Morgunblaðið - 20.11.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 20.11.1986, Síða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 35 fMtogpni Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Líf og dauði í Norður-Kóreu Getgátur í fjölmiðlum í Asíu og á Vesturlöndum um dauða Kim 11 Sungs, leiðtoga Norður- Kóreu, reyndust ekki á rökum reistar. í fyrradag birtist leiðtoginn á flugvellinum í Pyongyang og tók þar á móti starfsbróður sínum frá Mongólíu, Jambyn Batmunkh. Ekki bar á öðru en hann væri við góða heilsu. Margir fréttaskýr- endur telja, að orðrómurinn um að Kim II Sung hafi verið ráðinn af dögum geti bent til þess að með einhveijum hætti hafi verið seilst eftir völdum hans. Þá greinir hins vegar á um það, hveijir eigi þar hlut að máli og hvort að einhveiju leyti hafí verið dregið úr völdum hans. Vamarmálaráðuneyti Suð- ur-Kóreu segir, að á vopnahléslín- unni, sem dregin er á milli ríkjanna, hafi hermönnum verið tilkynnt um hátalara að O Jin U, vamarmálaráðherra Norður- Kóreu, hafi sölsað undir sig völd í landinu. Hljóðritanir af þessum tilkynningum hafa ekki verið gerð- ar opinberar, en ef staðhæfingar Suður-Kóreumanna eru réttar hlýtur alvarleg valdabarátta að eiga sér stað eða hafa átt sér stað í Norður-Kóreu. Á þessu stigi málsins eru frek- ari getgátur tilgangslausar. En hinar ótímabæru fréttir um dauða Kim 11 Sungs vekja hins vegar athygli á íhugunarverðum stað- reyndum um þjóðfélagið í Norður- Kóreu og veruleikann í kommúnistaheiminum almennt. Geta menn t.a.m. ímyndað sér að fréttir af þessu tagi myndu birtast um vestræna stjómarleiðtoga? Finnst mönnum sennilegt, að full- yrðingar um lát vestræns þjóðar- leiðtoga yrðu ekki hraktar með ótvíræðum hætti fyrr en nokkrum dögum eftir að þær kæmu fram frá ábyrgum aðilum? Að sjálfsögðu ekki og skýringin liggur í þeim mun sem er á fijálsum þjóðfélögum annars vegar og hinum lokuðu þjóðfélögum kommúnismans hins vegar. í hinum fijálsa heimi vitum við allt, sem við viljum vita og stundum jafnvel meira, um stjóm- málamennina, sem við höfum sjálf valið til forystu. Við getum auð- veldlega fengið fregnir um allar ferðir þeirra og stjómarathafnir. Þetta þekkist ekki í lokuðum þjóð- félögum; þar ríkir lejmd yfír einkahögum valdamanna, ferðum þeirra, fyrirætlunum og stjómar- framkvæmdum. Hvergi er leyndin meiri en í kommúnistaríkjunum og í því efni eru lönd eins og Sovétrík- in, Mongólía, Albanía og Norður- Kórea alveg sér á parti. Þessi leynd stafar bæði af ótta valdhafanna við almenning og sannfæringu þeirra, sem reist er á marxism- anum, um að almenningur sé réttlausir þegnar, sem ekki eigi að skipta sér af því hvemig „foringj- amir“ starfa að framkvæmd hinnar „sögulegu nauðsynjar". Hvorki Norður- né Suður-Kórea búa við lýðræði, en mikill munur er þó á réttindum fólks og kjörum í þessum tveimur löndum. í Suður- Kóreu, þar sem markaðshagkerfi er við lýði, hafa orðið vemlegar efnahagsframfarir á síðustu ámm, sem leitt hafa til betri lífskjara almennings og þar er að skapast vísir að raunveralegu lýðræði. Norður-Kórea er hins vegar sama fátæktarríkið og í lok síðari heims- styijaldar, þegar kommúnistar hrifsuðu völdin, og þar hefur engin stjómarfarsbreyting í frjálsræðis- átt orðið. Ríkinu er haldið lokuðu frá umheiminum vegna þess að valdhafamir vita, að ferðafrelsi og fijálst streymi upplýsinga myndi leiða til fjörbrota núverandi stjóm- kerfís. Kim II Sung hefur komið því svo fyrir, að stjómskipuð dýrkun hans í Norður-Kóreu er sambærileg við goðadýrkun i framstæðum trúar- brögðum. Fyrir Vesturlandabúa er þessi manndýrkun í senn ógeðfelld og hlægileg. Hún er Norður-Kóreu líka til minnkunar á alþjóðavett- vangi. Sennilegt er, að sami háttur verði á sambandi leiðtoga og þegna, ef Kim Jong II, sonur Kim II Sungs, tekur við völdum af föð- ur sínum, eins og stefnt mun að. Þegar kommúnistar komust fyrst til valda árið 1917 töldu þeir sig fulltrúa framfaraafla heimsins og þeirri skoðun halda þeir enn fram. Saga 20. aldarinnar hefur hins vegar sýnt og sannað, að kommún- isminn felur ekki í sér framför, heldur afturhvarf til þess tíma, þegar fámenn yfirstétt drottnaði yfir öllum almenningi í skjóli auðs og valdbeitingar. Miðaldaríki Kim II Sungs er skýrt dæmi um þessa