Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
Flórenspistill
Séð yfir Flórens
eftir Bergljótu
Leifsdóttur
Borgin Flórens er i Toskahérað-
inu, sem er einna þekktast fyrir
Chianti-rauðvínin. Flórens er inní
miðju landi og er umkringd flöllum
og í gegnum hana rennur áin Amo.
Þann 4. nóvember 1966 flæddi
Amo yfir bakka sína og náði vatns-
hæðin hátt upp á 1. hæð húsa hér
í miðbænum. Hundruð listaverka
og yfir milljón gamalla bóka urðu
fyrir miklu tjóni að ógleymdu vants-
Ijóni á húsum og verslunum.
Vatnsflaumurinn varð mestur um
miðja nótt, svo það voru fáir á ferli
utandyra, svo enginn mannskaði
varð. Þó 20 ár séu liðin óttast Flór-
ensbúar enn að áin láti til skarar
skríða, en þetta var versta flóðið
af jjeim 50, sem orðið hafa.
I Flórens búa um 440 þúsund
manns, en íbúafjöldi Flórenshéraðs-
ins er 1,2 milljónir. Þetta er róleg
og mjög falleg borg. í miðbænum
era gamlar, háar byggingar og
götumar þröngar. Umferðarþungi
er mikill og vilja margir Flórens-
búar láta loka miðbænum fyrir
bflaumferð vegna mengunar, sem
stafar af bflunum.
Dómkirkjan er eitt aðaltákn Flór-
ensborgar. Hún rúmar 20.000
manns. Bygging hennar hófst árið
1296 og lauk á seinni hluta 15.
aldar. Framhliðinni var þó ekki að
fullu lokið fyrr en á 19. öld. Þá er
næst að nefna Uffízi-listasafnið,
sem hefur að geyma helstu ítölsku
og evrópsku listaverkin frá
1300—1800. í Flórens era um 40
söfn og 24 kirkjur, sem hafa sögu-
lega þýðingu, svo af nógu er að
taka fyrir listunnendur.
Annað mjög merkilegt listasafn
er Palazzo Pitto (Pitti-höllin). Þar
bjó Medice-fjölskyldan frá 1549 og
frá 1865—1871. Var þetta konung-
leg höll hinnar sameinuðu ítalfu.
Þetta er listaverkasafn. Á bak við
höllina er Boboli-garðurinn, stór og
gullfallegur garður. Rétt fýrir neð-
an Palazzo Pitto er Ponte Vecchio
(Gamla brúin). Á brúnni era skart-
gripaverslanir.
Matargerðarlistin er frábær
héma, enda hugsa Flórensbúar
mikið um mat og era máltíðir oft
3—5 rétta. Það er stundum sagt,
að það sem Flórensbúar lifi fyrir
sé góður matur, fín föt og fínir
bflar. Yfirleitt hafa Flórensbúar það
gott Qárhagslega séð, þrátt fyrir
að Flórens sé ein af dýrastu borgum
ítalfu.
Flórens er mikil ferðamannaborg
og er einn stærsti hluti ferðamann-
anna Bandaríkjamenn, en þar sem
þeir létu ekki sjá sig í sumar vegna
ótta við hryðjuverk og flugvélarán
varð mikill samdráttur í ferða-
mannaiðnaðinum og er þetta
áhyggjuefni héma og segja sér-
fræðingar, að það eigi eftir að taka
nokkur ár að fá Bandarfkjamennina
hingað aftur. Lúxushótelin fóra
einna verst út úr þessu, þar sem
Bandaríkjamenn era aðalviðskipta-
vinir þeirra. Flórens hefur ekki
aiþjóðlegan flugvöll og er sá næsti
f Pisa, en nú vilja Flórensbúar fá
flugvöll í héraðið á næstu áram.
Loftslag hér er frekar rakt. Sumrin
era mjög heit, þetta 30—40 stig á
Celsius, og í ágúst flytja Flórens-
búar sig um set og fara upp til
flalla eða á strendumar. Haustið
var frekar gott og það var hægt
að fara f sjóinn fram í byijun októ-
ber. Strendumar, sem era næst
Flórens, era í nágrenni við Pisa og
era um 100 km þangað.
í kringum 25. október tók að
kólna svo að úr varð úlpuveður. Þó
það sé 10—15_stiga hiti er það eins
og 5 stig á íslandi. Hér er ekki
byijað að kynda í íbúðarhúsnæði
fyrr en 1. nóvember, svo ég
hríðskalf innan dyra í viku, en
ítölunum fannst skrýtin sjón, að sjá
sjálfan Norðurpólsbúann með
glamrandi tennur. Spáin fyrir vet-
urinn er ekki góð. Spáð er svipuðum
vetri og var í janúar 1985, en þá
snjóaði í fyrsta skipti f Flórens í
15 ár og frostið komst í 22 stig.
