Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 32

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 ÚRVALS VERKFÆRI usnc Stjörnulyklar Topplyklasett Tengur Skrúflyklar Þjalir Borar Sagir Hallamál Málbönd Tommustokkar Hamrar Skaraxir Kúbein Þvingur Verkfærakassar VÍR- OG BOLTA- KLIPPUR Rafmagns- smergel Rafmagnsborvél- ar Rafmagnshand- fræsarar Rafmagnshand- slípivélar • Franskar skrúfur Borðaboltar Stálboltar rúst- frfir Snitt-teinar Skrúfur • Slökkvitæki Eldvarnarteppi Reykskynjarar Pennabyssur Áttavitar Sjónaukar Álpokar OPIÐ LAUGARDAGA 9-12 Svíar hvattir til aðgerða gegn stríðsglæpamönnum Sök þeirra fyrnd segir stjórnin Washington, AP. FLOKKUR manna, sem eltir uppi nasista, hefur hvatt Bangladesh: Mannrán og morð Dhaka, Bangladesh.AP. UPPREISNARMENN er berjast gegn stjórnvöldum í Bangla- desh myrtu á þriðjudag 16 manns og halda 8 öðrum í gíslingu i nágrenni Chittagong- borgar, að því er ónafngreindar heimildir herma. 27 manns er sóttu trúarathöfn múhameðstrúarmanna var rænt, en þremur sleppt skömmu síðar. Líkin 16 fundust síðan á þriðju- dag, en ekki er enn vitað hvaða kröfur mannræningjamir setja fram í sambandi við lausn gíslanna átta. Um 3000 uppreisnarmenn er aðhyllast búddatrú hafa undanfar- in ár barist gegn stjómvöldum í Bangladesh.^ Eru þeir búnir her- gögnum frá Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópulöndum og taldir eiga bækistöðvar innan landamæra Indlands. sænsku rikisstjórnina til að láta til skarar skríða gegn tólf mönnum, sem grunaðir eru um stríðsglæpi og talið er að búi í Sviþjóð. „Við geram okkur grein fyrir sérstöðu Svía í heiminum sakir hlutleysis þeirra. En við eram þess fullvissir að í þessu lýðræðisríki er vilji fyrir því að þeir, sem sekir era um jafn guðlausan glæp og helförina gegn gyðingum, komist í hendur réttlætisins," segir í bréfi „Simon Wiesenthal stofnunarinn- ar“ til sænsku ríkisstjómarinnar. Sænska stjómin hefur ákveðið að ekkert verði gert í máli þessara manna þar sem sök, er varðar lífstíðarfangelsi, fymist á 25 áram samkvæmt sænskum lögum. í bréfínu era talin upp nöfn mannanna tólf og gefnar upplýs- ingar um þá. Þar kemur fram að þessar upplýsingar séu fengnar úr skjalasafni, sem tekið var saman eftir heimsstyijöldina síðari. Marvin Hier, rabbíi og yfirmað- ur stofnunarinnar, og Abraham Cooper, rabbíi og aðstoðarmaður hans, afhentu Ulf Hjertonsson, starfsmanni sænska sendiráðsins í Washington, bréfíð. „Við treystum því að stjóm yðar kanni hagi þess- ara mánna til fulls og rannsaki einnig hversu margir stríðsglæpa- menn fóra til Svíþjóðar eftir síðari heimsstyijöldina,“ sagði Marvin Hier við afhendinguna. Mennimir era granaðir um að hafa tekið þátt í glæpum nasista á hendur gyðingum í Eistlandi og Lettlandi eftir að þýski herinn réð- ist þar inn 1941. Hier sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að í áðumefndu skjala- safni hefðu einnig verið upplýsing- ar um 40 stríðsglæpamenn, sem byggju í Ástralíu, 26 menn í Kanada og 17 á Bretlandi. „Þessar upplýsingar era ómet- anlegar í leitinni að stríðsglæpa- mönnum," sagði Hier. „Búast má við því að flett verði ofan af mörg þúsund manns á næsta ári.“ Trieste, AP. JÚGÓSLAVNESKUR byssubát- ur skaut í gær á ítalskt fiskiskip á Trieste-flóa. Einn maður lét lífið i árásinni. Skipið var fært til hafnar í Capo- distria í Júgóslavíu og staðfesti ræðismaður Italíu í borginni að 24 ára gamall ítalskur sjómaður hefði fallið í árásinni. Júgóslavneskir embættismenn Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLARI lækk- aði gagnvart helstu gjaldmiðlum heims í gær og verð á gulli hækk- aði lítillega. í Tókýó kostaði dollarinn 162,80 japönsk jen (162,65) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. Síðdegis í gær kostaði breska stgrlingspundið 1,4220 dollara (1,4245) í London. Gengi helstu gjaldmiðla var að öðra leyti þannig háttað að dollar- inn kostaði: 1,6683 svissneska franka' (1,6760), 6,5625 franska franka (6,5975), 2,2665 hollensk gyllini (2,2760), 1.389,50 ítalskar lírar (1.395,75) og 1,38295 kanadíska dollara (1,3830). Gull hækkaði í London og kost- aði trójuúnsa 392,50 dollara (390,50) síðdegis í gær. Á þriðjudag lækkaði verð á gulli um átján doll- ara, en kaupmenn sögðu að í gær hefði virst sem gullverð myndi ekki lækka meira. sögðu fiskiskipið hafa verið á veið- um innan júgóslavneskrar