Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Ólögleg ávana- og fíkniefni — staða, þróun og aðferðir eftir Ómar Krist- mundsson Um síðastliðin áramót gaf dóms- og kirkjumálaráðuneytið út skýrslu um ólögleg ávana- og fíkniefni. Þar voru birtar niður- stöður úr rannsókn sem gerð var 1984-85. Skýrsla þessi hefur ekki fengið mikla athygli fjölmiðla og til að gera bragarbót á því birtast hér þijár greinar um stöðu, þróun og aðgerðir í ávana- og fíkniefna- málum, sem byggja að miklu leyti á niðurstöðum hennar (1). í fyrstu tveimur greinunum verður m.a. gerð tilraun til að svara eftirfar- andi spurningum: 1. Hvaða aðferðum er beitt við rannsóknir á ávana- og fíkniefna- neyslu? 2. Hvemig skiptast neytendur ólöglegra fíkniefna eftir neyslu- tíðni? 3. Fer neysla ólöglegra ávana- og fíkniefna í vöxt hjá ungu fólki? 4. Hefur þeim flölgað sem leitað hafa aðstoðar vegna neyslu ólög- legra fíkniefna? 5. Hafa menn látist af völdum ólöglegra ávana- og fíkniefna? 6. Er meira framboð fíkniefna hérlendis en áður og sterkari efni á boðstólum? 7. Standa „hvítflibbar" að ein- hveiju leyti bak við innflutning og dreifingu fíkniefna? 8. Hefur neysla ólöglegra fíkni- efna í nágrannaríkjunum aukist? í síðustu greininni verður rætt um löggjöf og refsiframkvæmd í ávana- og fíkniefnamálum á ís- landi, þróun hennar og einkenni. Rannsóknir á neyslu ólöglegra fíkniefna Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skoða hvaða að- ferðum hægt er að beita við athugun á neyslu ólöglegra fíkni- efna og afleiðingum hennar og stöðu slíkra athugana hér á landi. Algengastar eru eftirfarandi að- ferðir: 1) Neyslukannanir með spuminga- listum hafa verið áberandi við áætlun (heildar)neyslu áfengis og ólöglegra ávana- og fíkniefna hjá ákveðnum aldurshópum, sérstak- lega unglingum. Þessi aðferð hefur ýmsa kosti og hún er tiltölu- lega auðveld í framkvæmd. Spumingar eru samdar með hlið- sjón af ákveðnum vfsbendingum eða kenningum. Þær eru flestar lokaðar og svör fyrirfram flokkan- leg. Úrvinnslan er auðveld og niðurstöður eru í formi hundraðs- hluta, sem auðvelt er að bera saman við fyrri kannanir. Einnig er athugað hvort tölfræðilegt sam- band sé milli ýmissa svara við einstökum spumingum. Með þessu móti er hægt að greina einkenni neysluhópsins. Hún er ódýr í fram- kvæmd. Slíkar kannanir eru hæfari til innbyrðis samanburðar en aðrar vegna þess hve algengar þær em. Helstu gallar þessarar aðferðar em vanskráning, brott- fall og fámenni neysluhóps. Vanskráning vísar til skekkju í ákveðna átt, þeir sem neyta efn- anna svara ekki sannleikanum samkvæmt. Búast má við, að ákveðinn hluti svari í samræmi við félagslegar væntingar, sérstak- lega unglingar, aðrir átti sig á, að með því að svara rétt stuðli þeir að ráðstöfunum, sem muni skaða þá (t.d. ef niðurstaðan úr könnuninni yrði sú, að herða þyrfti eftirlit). Þetta er sérstaklega at- hugunarvert þegar spurt er um neyslu ólöglegra fíkniefna, þ.e. spurt er um lögbrot. Brottfall er vandamál í póstkönnunum. Það snýst um hvort svör þeirra 50-80% sem svara könnuninni spegli rétti- lega heildarhópinn og hvort brottfallshópurinn sveiji sig frá hinum, t.d. í neyslu. Þriðji gallinn er fámenni neysluhóps. í könnun- um, þar sem handahófsúrtak er tekið, em þeir fáir sem viðurkenna tiltölulega sjaldgæft atferli, eins og t.d. neyslu ólöglegra fíkniefna. Aðrar aðferðir verður að nota til að áætla fjölda heróín-, kókaín- og sprautunotenda. Það er fýrst og fremst neysla á útbreiddustu efnunum, kannabisefnum og e.t.v. amfetamíni, sem hægt er að al- hæfa um með sæmilegu öryggi. Þessi atriði geta dregið úr ályktun- argildi spumingalistakannana. Almennt er talið, að hægt sé að fækka þessum göllum með langtímakönnunum, með því að leggja fyrir svipaða spumingalista t.d. á tveggja ára fresti, þar sem gallamir og áreiðanleikinn em að öllum líkindum hliðstæðir frá ein- um tima til annars. 