Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 13 einkalíf, að nálgast hnýsni. Að sögn þeirra sem best vita var góð vinátta með þeim Nordal og Theodoru og í vinahópi þeirra beggja voru frænk- ur Theodoru, skáldkonumar og tvíburasystumar Herdís og Ólína Andrésdætur sem líka eru innan spjalda Mannlýsinga. Meðal annars víkur NordaPað Skúlamálinu sem furðu margir hafa gert sér mat úr að undanfömu. Þriðja bindi Mannlýsinga hefur fengið heitið Svipir og skiptist í kaflana Örlagaþættir, Svipir, ís- landsvinir og Samferðamenn. Sumt af því sem hér er skrifað er í tæki- færis- og minningarskyni, en allt með fádæmum vandað eins og Nor- dals var von og vísa. Eggjun Sigurðar Nordals Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigurður Nordal: Ritverk. Mannlýsingar I-III. Jóhannes Nordal hafði umsjón með útgáfunni. í ritnefnd með honum voru Eirík- ur Hreinn Finnbogason, Kristján Karlsson og Ólafur Pálmason. Útlit: Hafsteinn Guðmundsson. Almenna bókafélagið 1986. Fagnaðarefni er það að fyrstu þijú bindin í ritsafni Sigurðar Nor- dals eru komin út og tilhlökkunar- efni að von er á fleiri bindum í ritsafninu. Fyrstu þrjú bindin em réttnefnd Mannlýsingar. Verk Nor- dals í heild má kalla mannlýsingar því að hann lagði mikla rækt við að lýsa öðm fólki, lifandi og látnu. Um leið lýsti hann eftirminnilega sjálfum sér. Jóhannes Nordal skrifar m.a. í Formála um Mannlýsingar I—III: „Flestar veigamestu ritgerðimar í þessum flokki fja.Ua um höfuðskáld og ritsnillinga íslendinga fyrr og síðar, en auk þess er hér saman kominn fjöldi annarra greina, eink- um um samtíðarmenn Sigurðar. Rauði þráðurinn í þeim öllum er lýsing á þeim einstaklingum, sem um er ritað, örlögum þeirra, lífsskoðun og þroska." Fyrsta bindið nefnist Frá Snorra til Hallgríms, annað bindi Skáldaöld og þriðja bindi Svipir. Mannlýsingar hefjast á bók Nordals um Snorra Sturluson og þeim lýkur á grein um Svein Framtíðarskáld. Þetta gefur nokkra hugmynd um fjöl- breytni Mannlýsinga, enda talar Jóhannes Nordal um það réttilega í fyrrgreindum Formála að verk föður hans séu „íjölþætt að efni“. Um Snorra Sturluson skrifar Sig- urður Nordal að hann skari fram úr í „hinni rólyndari list sundur- lauss máls, í andlægri frásögn, þar sem hann lýsir persónum og at- burðum". Að mati Nordais varð Snorri ekki meira skáld vegna þess að hann „yrkir eftir reglum listar, sem fyrir löngu hafði lifað sitt feg- ursta". Það sem Sigurður telur að hafi dugað Snorra vel er marglynd- ið þvi að það er „ágætur jarðvegur fyrir fjölbreyttar gáfur, víðsýni, skilning og dómgreind". í bókinni um Snorra Sturluson og hugleiðingunum um Snorra á 700. ártíð hans eins og í öðrum rit- gerðum fyrsta bindis hefur Sigurð- ur Nordal valið þann kost að hafa rúmt til veggja, gefa lesandanum tækifæri til að draga sínar eigin ályktanir. Enda skrifar Sigurður í eftirmála Hallgríms Péturssonar og Passíusálmanna, Að viðskilnaði, að svo sé um „þessi hugleiðingabrot eins og allt, sem ég hef borið við að skrifa um bókmenntir, að þeim er fremur ætlað að verða eggjun til sjálfstæðs lestrar og umhugsun- ar en að mig langi til að troða mínum eigin skilningi upp á lesend- ur“. En þótt skynsemin sé leiðarsteinn í ritgerðum Sigurðar Nordals er hann ekki alltaf hógvær og lítillát- ur. í inngangi ritgerðarinnar Átrúnaður Egils Skallagrímssonar fullyrðir hann til dæmis að „bæði höfundi Egilssögu og nútíma-skýr- endum virðist hafa sézt yfir aðalat- riðið í efni“ Sonatorreks. En það er hann, Nordal, fær um að benda á. í öðru bindi er á ferðinni „hinn