land- helgi og að skipstjórinn hefði reynt að komast undan. Áhöfn byssu- bátsins hefði því séð sig tilneydda til að hefja skothríð. Ræðismaður Ítalíu í Capodistria sagði að yfírvöld þar hefðu fyrir- skipað opinbera rannsókn á atburði þessum. Júgóslavía: Skotið á ítalskt fiskiskip Finnska forsetataflið: Tveir áskorendur en Koivisto vinsælastur Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Helsinki. FINNSKI Hægri flokkurinn, Kokoomus, ákvað formlega um helg- ina hver verður forsetaframbjóðandi flokksins í forsetakosning- unum 1988. Harri Holkeri, Seðlabankastjóri og fyrrum flokksformaður, varð fyrir valinu, enda hlaut hann mestan stuðn- ing í allsheijar atkvæðagreiðslu flokksins í haust. Nú hafa tveir menn boðið sig fram gegn Mauno Koivisto forseta. Auk Holkeri er Paavo Váyrynen, utanríkisráðherra, í kjöri. Síðustu skoðana- kannanir gefa í skyn að Koivisto forseti sé langvinsælastur þeirra manna, sem hugsanlega verða í framboði 1988. Forsetataflið er merkur þáttur í finnsku þjóðlífi vegna þess hversu valdamikill forsetinn er. Að vísu ríkir þingræði en forsetinn skipar ríkisstjóm og ákveður einn- ig þingrof. Mikilvægasti þátturinn í störfum forsetans er þó umsjón utanríkismála. Það var mikið áfall fyrir borg- araflokkana, að jafnaðarmaður- inn Koivisto var kjörinn 1982. Fram til þess höfðu allir forsetar Finnlands verið fulltrúar borgara- flokkanna eða ófloffsbundnir hægri menn. Nú vilja tveir stærstu borgaraflokkamir steypa Koi- visto. Skoðanakönnun, sem birtist á sunnudaginn, spáir Koivisto 52% fygli, Holkeri 12% og Váyrynen 13%. Koivisto hefur ekki enn formlega gefið kost á sér. Jafnað- armenn og margir kommúnistar vænta þess eindregið að hann verði sameiginlegur frambjóðandi vinstri manna. Fylgi Koivistos stafar af því að hann hefur gott orð á sér fyrir hreinskilni og skynsemi. Margir hægri sinnaðir kjósendur hafa kosið Koivisto vegna þess að hann naut álits sem efnahagssérfræð- ingur og tók mjög lítinn þátt í flokkspólitík. Keppinautar Koivistos. Þeir Holkeri og Váyrynen, era báðir atvinnustjómmálamenn og era þar að auki tiltölulega ungir. Hol- keri er 49 ára en Váyrynen aðeins fertugur. Holkeri var um skeið formaður Hægri flokksins, Kokoomus, en var svo skipaður einn af bankastjóram Seðlabank- ans. Váyrynen er formaður Miðflokksins og utanríkisráð- herra. Holkeri og Váyrynen takast nú á um það, hvort þeirra verði aðal- keppinautur Koivistos. Skoðana- kannanir sýna ótvírætt, að borgaraflokkamir geta ekki sigr- að í forsetakosningunum nema þeir sameinist, og varla þá. Lokaæfing forsetataflsins verð- ur í mars, þegar Finnar ganga til þingkosninga. Þrír helstu fylking- amar; jafnaðarmenn, miðflokks- menn og hægri menn, hafa í haust rætt um breytingu á ríkisstjóm- inni. Jafnaðarmenn og miðflokks- menn eru saman í stjóm núna. Hvor flokkurinn fyrir sig hefur látið í ljós vilja til að mynida stjóm með hægri mönnum að kosning- um loknum. Miðflokksmenn hyggjast kaupa fylgi Holkeris í forsetakosningun- Hari Holkeri um með því að gefa hægri mönnum nokkur ráðherrasæti. Jafnaðarmenn vilja koma í veg fyrir að Váyrynen, miðflokks- formaður, verði forsætisráðherra. Váyrynen stefnir ótrauður að því marki. Hann hefur reynt að skapa sér svipaða stöðu í stjómmáhinum og Kekkonen, fyirum forseti, hafði. Samkvæmt því er hagstætt að forsetaframbjóðandi sé forsæt- isráðherra. Koivisto, Kekkonen og Paasikivi, fyrirrennari Kekkon- ens, gegndu forsætisráðherra- embætti þegar þeir voru kosnir forsetar. í fínnskum forsetakosningum era flokksbönd léttvæg. Það kem- ur m.a. í ljós þegar menn líta á fylgi flokkanna í þingkosningum Mauno Koivisto og bera saman við forsetakosn- ingar. Meirihluti þingmanna er úr borgaraflokkunum en samt var jafnaðarmaður kosinn forseti. Mannkostir forsetaframbjóðenda skipa fyrsta sæti og flokksbönd annað. Þrátt fyrir að forsetinn sé valdamikill setja forsetaframbjóð- endur sjaldan fram stefnuyfírlýs- ingar. Aðalverkefni forsetans er á sviði utanríkismála, en þar var stefnan mörkuð strax eftir stríð. í innanríkismálum er hlutverk forsetans að greiða fyrir af- greiðslu mála. Það gerir hann sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi einhvers flokks. Koivisto forseti er einstaklingur sem nýtur mikils trausts. Um núverandi keppinaut hans verður ekki sagt hið sama.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.