Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
43
Lottó — vinsæll leik-
ur um víða veröld
eftir Aðalstein
Sigurðsson
Talnaleikurinn lotto, sem íslend-
ingum stendur til boða að vera
þátttakendur í innan fárra daga,
hefur náð ótrúlegum vinsældum og
útbreiðslu um víða veröld á undan-
fömum árum. Það sem einkum
gerir þennan leik vinsælan meðal
almennings er, hversu einfaldur
hann er og að auki háar vinnings-
upphæðir, sem að sjálfsögðu
grundvallast á mikilli þátttöku, þar
sem vinningamir verða stærri eftir
því sem fleiri taka þátt.
Erfítt er að gera sér grein fyrir
þeim áhrifum sem lottó mun hafa
hér á landi á önnur happdrætti eða
talnaleiki, sem fyrir eru. Reynsla
nágrannaþjóða okkar bendir þó til
þess, að lottó verði viðbót við happ-
drættamarkaðinn, en eitthvað muni
draga úr vinsældum annarra talna-
getrauna, svo sem knattspymuget-
rauna. Annars staðar hefur raunin
til dæmis orðið sú, að þeir þátttak-
endur í knattspymugetraunum sem
ekki hafa beinlínis áhuga eða þekk-
ingu á knattspymu, snúi sér fljót-
lega að lottói.
í mörgum ríkjum Bandaríkjanna
er lottó snar þáttur í þjóðlífinu. Þar
fylgjast milljónir manna vikulega
með drætti í beinni útsendingu í
sjónvarpinu. Vestra eru dæmi þess
að einn þátttakandi hafí unnið allt
að 40 milljónum dollara í einum
drætti.
Til styrktar íþrótt-
um, ungmennum
og öryrkjum
Lottóleikurinn sem hér hefur
göngu sína nú í nóvember, ber heit-
ið Lottó 5/32 og er rekið sameigin-
iega af íþróttasambandi íslands,
Öryrkjabandalagi íslands og Ung-
mennafélagi íslands. Tekjur af
lottóinu renna til þessara aðila, og
verður varið m.a. til þess að efla
íþróttir í landinu, stofnanir og starf-
semi öryrkja. íþróttasamband
íslands á 46,67% fyrirtækisins, Ör-
yrkjabandalag íslands 40% og
Ungmennafélag íslands 13,33%.
Ágóðanum verður skipt í þessum
hlutföllum. Samtökin hafa stofnað
með sér sérstakt fyrirtæki, íslenska
getspá, sem rekur Lottó 5/32. ís-
lensk getspá er sett á laggimar á
grundvelli lagasetningar frá Alþingi
síðastliðið vor.
Einfaldur leikur
Lottó 5/32 er leikið þannig, að
þátttakendur fá sérstaka lottómiða
hjá umboðsmönnum, sem verða fjöl-
margir, út um allt land. Á hverjum
lottómiða em fímm leikraðir,
merktar A, B, C, D og E og ráða
þátttakendur því, hversu margar
raðir þeir fylla út. Hver röð kostar
25 krónur. Þátttakendur velja sér
síðan fímm tölur af 32, sem eru í
hverri röð. Nafnið á leiknum, Lottó
5/32 skýrir þannig í hveiju leikur-
inn felst. Strikað er lóðrétt yfír þær
fímm tölur sem valdar eru og mið-
anum því næst skilað til næsta
umboðsmanns. Þar borgar þátttak-
andi 25 krónur fyrir hveija röð sem
hann hefur fyllt út. Umboðsmaður
stingur seðlinum í þar til gerðan
tölvustýrðan kassa. Kassinn sendir
boð til móðurtölvu í húsi íslenskrar
getspár í Laugardalnum í Reykjavík
og prentar út sérstaka staðfesting-
arkvittun, sem þátttakandi tekur
við, ásamt seðlinum. Mikilvægt er
að ganga úr skugga um að kvittun-
in sé í samræmi við seðilinn, en það
er kvittunin sem gildir, hljóti við-
komandi vinning, ekki seðillinn.
