Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 17 Beckett Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Samuel Beckett: The Complete Dramatic Works. Faber and Faber 1986. Beckett varð áttræður á þessu ári. Heildarútgáfa leikrita hans er hér gefin út. Leikrit fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. „Ég hef einung- is áhuga á þeim misheppnuðu,“ sagði hann einhvem tíma skömmu eftir síðustu heimsstyijöld. Og þegar hann stóð á fertugu, 1946, mátti segja að fram að því hefði honum mistekist allt sem hann tók sér fyrir hendur. Honum var allt ósjálfrátt vel gefið, hann var gáfaður, skáld, ágætur íþróttamað- ur og góður námsmaður. Hann afneitaði skylduliði sínu í Dyflinni, hvarf frá háskólanámi og settist að í París, þar sem hann skrifaði furðu- legar smásögur, skáldsögur og kvæði og þýðingar. Hann var náinn vinur James Joyce og umgekkst „avant gard-ista" í París áranna fyrir stríð. Fyrsta skáldsaga hans „Murphy" var endursend frá 42 útgefendum þar til hún fékkst loks útgefin 1938. „Watt“ kom út 1953, eftir að hafa verið hafnað af fjölda útgefenda. Árbók Suðurnesja Bókmenntir Erlendur Jónsson ÁRBÓK SUÐURNESJA 1984-1985. 2.-3. árg. 170 bls. Ritstj. Jón Böðvarsson og Ragnar Karlsson. Söguf. Suðumesja. Njarðvík, 1986. Þetta er í annað skiptið sem Sögufélag Suðumesja sendir frá sér Árbók. Efnið er allt tengt heima- högum og sumir höfundanna þar búsettir. Aðrir hafa starfað þar. Ritið hefst á þætti Jóns Böðvars- sonar, Rúnasteinar á Suðumesj- um. Rúnir tengjum við gjaman við fomeskju gráa. Rúnir fyrirfínnast víða á Norðurlöndum, höggnar í stein. Einnig vom þær ristar á tré. Ekki gekk alltaf jafn vel að ráða. íslenskur fræðimaður á 19. öld hljóp á sig með því að lesa rúnir út úr bergi sem orðið hafði fyrir vatns- rofi. Fram undir þetta hafa fræði- menn deilt um rúnir, aldur þeirra og útbreiðslu. Jón Böðvarsson rifjar það upp og hnýtir skemmtilega við athuganir á rúnum sem fyrirfinnast á Suðumesjum, höggnar í stein. Annan þátt á Jón þama og nefn- ist Sálmaskáldið á Kálfatjöra. Segir þar frá Stefáni Thorarensen sem prestur var á Kálfatjöm fyrir aldamótin síðustu. Merkisprestur hefur séra Stefán verið. Og sálma- skáld allgott þó nú sé tekið að fymast yfir nafn hans og kveðskap. Þá eru tveir þættir eftir Ólaf Ásgeirsson. Nefnist hinn fyrri: „og hér til gef ég þér jörðina er Hvalsnes heitir . ..“ Um jarðeig- endur á Suðumesjum á miðöld- um. Þáttur þessi segir kannski meira en í látlausri fyrirsögn felst. Svo mótsagnakennt sem það nú virðist vera hlutu Suðumes löngum að gjalda auðsældar sinnar og hlunninda. Allt slíkt ásældust bisk- upsstólar og klaustur og á því fengu Suðumesjamenn gróflega að kenna. Ekki hafði nálægðin við Bessa- staðavaldið heldur heillavænleg áhrif á framtak heimamanna, síður en svo. Þetta rekur Ólafur Ásgeirs- son skýrt og skilmerkilega í fróðleg- um þætti. I öðrum þætti rifjar hann svo upp máldaga Staðarkirkju í Grindavík. Þá kemur samantekt Ragnars Karlssonar: „Skammtal og ævi- skuggsjá" Guðna sýslumanns Sigurðssonar. Sérkennilegur er sá kveðskapur. Og ekki mikill skáld- skapur. En merkilegt er eigi að síður þetta gamla ævikvæði ýmissa hluta vegna. Ragnar hefur valið þann kostinn að birta það stafrétt eftir handriti. Stafsetningin er rannsóknarefni út af fyrir sig. Þarf lesandinn að átta sig vel á henni ef hann ætlar sér að lesa þetta reiprennandi. Til er fjöldi óprentaðra kvæða frá fyrri öldum. Þó margt af því teljist ekki mikils háttar skáldskapur getur þetta gef- ið talsverða hugmynd um mannlíf fyrri tíma. Ragnar hefur vel gert að birta kvæði þetta og fylgja því úr hlaði með glöggum formálsorð- um