Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 ÚRVALS VERKFÆRI usnc Stjörnulyklar Topplyklasett Tengur Skrúflyklar Þjalir Borar Sagir Hallamál Málbönd Tommustokkar Hamrar Skaraxir Kúbein Þvingur Verkfærakassar VÍR- OG BOLTA- KLIPPUR Rafmagns- smergel Rafmagnsborvél- ar Rafmagnshand- fræsarar Rafmagnshand- slípivélar • Franskar skrúfur Borðaboltar Stálboltar rúst- frfir Snitt-teinar Skrúfur • Slökkvitæki Eldvarnarteppi Reykskynjarar Pennabyssur Áttavitar Sjónaukar Álpokar OPIÐ LAUGARDAGA 9-12 Svíar hvattir til aðgerða gegn stríðsglæpamönnum Sök þeirra fyrnd segir stjórnin Washington, AP. FLOKKUR manna, sem eltir uppi nasista, hefur hvatt Bangladesh: Mannrán og morð Dhaka, Bangladesh.AP. UPPREISNARMENN er berjast gegn stjórnvöldum í Bangla- desh myrtu á þriðjudag 16 manns og halda 8 öðrum í gíslingu i nágrenni Chittagong- borgar, að því er ónafngreindar heimildir herma. 27 manns er sóttu trúarathöfn múhameðstrúarmanna var rænt, en þremur sleppt skömmu síðar. Líkin 16 fundust síðan á þriðju- dag, en ekki er enn vitað hvaða kröfur mannræningjamir setja fram í sambandi við lausn gíslanna átta. Um 3000 uppreisnarmenn er aðhyllast búddatrú hafa undanfar- in ár barist gegn stjómvöldum í Bangladesh.^ Eru þeir búnir her- gögnum frá Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópulöndum og taldir eiga bækistöðvar innan landamæra Indlands. sænsku rikisstjórnina til að láta til skarar skríða gegn tólf mönnum, sem grunaðir eru um stríðsglæpi og talið er að búi í Sviþjóð. „Við geram okkur grein fyrir sérstöðu Svía í heiminum sakir hlutleysis þeirra. En við eram þess fullvissir að í þessu lýðræðisríki er vilji fyrir því að þeir, sem sekir era um jafn guðlausan glæp og helförina gegn gyðingum, komist í hendur réttlætisins," segir í bréfi „Simon Wiesenthal stofnunarinn- ar“ til sænsku ríkisstjómarinnar. Sænska stjómin hefur ákveðið að ekkert verði gert í máli þessara manna þar sem sök, er varðar lífstíðarfangelsi, fymist á 25 áram samkvæmt sænskum lögum. í bréfínu era talin upp nöfn mannanna tólf og gefnar upplýs- ingar um þá. Þar kemur fram að þessar upplýsingar séu fengnar úr skjalasafni, sem tekið var saman eftir heimsstyijöldina síðari. Marvin Hier, rabbíi og yfirmað- ur stofnunarinnar, og Abraham Cooper, rabbíi og aðstoðarmaður hans, afhentu Ulf Hjertonsson, starfsmanni sænska sendiráðsins í Washington, bréfíð. „Við treystum því að stjóm yðar kanni hagi þess- ara mánna til fulls og rannsaki einnig hversu margir stríðsglæpa- menn fóra til Svíþjóðar eftir síðari heimsstyijöldina,“ sagði Marvin Hier við afhendinguna. Mennimir era granaðir um að hafa tekið þátt í glæpum nasista á hendur gyðingum í Eistlandi og Lettlandi eftir að þýski herinn réð- ist þar inn 1941. Hier sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að í áðumefndu skjala- safni hefðu einnig verið upplýsing- ar um 40 stríðsglæpamenn, sem byggju í Ástralíu, 26 menn í Kanada og 17 á Bretlandi. „Þessar upplýsingar era ómet- anlegar í leitinni að stríðsglæpa- mönnum," sagði Hier. „Búast má við því að flett verði ofan af mörg þúsund manns á næsta ári.“ Trieste, AP. JÚGÓSLAVNESKUR byssubát- ur skaut í gær á ítalskt fiskiskip á Trieste-flóa. Einn maður lét lífið i árásinni. Skipið var fært til hafnar í Capo- distria í Júgóslavíu og staðfesti ræðismaður Italíu í borginni að 24 ára gamall ítalskur sjómaður hefði fallið í árásinni. Júgóslavneskir embættismenn Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLARI lækk- aði gagnvart helstu gjaldmiðlum heims í gær og verð á gulli hækk- aði lítillega. í Tókýó kostaði dollarinn 162,80 japönsk jen (162,65) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk. Síðdegis í gær kostaði breska stgrlingspundið 1,4220 dollara (1,4245) í London. Gengi helstu gjaldmiðla var að öðra leyti þannig háttað að dollar- inn kostaði: 1,6683 svissneska franka' (1,6760), 6,5625 franska franka (6,5975), 2,2665 hollensk gyllini (2,2760), 1.389,50 ítalskar lírar (1.395,75) og 1,38295 kanadíska dollara (1,3830). Gull hækkaði í London og kost- aði trójuúnsa 392,50 dollara (390,50) síðdegis í gær. Á þriðjudag lækkaði verð á gulli um átján doll- ara, en kaupmenn sögðu að í gær hefði virst sem gullverð myndi ekki lækka meira. sögðu fiskiskipið hafa verið á veið- um innan júgóslavneskrar land- helgi og að skipstjórinn