mikli skáldaskóli 19. aldar" ogskáld tengd þeirri öld. Sumar þessara löngu ritgerða hafa komið út í sjálf- stæðum bókum: Stephan G. Steph- ansson, Einar Benediktsson. Aðrar eru mjög kunnar: Bjarni Thoraren- sen, Grímur Thomsen, Matthías við Dettifoss, Þorsteinn Erlingsson. Tvær greinar birtast á prenti í fyrsta sinn og fjalla þær um Vatns- enda-Rósu, Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar. Ritgerð Nordals um Theodoru Thoroddsen í öðru bindi er dæmi- gerð fyrir hann. Hún er svo ítarleg, einkum um persónu Theodoru og Ég vil aðeins geta tveggja rit- gerða, en lofa lesendum þessarar umsagnar að mikil auðlegð bíður þeirra á blöðum Mannlýsinga, ekki síst þriðja bindis. Ungt fólk sem ekki einu sinni hefur handleikið Áfanga Nordals þarf sem fyrst að kynnast meistaranum og sökkva sér niður í það sem hann hefur hugsað og skrifað. En þær ritgerðir sem mér eru sérstaklega minnisstæðar eru um Davíð Stefánsson og Engel Lund. í minningarorðum um Davíð Stefánsson sér Sigurður Nordal ástæðu til að nefna Skógarhind, eitt af síðustu kvæðum skáldsins. Og hann nefnir einmitt þetta kvæði vegna þess að það minnir hann á Sigurður Nordal prófessor. fyrstu kvæði Davíðs „einfalt eins og þau þjóðkvæði, sem hann unni frá æsku, — engin ádeila, enginn boðskapur, engin mælska, ekkert nema tær ljóðræn fegurð". Með því að benda á þennan skyldleika og ekki síst minna á þann mann ein- verunnar sem Davíð var, kemst Nordal að kjama máls eins og svo oft áður. í ritgerðinni um Litlu stúlkuna í Apótekinu, Engel Lund, er hægt að vera ósammála Nordal vegna þess að hann heldur því fram að hin stóra og þroskaða kona sé enn bam. En þetta skilur maður betur þegar vikið er að gleði hennar yfír öllu skemmtilegu og alvöm sem lýsir sér í því að bera „djúpa lotn- ingu fyrir undram tilverannar og mannlífsins". Eins og koma mun fram í rit- safni Sigurðar Nordals sem reyndar kallast ritverk var hann skáld og ekki af lakara tagi. En hann er líka skáld í ritgerðum, list sundurlauss máls, þar sem marglyndið nýtur sín fyllilega og ræður oft ferðinni. Mimi ÁNANAUSTUM 15 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655 Stúdentspróf — eöa sambærileg menntun Próf frá Ritaraskólanum Aukin menntun getur ekki aðeins merkt fleiri og betri taskifeeri á vinnu- markaðinum, lika hærri laun, meiri ábyrgö og þegar best lætur: betra lif. Menntun er besta fjárfestingin. jMímir hefur lengi verið í fararbroddi í sérmenntun skrifstofufólks hér á landi. Nú kynnir skólinn tvær nýjar námsbrautir fyrir þá sem vilja ná lengra í starfi. Með öðrum orðum: nýtt og spennandi framhaldsnám fyrir vel menntað skrifstofufólk. Tvær frama- brautir: fjármálabraut og sölubraut. Báðar námsbrautimar henta vel fólki með stúdentspróf eða sambærilega menntun og nemendum Ritaraskól- ans sem öðlast hafa einhverja starfs- reynsiu. Kerrnt er virka daga vikunnar þrjár klukkustundir á dag í sjö mán- uði. Pátttaka er takmörkuð við tólf á hvorri braut og námið hefst 19. janúar 1987. Híkaðu ekki við að hringja og leita nánari upplýsinga um þessa nýju möguleika til menntunar. Vertu með á framabraut. Fjármálabraut: Sölubraut: • Verslunarreikningur. • Verslunarreikningur • Rekstrarhagfræði. • Mannleg samskipti. • Reikningshald. • Starfsmannastjómun. • Bókfærsla II. • Sölutækni I og II. • Bókfærsla III. • Verslunarenska. • Skattur og bókhald. • Telex. • Verðbréfamarkaður • Skjalavarsla. • Starfsmannastjómun. jjl| • Vélritun. • Tölvur. • Tölvur. Sérmenntun fyrir skrifstofufólk:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.