Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Morgunblaðið/Þorkell Stúdentsefni bregða. á leik JÓLAPRÓF nálgast nú í framhaldsskólum lands- hófu upplestrarfrí sitt með slíkri uppákomu í ins með tilheyrandi ærslum tilvonandi stúdenta, gærdag og var meðfylgjandi mynd tekin við það sem á þeirra máli kaliast „dimission". Verðandi tækifæri. stúdentar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð Styrktarfélag íslensku Operunnar: Hundrað nýir félagar bættust við - Árangur sýningarinnar á II Trovatore SÝNING á óperunni II Trova- tore í sjónvarpinu hefur vakið mikla athygli og hafa 100 nýir meðlimir bæst í hóp Styrktarfé- lags Óperunnar, og féiaginu verið gefnar gjafir í þessu tii- efni. Að sögn Ingunnar Bjömsdóttur skrifstofumanns hjá íslensku oper- unni eru menn enn að hringja ails staðar að af landinu til að gerast meðlimir í Styrktarfélaginu. Félag- ið hefur verið starfrækt í 5 ár, frá stofnun óperunnar. Upphaflega voru meðlimir Styrktarfélagsins 1500, en Ingunn sagði að eingöngu 400 hefðu borgað árgjöldin frá upphafi. Félagsgjöld hækkuðu úr 800 krónum í 1200 fyrir þetta starfsár og sagði Ingunn að til stæði að efla Styrktarfélagið, en 200 krónur af hveiju árgjaldi renn- ur beint til félagsins. Ætlunin er að gefa út fréttablað, útvega óperumyndbönd og ýmislegt fleira. „Félagar fá forkaupsrétt á þijár fyrstu sýningamar á þeim óperum sem em teknar til flutnings. Þá fá þeir 15% afslátt á tónleika og fleira þessháttar sem haldið er á vegum íslensku Ópemnnar." St}rrktarfélaginu barst einnig 10 þúsund króna peningagjöf og Jó- hannes Geir gaf félaginu málverk. Lést af slysf örum Maðurinn sem lést af slysfömm á Hótel KEA á Akureyri aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember síðast- liðinn hét Jóhann Pálsson, til heimilis að Skaftahlíð 28 Reykjavík. Hann varfæddur 15.janúar 1952. Hrapaði til bana í Drangaskarði HOLLENSKA stúlkan Karen Van Der Sten fannst látin í Dranga- skarði við Norðfjörð á þriðjudags- morgun. Hún starfaði sem sjúkraliði við Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað, þar sem meðfylgj- andi mynd var tekin. Hún var 23 ára gömul, frá bænum Waddinx- veen í Hollandi. Bókasalan ekki byrjuð Að SÖGN bóksala er jólabóka- vertíðin ekki hafin. Saia hefur þó aukist í kynningar og upplýs- ingarbókum um ísland. Haft var samband við þrjár bóka- verslanir. Bóksölum bar saman um að bóksala væri þó hafín í kynning- arbókum um Island á ensku, en bóksalamir bjuggust ekki við að jólabókasalan hæfíst fyrr en eftir 1. desember „og mest verður að gera rétt fyrir jólin." Þingflokkur Framsóknarflokksins: Mælir með að Búnaðarbank- inn yfirtaki Utvegsbankann ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins samþykkti á fundi sínum í gær, að mæla með því að Búnaðarbankinn yfirtaki Ut- vegsbankann. Þessi samþykkt gengur þvert á yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins um stofnun öflugs einkabanka, samkvæmt tillögu Seðiabankans. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þingflokkurinn hefði samþykkt ályldun þar sem mælt er með því að Búnaðarbankinn yfírtaki Ut- vegsbankann og í ályktuninni væri nánar kveðið á um hvemig að þeirri framkvæmd skuli staðið. Páll sagði að Framsóknarmenn teldu þennan kost ódýrari og áhættuminni en þann að sameina Verslunarbank- ann, Iðnaðarbankann og Útvegs- bankann. Hann lagði á það áherslu, að með þessari samþykkt væru Framsóknarmenn ekki að leggjast gegn sameiningu einkabanka og sagði að þeir hefðu ákveðnar hug- myndir um hvemig að sameiningu einkabankanna skuli staðið. Aðspurður um hvort hann teldi að pólitísk samstaða gæti orðið milli stjómarflokkana um þessar tillögur Framsóknarmanna kvaðst Páll vona að svo