hefði reynt að komast undan. Áhöfn byssu- bátsins hefði því séð sig tilneydda til að hefja skothríð. Ræðismaður Ítalíu í Capodistria sagði að yfírvöld þar hefðu fyrir- skipað opinbera rannsókn á atburði þessum. Júgóslavía: Skotið á ítalskt fiskiskip Finnska forsetataflið: Tveir áskorendur en Koivisto vinsælastur Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Helsinki. FINNSKI Hægri flokkurinn, Kokoomus, ákvað formlega um helg- ina hver verður forsetaframbjóðandi flokksins í forsetakosning- unum 1988. Harri Holkeri, Seðlabankastjóri og fyrrum flokksformaður, varð fyrir valinu, enda hlaut hann mestan stuðn- ing í allsheijar atkvæðagreiðslu flokksins í haust. Nú hafa tveir menn boðið sig fram gegn Mauno Koivisto forseta. Auk Holkeri er Paavo Váyrynen, utanríkisráðherra, í kjöri. Síðustu skoðana- kannanir gefa í skyn að Koivisto forseti sé langvinsælastur þeirra manna, sem hugsanlega verða í framboði 1988. Forsetataflið er merkur þáttur í finnsku þjóðlífi vegna þess hversu valdamikill forsetinn er. Að vísu ríkir þingræði en forsetinn skipar ríkisstjóm og ákveður einn- ig þingrof. Mikilvægasti þátturinn í störfum forsetans er þó umsjón utanríkismála. Það var mikið áfall fyrir borg- araflokkana, að jafnaðarmaður- inn Koivisto var kjörinn 1982. Fram til þess höfðu allir forsetar Finnlands verið fulltrúar borgara- flokkanna eða ófloffsbundnir hægri menn. Nú vilja tveir stærstu borgaraflokkamir steypa Koi- visto. Skoðanakönnun, sem birtist á sunnudaginn, spáir Koivisto 52% fygli, Holkeri 12% og Váyrynen 13%. Koivisto hefur ekki enn formlega gefið kost á sér. Jafnað- armenn og margir kommúnistar vænta þess eindregið að hann verði sameiginlegur frambjóðandi vinstri manna. Fylgi Koivistos stafar af því að hann hefur gott orð á sér fyrir hreinskilni og skynsemi. Margir hægri sinnaðir kjósendur hafa kosið Koivisto vegna þess að hann naut álits sem efnahagssérfræð- ingur og tók mjög lítinn þátt í flokkspólitík. Keppinautar Koivistos. Þeir Holkeri og Váyrynen, era báðir atvinnustjómmálamenn og era þar að auki tiltölulega ungir. Hol- keri er 49 ára en Váyrynen aðeins fertugur. Holkeri var um skeið formaður Hægri flokksins, Kokoomus, en var svo skipaður einn af bankastjóram Seðlabank- ans. Váyrynen er formaður Miðflokksins og utanríkisráð- herra. Holkeri og Váyrynen takast nú á um það, hvort þeirra verði aðal- keppinautur Koivistos. Skoðana- kannanir sýna ótvírætt, að borgaraflokkamir geta ekki sigr- að í forsetakosningunum nema þeir sameinist, og varla þá. Lokaæfing forsetataflsins verð- ur í mars, þegar Finnar ganga til þingkosninga. Þrír helstu fylking- amar; jafnaðarmenn, miðflokks- menn og hægri menn, hafa í haust rætt um breytingu á ríkisstjóm- inni. Jafnaðarmenn og miðflokks- menn eru saman í stjóm núna. Hvor flokkurinn fyrir sig hefur látið í ljós vilja til að mynida stjóm með hægri mönnum að kosning- um loknum. Miðflokksmenn hyggjast kaupa fylgi Holkeris í forsetakosningun- Hari Holkeri um með því að gefa hægri mönnum nokkur ráðherrasæti. Jafnaðarmenn vilja koma í veg fyrir að Váyrynen, miðflokks- formaður, verði forsætisráðherra. Váyrynen stefnir ótrauður að því marki. Hann hefur reynt að skapa sér svipaða stöðu í stjómmáhinum og Kekkonen, fyirum forseti, hafði. Samkvæmt því er hagstætt að forsetaframbjóðandi sé forsæt- isráðherra. Koivisto, Kekkonen og Paasikivi, fyrirrennari Kekkon- ens, gegndu forsætisráðherra- embætti þegar þeir voru kosnir forsetar. í fínnskum forsetakosningum era flokksbönd léttvæg. Það kem- ur m.a. í ljós þegar menn líta á fylgi flokkanna í þingkosningum Mauno Koivisto og bera saman við forsetakosn- ingar. Meirihluti þingmanna er úr borgaraflokkunum en samt var jafnaðarmaður kosinn forseti. Mannkostir forsetaframbjóðenda skipa fyrsta sæti og flokksbönd annað. Þrátt fyrir að forsetinn sé valdamikill setja forsetaframbjóð- endur sjaldan fram stefnuyfírlýs- ingar. Aðalverkefni forsetans er á sviði utanríkismála, en þar var stefnan mörkuð strax eftir stríð. í innanríkismálum er hlutverk forsetans að greiða fyrir af- greiðslu mála. Það gerir hann sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi einhvers flokks. Koivisto forseti er einstaklingur sem nýtur mikils trausts. Um núverandi keppinaut hans verður ekki sagt hið sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.