Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 45

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 45 Hröð handtök söltunarstúlknanna fylla hverja tunnuna á fætur ann- arri. „Skiptumst á að vera á viktinni." „Meira líf í kringum síldina“ „Við skiptumst á að vera hér á viktinni." Hólmfríður Guðjóns- dóttir viktar síldartunnurnar hjá Norðursíld og segir að 141 kíló eigi að vera i trétunnunum en 146 í plastinu. Hún segist hafa unnið í fískinum í átta ár. „Það er miklu meira líf í kringum síldina, það getur verið erfitt að salta en það er mun betur launað. Og svo kynnist maður mörgu nýju fólki." „Tek síldarsöltun fram yfir venjulega fiskvinnu.“ „Með pallíettur í hárinu“ SIGURBJÖRG Jónsdóttir hjá Norðursíld segist hafa unnið oft í síldinni og tekur síldarsöltunina fram yfir aðra fiskvinnu. „En þetta er erfið vinna og menn þurfa að leggja mikið á sig við þessa vinnu. Mig langar að taka það fram að það eru svo til eingöngu konur sem vinna við söltunina, karlmenn líta ekki við þessu. Eg er alveg viss um að ef konur hættu að vinna við síldarsöltun, þá yrði ekkert saltað í landinu. Það er meira líf og fjör í kringum þetta en venjulega fiskvinnu, en þetta er líka óþrifalegt, við erum t.d. vanar því að vera með síldarpal- líettur í hárinu!" „Fórum einn daginn upp í 1600 tunnur.“ Siguijón á viktinni. í síldinni í sumarfríinu „Það eiga að vera 129 kílo í plas- tunnunum en 139 kíló í trétunn- unum“ segir Sigurjón Ólason þar sem hann viktar hveija tunnuna á fætur annarri hjá Vertökum. Hann segist hafa tekið þátt í síldarævintýrinu hér áður fyrr og geti ekki hugsað sér að missa af sfldartsöltuninni. Sigutjón vinnur hjá Vegagerðinni, en er í síldinni í sumarfríinu. „Hvort ég vilji frekar vera hér en á sólarströnd? Já, ég líki því ekki saman!" -Hvað viktar þú margar tunnur á dag? „Venjulega 7-800 tunnur, einn daginn fórum við þó upp í 1600 tunnur." Síldin fryst í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, en þaðan fer hún á Japans- markað. Ingibjörg Heiðdal „Alltaf gaman að salta“ „Ég hef verið í síldinni frá þvi í haust, það er alltaf gaman að salta“ segir Ingibjörg Heiðdal hjá Strandasíld. Ingibjörg kom í sfldina á Seyðis- fjörð eftir að hafa búið í Reykjavík um tíma. Ingibjörg er frá Seyðis- fírði og síldin togar í hana aftur á heimasióðimar. „Það er hægt að hafa talsvert upp úr þessu ef menn eru duglegir." „í lagi að grípa í þetta“ „Ógeðslegt og hundleiðinlegt“ HLYNUR ODDSSON er einn af örfáum karlmönnum sem voru við sildarsöltun hjá Strandasíld. Hann segist hafa gripið i þetta að gamni sinu. „Það er allt í lagi að grípa í þetta, en þetta er ógeðsleg vinna og hundleiðinleg" segir hann um leið og hann sópar sildunum ofan í tunnu. Jónborg Valgeirsdóttir „Skemmtilegra að skera“ „Ég kvíði alltaf svolítið fyrir áður en síldarsöltunin hefst“ seg- ir Jónborg Valgeirsdóttir hjá Norðursíld sem sker sildina æfð- um höndum. „Þetta er meira lýjandi en venju- leg fiskvinna, en þegar sfldarsöltun- in er hafín finnst mér virkilega gaman að þessu. Þetta er erfið vinna, skemmtilegra finnst mér að skera sfldina og salta en heilsalta.“ Aldis Kristjánsdóttir „Ekki skemmtilegra í síldinni“ „Ég hef saltað síld árum saman.“ Aldís Kristjánsdóttir hjá Norð- ursíld gefur sér tima til að lita upp úr síldarsöltuninni smá stund. Hún segist vinna í fiski jöfnum höndum og það sé ekki skemmti- legra að vinna við sfldarsöltun en vinna venjulega fiskvinnu. „En það er meira upp úr þessu að hafa, það er fljótlegra að heilsalta sfldina en skera hana og salta en gaman að fást við þetta ef við erum með góða sfld.“ Texti: Valgerður Jónsdóttir Ljósmyndir: Jón Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.