yrði. „Við munum leggja þessar tillögur fyrir ríkis- stjómina og ég er bjartsýnn á að samstaða, eða einhvers konar mála- miðlun að minnsta kosti, náist á milli stjómarflokkanna í þessu rnáli," sagði hann. Þá ákvað þingflokkur Alþýðu- bandalagsins í gærkveldi að styðja þessa afstöðu þingflokks framsókn- armanna, þar sem hann taldi þá aðgerð ódýrari en aðrar. Kirkjuþing samþykkir: Endurskoðun á reglu- gerð og starfsháttum Hj álpar stofnunar innar IEFND sem skipuð var á Kirkju- ingi til að fjalla um málefni Ijálparstofnunar kirkjunnar kilaði álitsgerð sinni í gær. 'ingið samþykkti að fela Kirkju- áði að skipa þriggja manna efnd sem ber að endurskoða ildandi reglugerð um skipan og tarfshætti stofnunarinnar. Ráð- í mun leggja tillögur hennar yrir aðalfund HjáJparstofnunar- ínar sem haldinn verður um liðjan janúar á næsta ári. Harm- ð er hvemig komið er í málum tofnunarinnar, og þeir átaldir em staðið hafa að „ómaklegum ðdróttunum" í garð manna sem innið hafa í þágu málefnisins. Nefndin hélt fimm fundi og kall- ði fyrir sig þá aðila sem tengjast lálinu á einn eða annan hátt, fram- væmdastjóra og framkvæmda- iefnd Hjálparstofnunar, rannsókn- mefnd kirkjumálaráðherra, endur- koðanda stofnunarinnar og stjóm- rformann. í samþykkt þingsins em tilmæli 1 stjómar Hjálparstofnunar. Þar “gir orðrétt: „Þingið beinir því til ðalstjómar Hjálparstofnunar að •am til aðalfundarins verði reynt ð standa við skuldbindingar stofn- narinnar [og] hafíst verði taí'ar- •ust handa um úrbætur samkvæmt Rrlýsingu stjómarinnar frá 10. nóvember 1986.“ Nokkar umræður spunnust um niðurlag setningarinn- ar, því ekki vom allir á einu máli um hvort yfirlýsing stjómarinnar væri gild eftir síðustu atburði. Til- laga um að sleppa setningarhlutan- um var felld. Þar sem Erling Aspelund, form- aður stjómar Hjálparstofnunar hefur sagt af sér er biskupinn yfír íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson varaformaður stjómarinnar oddviti hennar. í samtali við blaðamann sagði Pétur að hann myndi boða fund í stjóminni í næstu viku til að kjósa nýjan formann. Undir for- ystu nýs formanns yrði síðan bmgðist við tilmælum Kirkjuþings. Á stjómarfundinum verður einnig tekin ákvörðun um hvort auglýst verði eftir framkvæmdastjóra og starfsmönnum Hjálparstoftiunar í stað þeirra sem nú hafa sagt upp starfí. Hallgrímskirkja: Uppselt á Sálumessu Mozarts UPPSELT er á Sálumessu Mozarts, sem flutt verður í Hallgrímskirkju næst- komandi sunnudag. Ákveðið hefur verið að endurflytja verkið á mánu- dagskvöldið klukkan 20.30. Flutningur Sálumessunar em fyrstu opinbem tónleikar sem haldnir em í Hallgríms- kirkju. Flytjendur em Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvarar era Sigríður Gröndal, Sigríður Ella Magn- úsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sigmundsson. Bolungarvík: Hald lagt á tvær fíkniefnasendingar Bolunorarvík. ^ * Bolungarvík, Á SÍÐASTLIÐNUM tveimur vik- um hefur lögreglan hér í Bolung- arvík Iagt hald á tvær sendingar, sem komið hafa með áætlunar- flugi Flugleiða og haft að geyma fíkniefni. Eigendur þessara sendinga voru i báðum tilfellum aðkomumenn. Menn hér um slóðir em slegnir óhug við þessi tíðindi enda bæjarbú- ar talið sig vera nokkuð lausa við þennan ófögnuð hingað til. Upp komst um þessar fíkniefnasending- ar vegna góðrar samvinnu lögreglu við aðra heimamenn og með dyggri aðstoð fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík. Þessi mál em nú að fullu upplýst. í tilefni af þessum atburð- um mun lögreglan hér í Bolung- arvík verða enn betur á varðbergi gagnvart öllum hugsanlegum leið- um, sem þetta fólk gæti komið til með að nýta sér. Gunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.