2) Til að ná beint til þeirra sem neyta fíkniefna em svokallaðar einstaklingskannanir eða „case-finding“ aðferðir (í flest- um tilfellum viðtalskannanir) notaðar. Leituð em uppi tilvikin, þ.e. neytendumir, t.d. heróínneyt- endur í ákveðnum hverfum stór- borga og upplýsingum safnað um þá. 3) Algengt er að notast við töl- fræðigögn. Þau era fyrst og fremst tvenns konar: A. Tölur um brot gegn fíkni- efnalöggjöf (t.d. upplýsingar um §ölda handtekinna manna, upplýs- ingar um það magn sem lagt hefur verið hald á af fíkniefnum, upplýs- ingar um fjölda upplýstra brota o.s.frv.) Almennt má segja að með því að meta þróun fíkniefnaneyslu eftir fjölda skráðra fíkniefnabrota, er gengið út frá fylgni milli duldra fíkniefnabrota (þ.e. neyslu, sölu, innflutnings o.s.frv.) og skráðra eða upplýstra. Þetta er þó var- hugavert. Sérstaða fíkniefnabrota felst í fýrsta lagi í því að lögreglan leitar að lögbijótunum, brotin em í fæstum tilfellum tilkynnt. Lög- reglan lítur m.a. eftir ákveðnum hópi manna, sem hefur áður verið gmnaður eða dæmdur fýrir fíkni- efnabrot. Eftirlitið er því bundið ákveðnu vali. í öðm lagi er tilvilj- unum háð, hvað margir tengjast hveiju máli, getur það farið t.d. eftir starfsaðferðum toll- og lög- gæslu og samheldni brotahópsins. I þriðja lagj minnkar áreiðanleik- inn við ítrekanir, þ.e. hvað hver og einn brýtur oft af sér. I fjórða lagi skipta vemlegu máli ýmsir þættir, sem hafa áhrif á hvað toll- og löggæsla gerir mikið af efnum upptæk. B. Tölur um sjúklinga og aðra sem koma til meðferðar eða ráðleggfingar (t.d. tölur um inn- lagnir á geðdeildir, áfengisdeildir eða meðferðarstofnanir hvers kon- ar, upplýsingar um eitranir og dauðsföll af völdum ávana- og fíkniefna). Eðlilegt er að álíta, að upplýsingar um fíkniefnaneytend- ur, sérstaklega þá sem neyta þeirra í miklum mæli, sé að fínna bæði á heilbrigðisstofnunum og félagsmálastofnunum. Þessi gögn segja lítið um raunvemlegar breyt- ingar á fjölda neytenda, en geta hins vegar verið nothæfur mæli- kvarði á hvað vandinn er stór og hvernig bmgðist er við honum. Á íslandi hefur verið skortur á marktækum og samræmdum rannsóknum á sviði ólöglegra fíkniefna. Segja má þó að árið 1984 hafl orðið tímamót. Þá vom gerðar tvær samræmdar spum- ingalistakannanir sem náðu til ólíkra aldurshópa, þ.e.a.s. könnun landlæknisembættisins og könnun höfundar. Hin fýrri var endurtekin í vor og verða niðurstöður hennar birtar bráðlega. Ómar Kristmundsson GREINI Frá síðasta ári hefur fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík aukið við skráningu sína þannig að hjá henni em nú handbærar ýtarlegri upplýsingar um starf- semina en áður var. Einnig hafa síðustu ár birst niðurstöður athug- ana frá SÁÁ og geðdeildum Landspítalans um fjölda innlagna vegna neyslu ólöglegra efna. Þrátt fyrir að bætt hafi verið úr tilfinnanlegum skorti á not- hæfum gögnum vantar enn talsvert upp á að valinn sé vísindalegur vettvangur fyrir framsetningu þessara gagna. Eins og fram hefur komið hafa allar framangreindar aðferðir ákveðnar takmarkanir sem nauðsynlegt er að meta. Ef nið- urstöður athugana eru ein- göngu birtar í formi ófull- gerðra bráðabirgðaskýrslna eða fréttatilkynninga er ákaf- lega erfitt að meta áreiðanleika þeirra. Vísindalegt aðhald er nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á rannsóknum þessum