Dreg-ið í beinni
útsendingn
Á hveiju laugardagskvöldi verð-
ur dregið í Lottói 5/32 í beinni
útsendingu í Ríkissjónvarpinu undir
eftirliti dómsmálaráðuneytisins.
Dráttur fer þannig fram, að sérstök
vél velur fimm númeraða bolta.
Númer boltanna eru vinningsnúm-
erin. Engu máli skiptir í hvaða röð
boltamir veljast, sá sem er með
allar fímm tölumar í einni og sömu
leikröðinni fær hæsta vinning. Séu
fleiri en einn með fímm tölur réttar
skiptist vinningurinn á milli þeirra.
Þeir sem hafa fjórar tölur réttar
af fímm fá einnig vinning og hið
sama gildir um þá sem hafa þijár
tölur réttar af fímm. 40% af heildar-
sölu er varið til vinninga. 50% af
þeirri upphæð greiðist í fyrsta vinn-
ing, 15% í annan vinning og 35%
í þriðja vinning. Vinningslíkur eru
þessar: Fimm tölur af fimm: 1 á
móti 201.376, íjórar tölur af fímm:
1 á móti 1.492 og þijár tölur af
fímm: 1 á móti 57. Þegar svo verk-
ast að enginn fær fyrsta vinning,
yfírfærist hann óskiptur og bætist
við fyrsta vinning í næstu leikviku.
Þannig getur safnast fyrir vemlegt
fé sem getur gert leikinn mun meira
spennandi en ella.
Ljóst er, að hljóti lottó jafn góðar
undirtektir hér á landi og það hefur
hlotið alls staðar þar sem það er
nú leikið, mun það hafa gífurlega
þýðingu fyrir þau samtök, sem að
leiknum standa, og gera þeim kleift
að efla starfsemi og efla hag um-
bjóðenda sinna svo um munar.
Vinsældir erlendis
Lottó er víðast hvar rekið af hinu
opinbera, meira að segja í Banda-
ríkjunum, þar sem lottófyrirtækin
eru rekin í hveiju fylki fyrir sig af
viðkomandi fylkisstjómum. ísland
er eitt örfárra ríkja í heiminum þar
sem lottó er rekið af einkaaðilum.
Það er sammerkt lottóstarfseminni
alls staðar, að ágóðinn af leiknum
rennur til afmarkaðra þátta, svo
sem skólabygginga, íþrótta- og
ungmennastarfs og til styrktar ör-
yrkjum.
Lottó hófst í Vestur-Berlín árið
1953 með góðum árangri. Hinn
mikli áhugi sem Vestur-Berlínarbú-
ar sýndu leiknum varð til þess að
flestar Austantjaldsþjóðimar settu
lottó á fót árið eftir. Veltan í vest-
ur-þýska lottóinu nemur nú um 100
milljónum marka á viku. Meira en
helmingur allrar vestur-þýsku þjóð-
arinnar tekur reglulega þátt í lottói
og velta þess er fjórtán sinnum
meiri en veltan í knattspymuget-
raunum.
Nýjustu tölur sem birtar hafa
verið í Evrópu um hlutfall lottó-
leikja af heildarveltu talnaleikja er
sem hér segir: Vestur-Þýskaland
92%,. Búlgaría 90,2, Júgóslavía
62,3, Pólland 90, Finnland 86,2,
Sviss 90,2, Ungveijaland 71,3,
Holland 90, Belgía 96.
Tölvutækni nýtt
hérlendis
Fyrirtækið íslensk getspá hófst
þegar handa eftir að því var komið
á laggimar fyrr á þessu ári. Eftir
að framkvæmdastjóri þess, Vil-
hjálmur B. Vilhjálmsson, og ráð-
gjafar fyrirtækisins, höfðu kynnt
sér rekstur stimpilkassakerfísins,
sem notað er í Evrópu og beinlínu-
tölvukerfís, sem notað er í Banda-
ríkjunum og þykir mun fullkomn-
ara, var leitað tilboða í bæði kerfin.
Verð stimpilkassakerfísins reyndist
um 65 milljónir, en beinlínutölvu-
kerfísins um 80 milljónir króna.
