Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 47 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PAUL NITZE Gagneldflaugasamn- íngurinn og ágrein- ingurinn í Reykjavík PAUL Nitze, höfundur eftirfarandi greinar, er sérstakur ráðgjafi Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og George Sliultz, utanríkisráðherra, í vígbúnaðarmálum. Hér fjaUar hann um Gagneldflaugasamning stórveldanna (ABM), geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna og ágreininginn nwi hana, sem varð til þess, að samningar tókust ekki á leið- togafundinum í Reykjavík. Birtist greinin fyrst í banda- riska stórblaðinu The Washington Post. Aleiðtogafundinum í Reykjavík kom fram mikill ágreiningur milli Bandaríkja- manna og Sovétmanna um þá tillögu þeirra síðamefndu, að geimvamarannsóknir skyldu takmarkaðar miklu meira en getið er um í gagneldflauga- samningnum (ABM) frá 1972. Varð þessi ágreiningur m.a. til að koma í veg fyrir víðtæka samninga um skynsamlegt vígbún aðareftirlit. Bandaríkjastjóm telur, að báðar þjóðirnar eigi að standa að öllu leyti við ABM-samning- inn eins og hann er nú og því er ástæðulaust fyrir hana að fallast á aðrar takmarkanir við rannsóknum og tilraunum en þar er kveðið á um. Við hljótum einnig að minna á þær áhyggj- ur, sem við höfum af rannsókn- um og tilraunum Sovétmanna með gagneldflaugakerfí, en þær benda til, að þeir ætli að koma því upp um öll Sovétríkin. Við krefjumst þess einnig, að Sovét- menn taki niður Krasnoyarsk- ratsjána, sem við teljum vera beint brot á ABM-samningnum. Þvert ofan í þessa skoðun Bandaríkjastjómar lögðu Sov- étmenn til á fundinum á íslandi, að ABM-samningnum yrði breytt og rannsóknir og tilraun- ir með geimvamir einskorðaðar við rannsóknastofuna. Það, sem fyrir þeim vakti, var einfaldlega að gera geimvamaáætlunina að engu. Bandaríkjastjóm er þeirrar skoðunar, að það sé alveg ljóst hvað ABM-samningurinn leyfir og hvað hann bannar og þær samningaviðræður, sem farið hafa fram á grundvelli hans, styðja þann skilning hennar. Sovétmenn, sem hafa það að yfirskini, að þeir vilji „treysta" samninginn, stefndu hins vegar að því breyta honum og banna það, sem honum var ekki ætlað að banna. Þetta vildi Reagan, forseti, ekki samþykkja og lagði til á móti, að báðar þjóðimar fylgdu samningnum nákvæm- lega. Þegar um þessi mál er fjallað verður að gera greinarmun á rannsóknum og þróun. í ABM- samningnum er ekkert tekið fram um rannsóknir enda var það svo í SALT I-viðræðunum, að hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn trúðu því, að unnt væri að koma við raunverulegu eftirliti með þeim. Sannleikur- inn er sá, að hvorug þjóðin vildi takmarka rannsóknir og í AB- M-samningnum er heldur engin tilraun gerð til þess. Bandaríkjamenn hafa alltaf greint á milli „rannsókna" og „þróunar" samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem Harold Brown kom fram með árið 1971 í yfírlýsingu til sovésku sendi- nefndarinnar í SALT I-viðræð- unum. Rannsóknir felast m.a. í fræðilegri hönnun og tilraunum en þróun er undanfari fullkom- inna tilrauna með kerfí og einingar, sem ætlaðar eru til raunverulegra nota. Þróun vopnakerfís hefst með smíði og Paul Nitze tilraunum einnar eða fleiri eft- irlíkinga kerfísins eða helstu hluta þess. Meginákvæði ABM-samn- ingsins eru ölium kunn. I grein I er bannað að koma upp gagn- eldflaugakerfí til varnar öllu landi aðildarþjóðarinnar. Þar er átt við kerfíð sem heild, ekki einstaka hluta þess, og kveðið á um bann við að koma því upp en ekki við rannsóknum. Grein V bannar