í stefnumörkun og aðgerðum í ávana- og fíkniefnamálum. Hvernig skiptast neytendur ólög- legra ávana- og fíkniefna eftir neyslutíðni? Með fjölbreyttari neyslu vímu- efna hafa verið sett fram ýmis flokkunarkerfi. Á mynd 1 má sjá eitt slíkt: í fyrsta flokknum em svokallaðir „tilraunaneytendur". Til hans telj- ast þeir sem reyna ákveðin efni í örfá skipti. Efnið gegnir hins veg- ar ekki veigamiklu hlutverki fyrir einstaklinginn. Samkvæmt rann- sókninni virðast 2/s hlutar þeirra, sem einhvem tímann hafa reynt kannabis, falla í þennan flokk. í næststærsta flokknum em „fé- lagslegirí* neytendur og skilur hann sig frá hinum fyrri með áframhaldandi og tíðari neyslu, sem getur fylgt ákveðnum aðstæð- um, t.d. samkvæmum. Samkvæmt rannsókninni falla um 30% kannabisneytenda í þennan flokk. Er þá miðað við þá sem skv. rann- sókninni höfðu neytt kannabisefna 10 sinnum eða oftar, en þeir sem sjaldnar höfðu neytt kannabisefna flokkast sem tilraunaneytendur. Þriðji flokkurinn samanstendur af vananeytendum. Það vom um 4% (viðmiðun: þeir sem neyttu kannabis a.m.k. 1 sinni í viku). Um 1% neytenda falla hér í flokk- inn „fíkniefnaþrælar“. í þessum flokki em sprautunotendur, „djönkarar". Neyslan er orðin þungamiðjan í lífí einstaklingsins. Til viðmiðunar vom notaðar tölur yfír þá sjúklinga sem lögðust inn á geðdeild Landspítalans 1984 með aðalgreininguna „önnur fíkni- efnanotkun en áfengi". Þannig er gert ráð fyrir að langflestir í þess- um flokki leiti sér aðstoðar. Auðvitað væri þetta stórvafasöm forsenda erlendis, en e.t.v. er hún ekki ijarri lagi hér á landi vegna samfélagsgerðar og fámennis. Þessi flokkun neytenda er ein- göngu til viðmiðunar. Til em ótal útgáfur af svipuðum flokkunum sem ganga út frá eilítið ólíkum forsendum en byggjast mikið til á hugtökunum ávani, fíkn, „dmg dependence" og fleiri hugtökum sem lýsa þróun neyslu hjá einstakl- ingnum. Einhvers konar flokkun er nauðsynleg, þar sem útilokað er að ræða um neyslu nema með hliðsjón af tíðni. Fer neysla ólÖg- legra ávana- og fíkniefna í vöxt? Svo virðist, ef marka má fréttir í fjölmiðlum frá þessum tíma, að um 1967-68 hafí farið að bera á kannabisneyslu hér á landi. 1969 lagði lögreglan í fyrsta skipti hald á efni. Reyndar hefði það varla komið til greina fyrr þótt efnin væm til staðar, þar sem reglugerð sem bannaði innflutning og meðferð kannabis var ekki sett fyrr en þá. 1970 var skipaður samstarfshópur hjá dómsmálaráðuneytinu sem átti að hafa það hlutverk m.a. að at- huga útbreiðslu þessara nýtilkomnu efna. Þetta sama ár var gerð spum- ingalistakönnun í samvinnu við samstarfshópinn á 15, 20 og 25 ára gömlu fólki. Þá kom í ljós að ein- göngu örfáir höfðu reynt kannabis. En á fyrstu ámm áttunda áratugar- ins virðist hafa orðið mikil breyting þar á. Árið 1974 var gerð könnun á vegum Æskulýðssambands ís- lands og kom þá í ljós að á aldrinum 18-24 í Reykjavík höfðu 23,8% reynt kannabis einu sinni eða oftar. Frá 1974 til 1980 var næsta lítið um kannanir, en miðað við tölur frá toll- og löggæslu og fjölda þeirra, sem reyndu kannabis í fyrsta skipti samkvæmt rannsókninni, bendir flest t'il að dregið hafi talsvert úr útbreiðslu um 1975, bæði á kanna- bis og öðmm ólöglegum ávana- og fíkniefnum. Um 1980 virðist hins vegar sem útbreiðslan hafí aftur aukist miðað við sama aldur. Síðustu 3 árin virðist hún hafa verið jöfn, en 1984 hafði um fjórðungur á aldrinum 16-36 reynt kannabis, eins og fyrr segir. Á íslandi hefíir amfetamín verið misnotað síðustu áratugina, en Mynd 1: SKIPTING KANNABISNEYTENDA EFTIR NEYSLUTIÐNI AÐFERDIR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.