Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 19 Arngrímur og Helgi skipaðir sakadómarar FORSETI íslands hefur skip- að þá Arngrím ísberg, full- trúa lönreglustjórans í Reykjavík og Helga Ingólf Jónsson, settan deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, í embætti sakadómara frá 1. desember nk. að telja. Tvær stöður sakadómara voru auglýstar lausar fyrir skömmu. Umsóknarfrestur um aðra rann út hinn 25. október, en um hina 15. nóvember. Beðið var með að skipa í fyrri stöðuna sem losnaði þar til umsóknir um þá síðari hefðu borist, þar sem sú sérstaka staða kom upp að tvær stöður losnuðu með svo skömmu milli- bili. Umsækjendur um stöðurnar tvær, auk þeirra Amgríms og Helga voru þeir Ágúst Jónsson, aðalfulltrúi yfirsakadómarans í Reykjavík, Guðjón St. Marteins- son, fulltrúi sakadómarans í ávana- og fíkniefnamálum, Hjört- ur Ottó Aðalsteinsson, fulltrúi yfirsakadómara í Reykjavík, Júlí- us Kristinn Magnússon, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfírði, Garðabæ og Seltjamamesi og sýslumanns Kjósarsýslu og Karl F. Jóhannsson, aðalfulltrúi sýslu- mannsins í Amessýslu og bæjar- fógetans á Selfossi. Einn til viðbótar sótti um, en sá óskaði nafnleyndar. Amgrímur Isberg er fæddur 10. mæ 1952. Hann lauk prófí í lögum frá Háskóla íslands árið 1977 og starfaði síðan sem full- trúi sýslumannsins á Blönduósi frá 1. júní 1977 til 30. júní 1980. Síðan var Amgrímur fulltrúi sýslumannsins á Patreksfírði frá 1. júlí 1980 til 30. apríl 1982. Frá 1. maí 1982 hefur hann starfað sem fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Hann stundaði fr'am- haldsnám í sjórétti í Osló og í réttarsögu í Miinchen á ámnum 1978-1979. Kona hans er Maij- atta ísberg. Helgi Ingólfur Jónsson er fædd- ur 23. apríl 1955. Hann lauk embættisprófí í lögfræði við Há- skóla íslands 1980 og var fulltrúí bæjarfógetans á Sauðárkróki og sýslumannsins í Skagafírði frá 1980 til 1983. Þá gerðist hann fulltrúi sakadómarans í Reykjavík og gengdi því starfi til ágústmán- aðar 1985 þegar hann var settur sakadómari við embættið til árs- loka 1985. 1. janúar 1986 var Aragrímur ísberg Helgi Ingólfur Jónsson Helgi settur deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Auk þessara starfa var Helgi settur sýslumaður í Dalasýslu hluta ár- anna 1985 og 1986, og bæjarfóg- eti á Neskaupsstað hluta ársins 1985. Sambýliskona Helga In- gólfs er Helga Jörgensdóttir og eiga þau eitt bam. Árbók Reykjavík- nr komin út ÁRBÓK Reykjavíkur er kom- in út í fjórtánda sinn síðan útgáfan var endurvakin árið 1973. í henni er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um íbúa borgarinnar og ná- grannabyggðalaga, bygg- ingastarfsemi, samgöngur, atvinnumál, verðlagsmál, gjaldskrármál, rekstur borg- arsjóðs og borgarfyrirtækja og félagsmál. I formála segir að bókinni sé fyrst og fremst ætlað að vera handbók fyrir þá, sem láta sig málefni borgarinnar varða í dags- ins önn. „Höfuðáhersla er lögð á að birta sem nýjastar upplýsingar um það, sem talið er skipta mestu máli í borgarrekstrinum, og tölur eru að mestu leyti látnar tala sínu máli án texta. Þetta takmarkar að sjálfsögðu gildi þessarar út- gáfu fyrir þá, sem unna söguleg- um fróðleik en samanburður á þeim upplýsingum, sem birst hafa í árbókum frá upphafí myndi þó væntanlega gefa ýmislegt til kynna um þær breytingar, sem átt hafa sér stað í Reykjavík, einkum frá stríðslokum.“ Árbókin kemur út í 600 eintök- um og hefur Hilmar Biering deildarfulltrúi í Fjármála- og hagsýsludeild séð um útgáfuna. V estur-Islendingur fylkisstjóri í Manitoba Dr. Georg Johnson, fyrrver- andi heilbrigðis- og mennta- málaráðherra i Winnipeg, hefur verið skipaður fylkis- stjóri Manitoba í Kanada. Það var forsætisráðherra landsins, Brian Mulroney, sem skipaði Johnson í embættið sl. föstudag. Samkvæmt kanadísku stjómarskránni er þetta æðsta opinbera staðan í hveiju fylki. Dr. Johnson, sem er 66 ára að aldri, er íslenskur í báðar ættir, á með- al annars ættir að rekja til Hóla í Hjaltadal. Kona hans, Doris, er dóttir dr. Ágústs Blöndal, læknis í Winnipeg og Guðrúnar Blöndal. íslendingur hefur ekki verið skip- aður í svo háa stöðu í Kanada áður, að því er segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borizt. TROMPIÐ ER TRYGGING < o z 5 a Pað er góð trygging í TROMP reikningnum, hann er verðtryggður, óbundinn og hefur auk þess grunnvexti. Pú getur alltaf lagt inn, alltaf tekið út. Vextir eru lagðir við höfuðstól 2var á ári. Treystu TROMP reikningnum, hann er góð trygging. TROMP reikningurinn er einungis í Sparisjóðnum. SPARISJÓÐIRNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.