þróun, tilraunir og smíði ABM-kerfa, sem komið er fyrir á eða í sjó, í lofti, í geimnum eða eru hreyfanleg á landi og einnig kerfíshluta sam- kvæmt þeim skilgreiningum, sem notaðar voru árið 1972. Á hinn bóginn leyfir ABM-samn^ ingurinn fems konar þróunar- og tilraunastarfsemi. Það skiptir miklu við skil- greiningu eins þáttar þeirra athafna, sem ABM-samningur- inn leyfír, að huga að viðauka, sem kallast „samþykkt yfírlýs- ing D“. Fjallar hann um þann möguleika, að í framtíðinni verði smíðuð önnur ABM-kerfí og kerfíshlutar, sem byggist á öðrum skilgreiningum og lög- málum en þá þekktust. Um háþróuð kerfí af þessu tagi fer samningurinn öðmm höndum en þau, sem skilgreind eru í grein II og byggjast á tækni- þekkingu ársins 1972. I „samþykktri yfírlýsingu D“ segir, að smíði og notkun háþró- aðra kerfa skuli vera háð viðræðum og samþykki aðila en ekki hins vegar þróun eða tilraunir með þau. Takmarkan- imar í grein V eiga því ekki við. Þessi skilningur á „sam- þykktri yfírlýsingu D“, „rúma“ túlkunin eins og hann kallast, styðst fyllilega við texta ABM- samningsins og þær samninga- viðræður, sem frá upphafí hafa farið fram á grundvelli hans. Þrátt fyrir það hefur Banda- ríkjaforseti ákveðið, að svo lengi sem við teljum okkur geta náð markmiðum okkar með geimvamarannsóknunum, muni Bandaríkjastjóm ekki breyta upphaflegum áætlunum í þessu efni. Það þýðir, að við þurfum ekki einu sinni að not- ast við rúmu túlkunina til að halda rannsóknunum áfram. ABM-samningurinn leyfír þrenns konar þróunar: og til- raunastarfsemi aðra. í honum em t.d. engar hömlur settar við þróun og tilraunum tækja, sem em hvorki hluti ABM-kerfís eins og það er skilgreint í samn- ingnum né geta komið í hans stað. Auk þess leyfír samning- urinn tilraunir á tækjum, sem em ekki ABM-tengd, hafa ekki þá eiginleika, sem ABM-kerfíð krefst. Tilraunir með gagneld- flaug em taldar ABM-tengdar ef reynt er að láta hana hitta langdræga kjarnorkueldflaug á flugbraut en það á hins vegar ekki við þegar reynt er að hitta skotmörk á sporbaug um jörðu. Leyfð er þróun og tilraunir með ákveðnar ABM-ratsjár á landi og skotpalla með tiltekið til- raunasvið og loks má þróa og reyna ABM-gagnflaug eða gagnvöm, sem skotið er af ABM-skotpalli og reynd í geimnum. Sovétmenn verða að skilja, að Bandaríkjamenn em andvíg- ir meiri takmörkunum á þróun og tilraunum en samið hefur verið um og skjalfestar em með ABM-samningnum. Með þann skilning að bakhjarli getum við unnið áfram að víðtæku sam- komulagi um vígbúnaðareftirlit, sem leyfír rannsóknir og til- raunir, fækkað langdrægum kjamorkuvopnum og breytt vígstöðu beggja þjóðanna þann- ig, að þær treysti meira á vamir en árásarmátt. ELDAVÉL EK 1734 MEÐ GLERHITAPLÖTU Tvöfaldur ofn. Yfir- og undirhiti, blástur, grill. Sjálfhreinsandi. 4 hitaplötur. Glerhurð með barna- öryggi, loftræst. Geymsluskúffa, stillanlegir fætur. Færanleg topp- plata. Litir: hvitur og brúnn. 2 ÁRA ÁBYRGÐ Blomberg Nóvemberkjör: Verð 39.890 stgr. útborgun 5.000,- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. x BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI I6995 símar 681722 og 38125 ílllllÓt SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- 0G B0RÐBÚNAÐ í TILEFNI 2 ÁRA AFMÆLIS VERSLUNARINNAR BÚBÓT BJÓÐUM VIÐ 10% AFSLÁTT Á VÖRUM VERSLUNARINNAR ÚT NÓVEMBER • POTTAR • GLERVÖRUR • PÖNNUR • BÖKUNARVÖRUR • HNÍFAPÖR • FONDUE • MATARSTELL • BORÐDÚKAR • KAFFISTELL • BÚSÁHÖLD • GLÖS • RAFTÆKI fO % aýitdtttei NÝBÝLAVEGI24 - SÍMI41400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.