Þá var það, sem ísland komst á
forsíður dagblaðanna og í sjón-
varpið, og var sagt að á meðan það
væri 22 stiga frost í Flórens væri
10 stiga hiti á íslandi.
Fatahönnuðimir hafa gert sínar
ráðstafanir og era allir jakkar og
skór loðfóðraðir og peysur, pils og
buxur allar úr ull.
Ökumennimir ætla að mæta
snjónum á Range Roveram og öðr-
um tegundum af jeppum.
ísland komst eðlilega í fréttimar
héma, þegar Reagan og Gorbachev
hittust í Reykjavík. Á hveiju kvöldi
var bein útsending í ftalska sjón-
vaipinu frá Reykjavík og kynning
á Islandi vikumar fyrir fundinn.
Blöð létu ekki sitt eftir liggja og
var oft ansi skondið, sem þar var
skrifað. Sögðu þau, að þar sem við
hefðum hætt útsendingum frá
bandaríska sjónvarpinu (Keflavík-
ursjónvarpinu) þá vissum við ekki
hvað Dallas eða Kojak væra og þar
fram eftir götunum.
ítalska pressan gerði mikið úr
kuldanum á íslandi og var einn
daginn svohljóðandi fyrirsögn í einu
af víðlesnustu blöðunum: „Á kuld-
inn á íslandi að bræða klakann á
milli Reagan og Gorbachev?" í ný-
útkomnu hefti tímaritsins „Isole“
(Eyjamar), sem gefið er út í
120.000 eintökum, er 14 blaðsíðna
grein um ísland. Er þetta ágæt
grein og mjög ítarleg. Rakin saga
þjóðarinnar og talað um framfarim-
ar í ferðamálum sfðustu 15 árin.
Þar er rætt um, að við eigum elsta
löggjafarþing Evrópu, Alþingi, og
hvað við séum mikil menningar- og
bókmenntaþjóð og minnst á þá stað-
reynd, að fyrsti kvenforseti heims,
sem kjörinn var í almennri kosn-
ingu, sé forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir. í greinarlok er
ítalsk-íslenskt orðasafn og fannst
mér gaman að sjá: „Hér finnst mér
dásamlegt að vera“ og „Ég skemmti
mér dásamlega."
Undanfamar vikur hefur verið
mikið um tónleikahald héma í Flór-
ens. Jackson Browne hélt hér
tónleika 22. október, og 4. nóvem-
ber komu Eurythmics.
10. og 11. nóvember heldur
Spandau Ballet tónleika hér í borg.
Enn er þess að geta, að Frank Sin-
atra hélt tónleika í Mflanó, í höll
fatahönnuðarins Trassardi, þann
27. september sl. Hann ætlar að
halda aðra tónleika í Róm næsta
vor. Frank Sinatra er af ítölskum
upprana, foreldrar hans vora ítalsk-
ir innflytjendur í Bandarikjunum.
Þessir tónleikar vora mjög vel
heppnaðir og var þeim sjónvarpað
beint.
Miðinn á tónleikana í Mflanó
kostaði um 7.500 íslenskar krónur,
svo það var aðeins ríkasta fólkið,
sem sótti þá.
Jóhannes Páll páfi II heimsótti
Flórensborg þann 18. og 19. októ-
ber og messaði í nokkram kirkjum
og einnig á knattspymuleikvangin-
um. Hann ok einnig um götur
borgarinnar og veifaði mannfjöld-
anum. Fékk ég þá tækifæri til þess
að sjá hann með eigin augum.
Þá læt ég lokið þessum frétta-
pistli mínum frá helstu lista- og
menningarborg Evrópu.
Rokkandí leíkfími
„Konur eru
ómissandi“
Kvlkmyndlr
Arnaldur Indriðason
í úlfahjörð (Les Loups Entre
Eux). Sýnd í Stjörnubfó.
Stjömugjöf: X
Frönsk. Leikstjóri: Jose Gio-
vanni. Helstu hlutverk: Claude
Brasseur, Bemard-Pierre
Donnadieu, Jean-Roger Milo,
Jean-Hughes Anglade og Ed-
ward Meeks
Það er ósjaldan sem maður
veltir því fyrir sér á þessri frönsku
hasarmynd hvort maður eigi að
taka hana alvarlega eða hvort hún
sé að gera grín að þeim formúlu-
myndum, sem hún á rætur sínar
að relq’a í og þeim týpum, sem
þær geyma. Og jafnvel eftir að
ljóst er að henni er full alvara er
samt hægt að hlægja að henni.
