið mér tíma til að spjalla aðeins við þau. Ef það eru mjög margir í einu getur þetta verið þreytandi til lengdar, ann- ars getur maður ekki farið að gráta þó fólk langi til að tala við mann.“ — Hvað finnst fjölskyldu þinni um alla þessa athygli? „Ég hef reynt að halda henni frá fjölmiðlum en hún er annars orðin vön því að vera ávallt um- kringd ókunnugu fólki, sérstak- lega þegar hún kemur eitthvað með mér." — Áttu einhver áhugamál utan knattspyrnunnar? „Ég einbeiti mér fyrst og fremst að fjármálum mínum og sé um þau í frrtíma þeim sem ég hef. Hér áður fyrr lék ég oft tennis en eftir að ég meiddist í baki varð ég að hætta því." — Hvernig er heilsan núna? „Ég hef átt við meiðsli að stríða í fæti og bjóst jafnvel við að þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús og gangast undir skurðað- gerð. Fyrir nokkrum vikum fékk ég staðfestingu lækna á því að þess þyrfti ekki. Þannig að ég kem til með að leika móti Val, bæði hér í Tórínó og einnig í Reykjavík." Platini á tvö börn, Marine 5 ára og Lui 7 ára, sem hann seg- ir hafa gaman að knattspyrnu. Við spurðum Platini hvort soninn langaði til að feta í fótspor föður- ins. Svarið var stutt og laggott: „Það verður ekki auðvelt!" En langar Platini til þess að Lui feti í hans fótspor? „Hann verður að ákveða sjálf- ur hvað hann gerir. Þetta er hans líf. Mér sýnist hann þó vera búinn að fá mikinn áhuga á knatt- spyrnu. Hingað til hefur honum ekki þótt sérlega mikið til knatt- spyrnunnar koma en áhuginn er að aukast hjá honum." Þegar hér var komið samtali okkar kom til okkar maður, útat- aður í smurolíu, sem Platini heilsaði kumpánlega og spurði hvernig gengi um leið og hann bað manninn um að setja aflm- ikla vél í Fiat Ritmo-bifreið sína. „Bíllinn kemst ekkert áfram svona," segir hann til útskýring- ar. Hann á þó kraftmeiri bíla sem ættu að komast nógu hratt fyrir kappann. Annar er Fiat Uno Turbo og hinn er ekki af verri endanum því það er Ferrari-bíll sem Giovanni Agnelli gaf honum í þakklætis- og virðingarskini í fyrra. Þess má geta að Platini hefur löngum haft gaman að hraðskreiðum bílum og kapp- aksturshetjan franska Alan Prost er náinn vinur Platini. — Nú hefur sést til þín und- anfarið þar sem þú ert einn að æfa eftir að æfingum liðsins lýkur. Hvemig stendur á þessu? „Ég byrjaði seinna að æfa en hinir strákarnir eftir sumarfrfiö þar sem ég var meiddur á fæti. Ég hef einfaldlega verið að vinna upp æfingarnar sem þeir voru búnir með áður en ég hóf æfing- ar. Ég hef æft undir stjórn þjálfar- ans og læknisins en nú er þessu lokið og ég er hættur að æfa einn þar sem ég hef nú náð hin- um strákunum." — Þú ert ekkert hræddur um að missa sæti besta knatt- spyrnumanns heims? „Nei! Ég hef aldrei litið á mig sem besta knattspyrnumann heims og því er ég ekkert hrædd- ur um að missa það sæti. Ég hef gaman að því að leika knatt- spyrnu og hef það að atvinnu á meðan ég get og vil.“ — Vittu koma einhverju á framfæri við íslendinga að end- ingu? „Já, endilega. Komið þið ÖLL á leikinn!" • Platini í leik með Juventus. uiiiip w* iiiintMiiiii, ii*"' ii,'w«— ............. • Marchesi þjálfari Juve sést hér á skotæfingu hjá félaginu. Leikmenn þurfa ekkert eftirlit í einkalffinu — segir Marchesi þjálfari Juventus MARCHESI tók við þjálfun Juv- entus á síðasta ári og nú á komandi keppnistímabili hyggst hann enn einu sinni leiða liðið tij sigurs í rtölsku knattspyrnunni. í ftölskum blöðum var fyrir skömmu haft eftir honum að hann hyggðist nýta betur vara- menn liðsins og láta þá leika meira en hann hafi gert hingað til. Hann var fyrst spurður hvern- ig honum þætti liðsheildin hjá Juventus. „Eins og í fyrra. Liðið er sam- hent og ábyrgðarfullt." — Hvað veist þú um íslenska knattspyrnu? „Ég verð nú að viðurkenna að það er afskaplega lítið. Ég sá þó Ásgeir Sigurvinsson leika með Stuttgart í V-Þýskalandi fyrir tveimur árum og hann er mjög góður. Einnig veit ég að ráðherra frá íslandi var einu sinni atvinnu- maður í knattspyrnu og hann er Valsari. Þetta er nú allt og sumt." — Nú fer liðið alltaf saman til Villar Perosa í 50 kfiómetra fjar- lægð frá Tórínó daginn fyrir heimaleik. Hvernig stendur á því? „Það er til að undirbúa leikina sem best. Þetta hefur reynst vel og skilað góðum árangri. Við eig- um hús þarna og förum allir saman, ræðum leikinn, borðum saman og hvílum okkur. Þangað koma engir aðrir en leikmenn, þjálfari, læknir og nuddari þannig að við getum einbeitt okkur betur að því sem við erum að gera.“ Marchesi tjáði fréttaritara að sumarleyfi leikmanna væri 30 dag- ar og liöið hefði hafið æfingar þann 23. júlí síöastliðinn eftir heims- meistarakeppnina í Mexíkó. Ætli þeir fylgist með leikmönnum sínum í sumarleyfinu? „Nei alls ekki!" — En eru einhverjar ákveðnar reglur fyrir leikmenn í einkalífi þeirra? „Nei, þeir vita sjálfir hvað þeim er hollast og því þurfa þeir ekkert eftirlit eða aðhald utan leikvallar- ins.“ — Nú hefur þú nýverið tekið við þjálfun liðsins. Hvernig tilfinn- ing er það að taka við þjálfun eins besta knattspyrnufélags heims? „Það er uppörvandi. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir liðinu. Þetta er mjög mikil vinna og ég vona að ég eigi eftir aö sjá árang- ur af starfi mínu áður en langt um líður. Mér líður ákaflega misvel þegar liðið leikur. Það er ekki satt sem stundum hefur verið látið í veðri vaka að við sem sitjum á varamannabekknum séum að ein- hverju, leyti ekki eins tengdir leiknum og þeir sem eru inná. Við myndum allir eina heild og finnum allir fyrir því þegar leikið er. Þetta tekur stundum ansi hressilega á taugarnar," segir Marchesi um leið og hann kveikir- í vindilstúf sem hann hafði haft í munninum þó svo dautt væri í honum. — Heldur þú fundi með liðinu utan æfinganna? „Við hittumst á hverjum degi þó formlegir fundir séu sjaldan haldnir nema þá með stjórn félags- ins þegar eitthyað sérstakt er á döfinni. Stundum eru þó haldnir liðsfundir með lækni liösins, ann- ars ræðum við flest okkar mál á æfingum, á undan þeim eða eftir," sagði Marchesi að endingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.