Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 15
aser H'jg MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Reynsluheimur skálds Bókmenntir Erlendur Jónsson Thor Vilhjálmsson: Grámosinn glóir. 267 blaðsíður. Svart á hvítu. Reykjavík, 1986. »Nú er ég kominn af hafi,« kvað Einar Benediktsson. Oft fór hann jrfir hafið, dvaldist árum saman erlendis en hvarf svo að lokum al- kominn heim. Annar og víðtækari skilningur mun hann þó hafa ætl- ast til að lagður yrði í orðin - huglægur, tilfinningalegur. Thor Vilhjálmsson dvaldist lengi erlendis. Verk hans bera þess merki fremur en nokkurs annars íslensks rithöfundar fyrr og síðar. Nú sendir hann frá sér skáldverk sem er íslenskara en nokkurt hinna fyrri. Að uppistöðu er þetta saga tveggja sakamála frá því fyrir alda- mót. Norður í Bárðardal varð ungur maður unnustu sinni að bana; vildi losna við hana þar sem hún gekk með bami hans. Og í Þistilfirði gerðust þau undur að stúlka varð bamshafandi eftir bróður sinn. Að vísu höfðu systkinin ekki alist upp saman; atvikin höguðu því svo að þau vistuðust á sama bænum, full- vaxið fólk. En jafnt fyrir það tók almenningsálitið hart á samdrætti þeirra: blóðskömmin og unnustu- morðið þóttu vera afbrot af allra versta tagi. Fróðlegt að sjá Thor Vilhjálms- son í hlutverki sakamálasagnahöf- undar! En fleira er hér á ferðinni. Og fleiri koma hér við sögu en brotamenn einir: Skáldið unga, sem numið hefur erlendis og notið heimsins lystisemda, þar með talinn holdsins unaður, er nú kominn heim og settur sýslumaður í fjarveru föð- ur síns. Og nú er það hans að dæma - dæma þjóð sína. Faðirinn er hræddur um að skáldið og sveim- huginn, sonur sinn, verði allt of linur. Hann skrifar honum því til og stappar í hann stálinu: »Því vil ég brýna fyrir þér að gæta þess að meyma ekki í geði við neinn harmagrát...« Skáldið og dómarinn finnur að hann býr yfir tvenns konar eðli. Hann hefur lifað átakamikil mótun- arár »þegar hann sveiflaðist milli skauta, og var að reyna að eignast sjálfsmynd sem mætti duga, vitn- eskju um hver hann væri.« Þegar hann svo leggur af stað með einum fylgdarmanni, óravegu á hestbaki, í þeim vændum að rann- saka meint sifjaspell og dæma sakbominga, er þessi sjálfsmynd síður en svo fullmótuð. Stórbrotið landslagið orkar á skáldið ekki síður en borgarlífið áður. En þjóðin? Hér var þjóð »að bograst undir fargi endurtekninganna, í tækifærisleysi, burðast með hið áskapaða; kyn- stofnsins böl.« Það er svo margt að brjótast í skáldinu. Öll þessi áhrif. Þetta hrikalega mannlíf. Mótsagnakenndara en nokkurt landslag. Áður en maður komist til botns í því hlýtur hann að spyija sjálfan sig: hver er ég? Verður maður ekki að komast að raun um sjálfs eðli áður en hann leitast við að skilja og dæma athafnir annarra? Og þannig spyija líka elskend- umir: »Hver þekkir annan? Þekki ég þig? Þekkir þú mig? Nema rétt á meðan við sofum saman. Elskumst. Njótumst. Og verðum síðan aftur tvær manneskjur. Hvað vitum við?« Elskendurnir - þau sem gera það sem ekki má - eru sér vel metvit- andi um sekt sína. Pilturinn lætur stjómast af blindri hvöt, kiknar þess á milli undir fargi sektar.« Stúlkan setur lögmál ástarinnar ofar mannalögum og bægir frá ótt- anum við afleiðingar: »Við eigum þessa stund, þennan dag. Þessa nótt. Þessa næturstund. Við eigum hvort annað nú. Og nú er núna hvað sem verður. Hitt kem- ur seinna sem er annað mál. Hér er ég, hér ert þú. Nú. Við.