Til dæmis er ein af hetjum
myndarinnar sérfræðingur í Clint
Eastwood enda era Frakkar hrifn-
ir af honum; þessi bítur saman
tönnum, pírir augun og vitnar í
Kóraninn á milli þess sem hann
myrðir. í atriði, sem skotið er inn
í myndina eins og auglýsingu sest
hann hjá beram kvenmanni horfír
í myndavélina og segin Konur era
ómissandi.
í myndinni er amerískum hers-
höfðingja rænt af Rauðu herdeild-
unum og þegar önnur hetja er að
tala um að allir þeir, sem herdeild-
imar ræni, brotni niður fyrr eða
síðar, bætir hann við, „meira að
segja hershöfðingi frá West Po-
int,“ eins og þaðan komi fljúgandi
Atriði úr myndinni
hálfguðir. Einn úr hetjuhópnum,
sem fenginn era til að bjarga
hershöfðingjanum úr klóm hryðju-
verkamannanna er klettaklifrari,
sem á systur sem stungið var í
fangelsi í Nepal fyrir að klífa
heilagt fjall.
Björgunarmennimir eru annars
flestir valinkunnir sæmdarmenn
og þeir hafa allir ákveðnu og
merkilegu hlutverki að gegna í
björgunarleiðangrinum. Einn tal-
ar t.d. við hunda. Saman vinna
þeir bug á herdeildarliðum af karl-
mennsku og leikvi sem Rambó,
guðfaðir þeirra, væri stoltur af.
Það er lítil hugsun í þessari
undarlegu samsuðu og eftiröpun
á amerískum hetjumyndum. Það
besta við hana er klettaklifrarinn.
Listir hans taka öllu öðra fram.
En það nægir bara ekki. Þetta
hefði á hinn bóginn getað orðið
ágætis grínmynd.
Taktu því rólega (Take it Easy).
Sýnd í Bíóhúsinu. Stjörnugjöf:
☆
Bandarísk. Leikstjóri: Albert
Magnoii. Evan Archerd og Jeff
Benjamin. Framleiðandi: Ro-
bert Shaffel. Tónlist: Alan
Silvestri. Kvikmyndataka: Don-
ald E. Thorin. Helstu hlutverk:
Mitch Gaylord, Tiny Wells, Ja-
net Jones og Michael Pataki.
Það er meiri stfll yfír þessari
mynd en einfeldingsleg persónu-
bygging og slagpur söguþráður
stendur undir. Á meðan maður
nýtur hins mjúka orangelitar,
rokktónlistarinnar og spennandi
fimleikanna, getur maður geispað
yfir fjölskyldudramanu og ástar-
sögunni, sem er rammi myndar-
innar.
Og aðalleikaramir era mun
betri á slánni eða í gólfæfingum
en í leiklist. Enda verður ekki á
ailt kosið. Þessi annars tilfinning-
aríka sportmynd á sjálfsagt rætur
að rekja til ólympíuleikanna í Los
Angeles 1984 og áhugans sem
ríkti á íþróttum í Bandaríkjunum
vegna þeirra. En auk þess að vera
um fimleika er hún um togstreitu
á milli föðurs og sonar, sem hvor
um sig telur sig hafa brugðist
hinum; faðirinn af því hann missti
vinnuna en sonurinn af því hann
hætti í íþróttum þegar hann gat
náð langt í þeim. Verðlaunabikar-
amir hans safna kóngulóarvefum
á hillunni. Það þarf hins vegar
ekki nema ný stelpa að byija í
fimleikum í bænum til að hann
byiji upp á nýtt og saman æfa
þau til að komast í landslið Banda-
ríkjanna um leið og þau verða
skotin hvort í öðra.
Framsetningin er svo gamal-
kunn og metnaðarlaus að maður
fer ekki að hafa gaman af mynd-
inni fyrr en undir lokin þegar
fimleikakeppnin fer fram og þótt
hetjur okkar nái takmarki sínu
eins og venjulega lítur það út eins
og það sé verðskuldað í þetta
sinnið.
Fram að því snýst allt um pab-
ban og soninn og soninn og
stelpuna. Togstreita á milli feðga
er vinsælt efni í ameriskum kvik-
myndum. í þessari tala þeir aldrei
saman, þeir öskra saman og
manni finnst þeir báðir jafnvit-
lausir. Mamman skiptir litlu máli
og litli bróðir er að gefast upp á
þessu. Annars er ekki margt um
þessa mynd að segja. Hún gleym-
ist fljótlega eins og flestar hinar
unglingamyndimar.
Mitch Gaylord og Janet Jones í hlutverkum sínum í myndinni,
Taktu því rólega.