þar sem hann segic frá mönnum og málefnum er við sögu koma. Jón Böðvarsson Þá skal nefna þættina Sfjóm- sýsla á Suðurnesjum eftir Eyþór Þórðarson, Sitthvað frá upphafs- ámm vélbátaútgerðar i Garði eftir Kristin Ámason og Her og þjóð eftir Pál Vilhjálmsson. Síðast taldi þátturinn er nokkuð ungæðis- legur og ætti kannski heima annars staðar en í söguriti. Að lokum er svo samantektin: Myndlistasýningar i Keflavik eft- ir Skúla Magnússon. Það er fyrri hluti. Er það hið fróðlegasta jrfirlit. Meðal listamanna, sem þar koma við sögu, eru Kristinn Reyr og Helgi S. Jónsson. Hinn síðamefndi er látinn fyrir nokkrum ámm. Krist- inn Reyr er nú þekktari sem rithöf- undur. Helgi S. Jónsson var mikil driffjöður á sviði félagsmála á Suð- umesjum og lagði gjörva hönd á margt. Slíkir menn eiga, oft og tíðum, drýgri þátt í að móta og auðga mannlíf á sínum stað en í fljótu bragði virðist. Nokkrar myndir em i árbók þess- ari, einnig kort. Hafa ritstjórar og Sögufélag Suðumesja sýnilega gert sér far um að láta rit þetta rísa undir nafni. SIEMENS SIEMENS uppþvottavél LADY SN 4510 með Aqua- Stop vatnsöryggi. Vandvirk oq hijóðlát. Smith og Norland, Nóatúni4, s. 28300. Samuel Beckett „Beðið eftir Godot" 1954 varð á allra vömm og þar með varð Beck- ett eitt umtalaðasta skáld sjötta áratugarins. Beckett skrifar mörg verka sinna á frönsku og þýddi þau síðan á ensku. Hann hafði verið hið einmana skáld, sem aldrei sló af kröfum sínum, hélt sínu striki, hvað sem hver sagði. Þótt hann yrði frægur með Godot, þá breyttist hann ekki né verk hans frá því sem áður var. Það sem hafði breyst var viðhorf lesenda og hlustenda, svo að hann var talinn tjá tíðarandann á sjötta áratugnum og áfram. Hann hefur aldrei verið vinsælt skáld, og það var meira talað um hann og verk hans en hvað þau vom lesin. Hann lýsir hinum allslausu, nöktu og algjörlega þýðingarlausu mann- vemm í fullkomnu tilgangsleysi. Absurdisminn er fullkomnaður, ein- staklingurinn fmmkvæðalaus lífvera, soðbollar, sem skoppa til og frá i mannlífsstraumnum, tómir og þess vegna utan alls samfélags og sjálfsvemleika, bíða eftir ein- hveiju og tala og hlusta og vita þar með, að eitthvað sem heitir líf hrær- ist með þeim, sem er þó ekkert líf, í besta falli úttroðin túba full af tómleika. Beckett var talinn til „absurdist- anna“ og þótt flokkun bókmennta- verka í skóla eða flokka, geti oft orkað tvímælis þá er absurdismi Becketts frá vissu sjónarhomi hreinn realismi. Sum leikrita Beck- etts em skopstælingar á sígildum bókmenntaverkum eða háð um skynsemdarfulla rökhyggju. Eina frelsi persónanna býr í eigin meðvit- und, þær gera sér hugmyndir um persónur, sem verða þeim sönnun eigin tilvem, sem þær verða að tjá, án þess að nokkuð sé að tjá og þá aðeins á holu táknmáli, sem er dautt. Nauðsyn tjáningarinnar er eina lífshvötin í heimi, sem er í upplausn. Þessi spegilmynd Beck- etts sjálfs gengur aftur í öllum persónum hans. VIÐGERÐAR NÚNUSIA Á VÖKVADÆLUM OG BÚNAÐI Sérhæft verkstæði - Allar dælur álagsprófaðar í nákvæmum prófunarbekk. Áratuga reynsla starfs- manna og fullkomnasta vökvadæluverkstæði ryj. landsins tryggir þér {O/ góða þjónustu. lÁNDVÉÍAfíHF SMIOIIAÆGI66. KCm/OGI. S 91-76600 KOMDU KRÖKKUNUM Á ÓVART! Farðu til þeirra um jólin Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flugleiðir bjóða. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn Qautaborg Stokkhólmur Osló London Glasgow Luxemborg kr. 14.110 kr. 13.990 kr. 16.150 kr. 13.890 kr. 12.080 kr. 10.460 kr. 13.350 Bamaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi l. des. (Jpplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.