Vegna yfirburða beinlínukerfísins
var tekin ákvörðun um að taka til-
boði bandaríska fyrirtækisins
GTECH í Boston. Með því að nota
tölvubúnað verður öll starfsemi
Lottós 5/32 mun fljótvirkari og
skilvirkari auk þess sem það hleyp-
ir auknu lífí í leikinn, þar sem
þátttakendur geta tekið þátt í leikn-
um alveg fram undir að dráttur
hefst í sjónvarpinu.
Samningur íslenskrar getspár
við GTECH felur í sér, að hið banda-
ríska fyrirtæki lætur í té tölvur og
hugbúnað til starfseminnar, 150
sölukassa, tækniþekkingu við upp-
setningu og rekstur o.fl.
Fyrstu sex mánuðina greiðir ís-
lensk getspá ekki neitt upp í
samning, en síðan miðast afborg-
anir við vikulega veltu. 10% af
fyrstu 50 þúsund dollurunum, 5%
af næstu 150 þúsund og 2,5% eftir
það. Ef miðað er við 200 milljón \
króna veltu á ári í 50 vikur, eða
fjórar milljónir króna á viku, nema
greiðslur til GTECH 15 milljónum
króna, eða 7,5% af heildarveltu
Lottós 5/32. 40% fara í vinninga,
eða 80 milljónir, kostnaður og þókn-
un til umboðsmanna nema 27,5%,
eða 55 milljónum. Hagnaður nemur
því 25%, eða 50 milljónum króna,
miðað við áðumefndar forsendur.
Þá koma 30 milljónir króna í hlut
íþrótta- og ungmennahreyfíngar-
innar og 20 milljónir í hlut öryrkja.
Innlendur stofnkostnaður er
áætlaður milli 10 og 12 milljónir
króna. Samningur Islenskrar get-
spár við hið bandaríska fyrirtæki
er þess eðlis, að eina áhættan sem
Islensk getspá tekur, er innlendi
stofnkostnaðurinn.
Einn maður fékk 1,6
milljarða í einum drætti
28 ára gamall Chicagobúi, Mic-
hael E. Wittkowski, vann í septem-
ber árið 1984 stærsta lottóvinning
sem um getur, eða 40 milljónir
dollara, sem jafngilda um það bil
eitt þúsund og sex hundruð milljón-
um íslenskra króna. Faðir vinnings-
hafans hafði keypt miða fyrir 35
dollara í Ilinois-lottóinu og skrifað
nöfn fjölskyldumanna sinna á
seðlana. Michael varð hinn heppni.
Vinningspotturinn í lottóinu hafði
ekki gengið út í þijár vikur og var
orðinn æði hár. Þetta jók enn á
söluna og þegar dregið var fjórðu
vikuna, hafði potturinn náð 40 millj-
ónum dollara.
Höfundur starfar við fjölmiðlun.
Fallþungi dilka hálfu
kiloi mein
Kirkjubæjarklaustri.
SLÁTRUN sauðfjár hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands á Kirkjubæjar-
klaustri stóð yfir frá 16.
september til 31. október. Slátr-
að var alls 26.970 fjár, þar af
2204 fullorðið fé. Við slátrunina
unnu um 60 manns. Meðalfall-
þungi dilka var 13,53 kg en var
13,08 kg sl. ár.
Seint á sláturtíð var haldinn
fundur á Klaustri af hálfu fram-
leiðnisjóðs stéttarsambands og
fjármálaráðuneytis um kaup eða
leigu á fullvirðisrétti.
en í fyrra
Þessi fundur var fámennur enda
sveitafólkið í önnum við slátrun og <
smalamennsku, en fundarboðendur
töldu sig ekki geta haft fundar-
tímann að kveldi.
Hvað sem um þessar ráðstafanir
eða tillögur má segja, þá eru þær
of seint fram komnar. Þær hefðu
þurft að vera kynntar snemma vors,
áður en menn lögðu t áburðarkaup
og annan kostnað vegna sumarsins.
Sumarið í V-Skaftafellssýslu var
gott, heyfengur mikill og góður og
grasvöxtur á útjörð með besta móti.
- Fréttaritari.
IÐANDI I VEROLD TÆKNIÞROUNNAR
HJOLBARÐA