Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 64

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Evrópukeppni bikarhafa íhandknattleik: Fyrsti heimaleikur Stjörnunnar í Evrópukeppni - Stjarnan þarf að vinna upp sjö mörk gegn Dinos Slovan „VIÐ leggjum allt í sölurnar annað kvöld og gefum ekki tommu eftir, en þaö veröur erfitt aö vinna upp þessi sjö mörk, sem á vantar. í sannleika sagt eru möguleikar okkar á aö komast áfram í keppn- inni ekki miklir," sagði Páll Björgvinsson, þjálfari Stjörnunn- ar, viö Morgunblaöiö aöspurður um Evrópuleikinn gegn Dinos Slovan f Höllinni á morgun. Stjarnan tekur nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni í handknattleik og leikurinn annaö kvöld verður fyrsti leikur liðsins á íslandi í Evrópukeppni, en sem kunnugt er, lék Stjarnan báða leikina í 1. um- ferð í Liverpool. Júgóslavneskir leik- menn í fremstu röð Dinos Slovan frá Ljubljana er eitt af sterkustu liðunum í Júgó- slavíu og segir það sitt um getu liðsins, en Júgóslavar eru bæði ólympíu- og heimsmeistarar í handknattleik. Mikill hraði er í leik liðsins og leikmennirnir eru ekki bundnir í ákveðin leikkerfi, heldur leika frjálsan bolta, sem áhorfend- ur kunna vel að meta. Leikmenn Stjörnunnar voru sammála um að þeir hefðu aldrei leikiö gegn eins sterkri, grimmri og allt að því grófri vörn, en leik- menn Dinos Slovan vissu vel, hvað þeir væru að gera og færu eins langt og dómararnir leyfðu. í liðinu eru fimm landsliðsmenn, en tveir þeirra eru í núverandi landsliði Júgóslavíu. Annar er markvörðurinn Mitja Valencic, sem hefur leikið 21 landsleik. Hann er tveir metrar á hæð og mjög góður að sögn Stjörnumanna. Hinn er leikstjórnandinn Leopold Kalin, sem einnig er hár vexti eins og reyndar flestir leikmenn Dinos Slovan og hefur leikið 11 landsleiki. Peter Mahne hefur leikið 53 landsleiki og er mjög sterkur hornamaður, en leikur allsstaðar á vellinum og er erfiður viðureignar. Stanko Anderluh og Aleksander Vuga eru helstu skyttur liðsins, en Vuga er örfhentur. Stjarnan á uppleið Meistaraflokkur Stjörnunnar í handknattleik tók fyrst þátt í ís- landsmóti veturinn 1970-1971, en síðan 1982 hefur Stjarnan leikið í 1. deild. Árangurinn hefur orðið betri með hverju árinu og sem fyrr segir tekur Stjarnan nú þátt í Evr- ópukeppni í fyrsta skipti. Þennan góöa árangur má ekki síst þakka markvissri og skipulagðri kennslu í yngri flokkunum, en Stjarnan hef- ur verið í úrslitum í öllum aldurs- flokkum undanfarin þrjú ár, sem er betri árangur en nokkurt annað félag getur státað af. í upphafi íslandsmóts var Stjörnunni spáð mjög góðu gengi í vetur og voru forráðamenn flestra félaga á því að Stjarnan yrði ís- landsmeistari í 1. skipti. En þátt- taka í Evrópukeppninni hefur sett strik í reikninginn, þvf liðið hefur þurft að leika marga leiki á fáum dögum og tapað dýrmætum stig- um fyrir bragðiö. En ekki er öll nótt úti enn og víst er að leikmenn- • Sigurjón Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna f fyrri leiknum gegn Dinos Slovan, en annað kvöld verður seinni leikur félaganna í Evrópukeppni bikarhafa. irnir munu gera allt, sem þeir geta, I Leikurinn hefst í Höllinni klukkan I í versluninni Garöakaup í dag og til að sigra Dinos Slovan. I 20 annað kvöld, en forsala verður I á morgun. • Lendl hefur þokkalegustu laun Bestu tennisleik- ararnir með svim- andi há laun Tennis getur gefið vel af sér. Á þriðjudaginn var gefinn út listi yfir tekjuhæstu tennisieikara heimsins á þessu ári og þar kem- ur fram að Lendl, Becker og félagar ættu aö hafa f sig og á án verulegra vandkvæða. Raunar gefur listinn, sem Sam- band atvinnutennisleikara gefur reglulega út, ekki alveg rétta hug- mynd um auraráð kappanna því aðaltekjur sínar hafa þeir af auglýs- ingasamningum allskonar. En listinn gefur samt hugmyndir um röðina því sá sem er sigursælastur CARLOS Bilardo mun stjóra arg- entfnska knattspyrnulandsliðinu fram yfir heimsmeistarakeppnina á ítalfu 1990. Bilardo var mjög umdeildur þjálfari f heimalandi sínu þar til hann gerði Maradona og félaga að heimsmeisturum í Mexíkó f sumar. Sfðan hefur hann verið þjóðhetja. Núgildandi samningur rennur út 31. desember næstkomandi en er venjulega sá sem hefur mestar tekjur af auglýsingum. En tíu tekju- hæstu tennisleikarar heims eru þessir (talið í milljónum króna): Ivan Lendl.Tékkósl. 39.120 Boris Becker, V-Þýskalandi 30.960 Stefan Edberg, Svíþjóð 20.200 Joakim Nyström, Svfþjóð 19.880 Mats Wilander, Svlþjóð 19.440 Anders Jarryd, Svfþjóð 16.040 Yannick Noah, Frakklandi 14.920 Henri Leconte, Frakklandi 14.080 Andres Gomez, Ekvador 13.S20 Miloslav Meclr, Tókkósl. 12.200 Tveir frægir kappar eru þarna aðeins neðar á listanum - þeir Bilardo hefur lofað að skrifa undir nýjan samning til fjögurra ára. Forseti argentínska knattspyrnu- sambandsins sagði að orð Bilardo væru jafngild undirrituðu skjali og því liti hann svo á að málið væri frágengið. Aðalkrafa Bilardos var sú að hann fengi að hafa með sér sömu aðstoöarmenn og fyrir HM í Mexíkó. John McEnroe og Jimmy Connors frá Bandaríkjunum. En Svíar eru sem fyrr geysilega öflugir í tennisí- þróttinni. Landsliðið í körfu: Boð frá Möltu - Björníhópnum BJÖRN Steffensen, ÍR, er f A-landsliðshópnum í körfuknatt- leik, en á nafnalistanum frá KKÍ, sem birtur var á þriðjudaginn, vantaði nafn hans. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu, hefur landsliðinu veriö boðið á sterkt mót í Svíþjóð í jan- úar. Annað boð hefur borist frá Möltu, en þar verður haldið sex þjóða mót á milli jóla og nýárs. Að sögn Einars Bollasonar, lands- liðsþjálfara, er líklegt að ísland taki þátt i báðum mótunum, A-liðið keppi í Svíþjóð og B-liðið á Möltu, en ákvörðun um máliö verður tekin fljótlega. Carlos Bilardo þjálfar Argentínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.