« Vissulega býr saga þessi yfir mörgum fleti. Þótt sakamál séu höfð sem viðmiðunarpúntur er þetta fremur greining á sektarkennd með því sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja henni: einmanaleikanum. Þama gneistar á milli andstæðra skauta. Vitundin um fortíðina og óttinn við hið ókomna vofír yfir líðandi andartaki. Sérhver athöfn hlýtur að mótast af meðvitundinni um dóm annarra — dóm sem fellur síðar. Skáldið hefur séð mannlífið í þess margbreytilegustu tilbrigðum og sjálft kynnst unaðssemdum þess, en líka horfst í augu við dauðann. Skáldið þekkir mótsagnimar í mannlegu eðli og veit að ekki er allt sem sýnist í mannlegu sam- félagi. En nú sem hann sest í dómarasæti verður allt slíkt að víkja. Það er ekki dómarans að dæma um ást og hatur, heldur ein- ungis um verknað. Síst má hann láta sig varða um tilfinningar. Rannsókn hans skal vera ópersónu- leg. Og dæma skal hann eftir lögum einum. Ekki má hann láta eigin fortíð né reynslu villa sér sýn. Og réttlætiskennd hans verður að fara nákvæmlega saman við laganna bókstaf. Hverju er verið að lýsa hér nema heiminum í dag; þeirri furðulegu þversögn? Annars vegar lífinu sem alltaf og alls staðar leitar einhvers Thor Vilhjálmsson konar útrásar? Hins vegar kaldri hendi valdsins sem jafnoft reynir að þvinga, hefta, bæla? Meðal annars af þeim sökum, hygg ég, eru valin hér að söguefni tvö mjög svo ólík - og í raun og veru óskyld afbrot: Annars vegar hrottalegt manndráp af ómerkilegu tilefni - mannvonskan uppmáluð. Hins vegar annars konar atferli sem er þó jafnstranglega forboðið, jafnt að lögum sem almenningsáliti, vegna þess að það þykir ósiðlegt: ástin í sinni frumstæðustu og ýkt- ustu mynd. Af tvennu illu mun síðartalda brotið meira að segja hafa verið álitið sýnu óafsakan- legra. Thor Vilhjálmsson velur ekki aðeins þjóðlegt efni til.sögu þessar- ar. Hann vinnur líka úr því á þann hefðbundna hátt að segja sögu. Gagnstætt sumum fyrri verkum, t.d. Fljótt fljótt sagði fuglinn sem er byggt upp af miklum fjölda _____________________________15 nærmynda og ópersónulegra svip- leiftra, en hér rakinn samfelldur þráður. Thor hefur þannig stigið stórt skref í átt til íslenskrar sagn- hefðar og er með þeim hætti kominn af hafi, ef svo má segja, svo skír- skotað sé til áðurgreindrar ljóðlínu Einars Benediktssonar. Því fer þó fjarri að Thor hafí þar með horfíð frá fyrri stfl. Grámosinn glóir ber sín höfundareinkenni á hverri síðu. Og útlönd eru enn í augsýn. Að öðrum þræði^ einungis, er þetta íslensk örlagasaga. Að hinu leytinu þroskasaga skálds. Svo var sagt um Einar Benediktsson (en hann mun einmitt vera fyrirmynd skáldsins og sýslumannsins) að hann hafi tekið nærri sér að dæma fólk til refsingar. Það var hlut- skipti sýslumannsins í þessari sögu að tugta fólk sem stóð honum skör lægra að flestu leyti: »Það var óhug- ur í honum, honum leiddist að þurfa að standa í þessu. Fólkið fannst honum lítilsiglt sem hann hafíð verið að yfirheyra. Standa sér fjarri. Þetta er þá þjóð mín, hugsaði hann og kenndi viðbjóðs.« Minnumst þess hver var munur- inn á heimsborgara og íslenskum sveitamanni fyrir aldamótin síið- ustu. Hann var aldeilis hrikalegur. í sögulok er skáldið og sýslumað- urinn svo aftur staddur í erlendri stórborg. En það er eins og skugg- inn af ógæfu dæmdra fylgi honum hvert sem hann fer. í verki þessu kristallast ýmis hugmyndafræði sem rekja má gegnum öll skáldverk Thors Vil- hjálmssonar, allt frá fyrstu bók. í stflfræðilegu tilliti er þetta líka framhald fyrri verka, þó með tiltek- inni stökkbreytingu. En miðað við hitt hversu höfundur hefur hér færst nær raunsæislegu söguefni, gerst opinskár og ódulbúinn - og segir söguna beint - er hér komið fram öðruvísi verk. Af því leyti er Thor Vilhjálmsson nýr með þessari bók VELKOMIN I NÝJA VOLVOSALINN SKEIFU Nýi Volvosalurinn vakti verðskuldaða athygli við opnunina 1. nóvember. En sýningar halda ófram þó frumsýning sé afstaðin. Volvosalurinn í Skeifunni 15 er opinn alla virka daga fró 9-18 og laugardaga fró 13-17. Þar bíða gœðingarnir gljófœgðir og glœsilegir. VERIÐ VELKOMIN. Miklabraut SÍMI: 91-35200. SKEIFUNNI 15, P&O/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.