Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 66

Morgunblaðið - 28.09.1986, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framtíðarstarf Stór opinber stofnun óskar að ráða fulltrúa. Viðkomandi þarf að geta ferðast mikið til ýmissa staða á landinu. Góð bókhaldskunn- átta, t.d. Verslunar- eða Samvinnuskólapróf, æskileg. Umsóknir sendist augldeild Morgunblaðsins fyrir 6. október merktar: „F — 1840“. Sölumaður Bifreiðaumboð óskar eftir vönum sölumanni í sölu á nýjum bifreiðum. Leitum eftir traust- um og áhugasömum manni með góða enskukunnáttu. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 4. okt. merktar: „B — 532“. Málmiðnaðarmenn Óskum að ráða vélvirkja, rennismiði, rafsuðu- menn og aðstoðarmenn. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf., Skeiðarási, Garðabæ, sími52850. Sálfræðingur óskast nú þegar til afleysinga við Sálfræði- deild skóla (Hólabrekkuskóla). Upplýsingar í síma 77255 og 621550. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Tjarnargötu 20. Skrifstofustarf Ritari vanur vélritun með góða kunnáttu í íslenzku óskast til starfa í opinberri stofnun hálfan eða allan daginn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. merktar: „Skrifstofustarf — 1938“. Félagsmálaráð Garðabæjar Starfsmaður, með eða án fóstrumenntunar, óskast 1. október á dagheimilið Kirkjuból. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 656322. Afgreiðslustörf handavinna Við viljum ráða stúlku til afgreiðslustarfa. Starfið er hlutastarf. Umsóknir sendist augldeild Mbl. fyrir 4. októ- ber merktar: „Hannyrðadeild — 533“. SJÁLFSBJÖRG félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni Sjúkraþjálfari óskast Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar, Akureyri, óskar að ráða sjúkraþjálfara nú þegar eða eftir samkomulagi. Húsnæði til staðar. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eða yfirsjúkraþjálfari í síma 96-26888. Heildsali/ Umboðsaðili Óskum eftir að ráða heildsala/umboðsaðila til að taka í einkasölu Siroflex garðúðara og P.V.C. tengi. Nánari upplýsingar veittar skrif- lega á dönsku eða ensku. Siroflex Scandinavia, Smydegaardsalle 18, Postboks 9, Dk-8340 Malling, Danmörk. Markaðsstjóri hjá Útsýn hf. Ferðaskrifstofan Útsýn hf. leitar að markaðs- stjóra einstaklingsdeildar. Leitað er að öflugum starfsmanni, karli eða konu sem hefur til að bera: - reynslu/þekkingu á sviði markaðsmála og sölustarfa. - dugnað, áhuga og metnað til að ná árangri. - hæfileika til að umgangast fólk - sam- starfsfólk og viðskiptavini. - hugmyndaflug. - viðskiptavitund. - hæfileiki til að vinna sjálfstætt með það fyrir augum að taka að sér verkefni og leiða þau til lykta. Fyrir hæfan mann eru í boði góð launakjör, líflegt ábyrgðarstarf og miklir framtíðar- möguleikar í traustu fyrirtæki. Umsóknir/fyrirspurnir sendist augldeild Mbl. fyrir 7. október merkt: „Markaðsstjóri - 8175“. Með allar umsóknir/fyrirspurnir verður farið sem algjört trúnaðarmál og öllum verður svarað. RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Barnaspítali Hringsins Hjúkrunarfræðingar athugið Okkur vantar hjúkrungarfræðinga á fastar næturvaktir á barnadeild 1 og vökudeild. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða í vaktavinnu. Við bjóðum góða starfað- lögun og stefnum að einstaklingshæfðri hjúkrun. Upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 29000 — 285. Reykjavík, 28. september 1986. Ríkisspítalar. RÍKISSPÍTALAR iausar stödur Starfsmenn óskast til starfa á dagheimilum. Dagheimilið Litlu-Hlíð,við Landspítala Upplýsingarveitirforstöðmaður, sími 29000. Dagheimilið Sólhlíð,við Kleppsspítalann. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 38160. Reykjavík, 28. sept. 1986. RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Starfsmenn óskast til starfa á eftirtaldar deildir: Eldhús. Starfsmenn vanir eldhússtörfum óskast í eldhús Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona, sími 29000-491. Kópavogshæli. Starfsmenn óskast til starfa á deildum og til ræstinga. Upplýsingar veitir forstöðumaður svo og ræstingastjóri sími 41500. Landspítali. Starfsmenn óskast til ræst- inga og starfa í bítibúri. Upplýsingar veitir ræstingastjóri sími 29000-494. Reykjavík 28. sept. 1986. Tannfræðingur eða sjúkraliði óskast nú þegar eða síðar til aðstoðar við tannréttingar. Skriflegar umsóknir með upp- lýsingum um aldur, heimili og fyrri störf leggist inn á augld. Morgunblaðsins ásamt mynd merktar: „P — 1632". Framtíðarstarf. LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á nokkrar deildir spítalans. M.a. handlækningadeild III, barnadeild og krabbameinslækningadeild. Getum boðið skóladagheimili og útvegað húsnæði skammt frá Landspítalanum. Reykjavík, 28. september 1986. Ríkisspítalar. RÍKISSPÍTALAR lausar stödur Fóstrur óskast til starfa á eftirtaldar deildir: Dagheimilið Litlu-Hlíð Dagheimilið er ein 14 barna deild. Upplýsingar veitir forstöðumaður sími 29000-667. Dagheimilið Sunnuhlíð, á 3ja-5 ára deild. Vaktavinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 38160. Matartæknar óskast til starfa í eldhúsi Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðskona, sími 29000-491. Röntgentæknar óskast til starfa í dagvinnu á krabbameins- lækningadeild Landspítalans. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunardeildarstjóri — sími 29000. Reykjavík 28. sept. 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.