staðreynd, sem ekki verður horft framhjá. Kim II Sung er að sönnu lifandi leiðtogi, en hugmyndin, sem ríki hans er reist á, er löngu dauð. Pyntingar í Afganistan Inýrri skýrslu frá mannréttinda- samtökunum Amnesty Inter- national er greint frá því, að afganskir öryggislögreglumenn séu vanir að pynta pólitíska fanga á grimmilegan hátt og oftar en ekki séu Sovétmenn viðstaddir misþyrmingamar og taki þátt í þeim. Þessar fregnir era sannarlega óhugnanlegar, eins og raunar allur hemaður Sovétmanna og leppa þeirra í Afganistan, sem nú hefur staðið í tæp sjö ár. Það er næsta ótrúlegt, hve mikla þolinmæði hinn vestræni heimur hefur sýnt fram- ferði Sovétmanna í Afganistan. Ein milljón manna hefur fallið í styijöldinni þar og tæpar fjórar milljónir lifa við eymdarkjör í út- legð í Pakistan. Er ekki kominn tími til þess að raunveraleg vakn- ing verði í hinum fijálsa heimi um þetta mál? Hvenær er okkur nóg boðið? Fiskamrkaður í Reykjavík er fyrirhugaður í Faxaskála 1, sem er lengst til vinstri á myndinni. Fiskmarkaður: Morgunblaðið/Ámi Sœberg Ferskleiki og gæði ákveði verð NEFND sem falið var af sjávar- útvegsráðherra að kanna möguleika á stofnun fiskmarkað- ar hér á landi leggur til að að komið verði upp tilraunamarkaði með fisk, þar sem verðmyndun verði fijáls. I skýrslu sem nefnd- in sendi frá sér er bent á að hafnir við Faxaflóa, Eyjafjörð eða Vestmannaeyjar uppfylli þau skilyrði sem þarf til að fiskmark- aður muni takast. Þar séu hugsanlegir seljendur og kau- pendur í nálægð við markaðinn, góðar samgöngur að og frá markaði og hafnaraðstað ásamt góðu húsnæði á hafnarbakkan- um. Þrír aðilar, hafnarstjórn Reykjavíkurhafnar, bæjaryfir- völd í Hafnarfirði og bæjarstjórn Dalvíkur, höfðu samband við nefndina og lýstu yfir áhuga á að setja á fót fiskmarkað. I skýrslunni er fjallað um einn tilraunamarkað og kynntir nokkrir valkostir um stærð og fyrirkomu- lag. Engin afstaða er tekin til þess hvort Faxaflóasvæðið gæti borið fleiri en einn markað eða að önnur byggðarlög en þau sem nefnd era ættu möguleika á slíkum markaði. Þegar hafa tvö bæjarfélög hafið undirbúning að stofnun fiskmark- aðar og virðist sem allt kapp sé lagt á að verða fyrstur til, enda mikið í húfi þegar haft er í huga sá beini og óbeini hagnaður sem viðkomandi sveitarfélag getur vænst af fiskmarkaði. Búast má við aukinni umferð fískiskipa í höfn- inni, þjónustu við þau auk smærri fyrirtækja í fiskvinnslu sem vænt- anlega mundu sækjast eftir aðstöðu við höfnina. Höfnunum er einnig kappsmál að tryggja, að í framtí- ðinni muni ekki þeirra eigin skip landa á fiskmarkaði í nágranna- byggðum. Hafnarfjörður Hafnar- og bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hafa þegar hafið undirbún- inga að stofnun fiskmarkaðar. Allt kapp er lagt á að koma honum á sem fyrst og hefur bæjarstjóm Hafnarfjarðar samþykkt tillögu hafnamefndar um að koma á fisk- markaði í Hafnarfirði og lagt til þess lóð við Suðurhöfnina undir hús fyrir markaðinn. Samþykkt hefur verið í bæjarstjóm að stofna hluta- félag um byggingu hússins en hafnarsjóði er jafnframt heimilað að skrifa sig fyrir öllu hlutafénu ef nauðsyn krefiir. Útvegsmannafélag Hafnarfjarð- ar hefur haldið undirbúningsfund að stofnun hlutafélags til að reka fiskmarkað, sem tæki á móti 240 tonnum af fiski á dag. Rúmlega 80 einstaklingar og fyrirtæki hafa skráð sig fyrir hlut, allt frá nokkur þúsund krónum í fimmhundrað þús- und, og er heildar hlutafé um 14 millj. Stefnt er að opnun markaðar- ins í upphafí næstu vetrarvertíðar, sem hefst 1. febrúar en „Við höfum skotið þeirri hugmynd að, að ef menn era að tala um að byija strax í næstu viku eins og mér skilst að Reykjavíkurborg sé að íhuga, þá mætti hugsanlega byija með til- raunamarkað í húsnæði sem bærinn hefur til reiðu og laust á hafnar- svæðinu, en nýja húsið mun rísa eftir sem áður," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri Hafn- arfjarðar. Reykjavík Hafnarstjóm Reykjavíkur hefur einnig ákveðið að opna fiskmarkað í Reykjavík og er hafnarstjóra, sem kannað hefur þennan möguleika frá því í vor, falið að vinna áfram að stofnun markaðarins. Þá hefur ve- rið ákveðið að borgarstjóm boði til almenns fundar um stofnun hluta- félags sem sæi um rekstur fisk- markaðar en þegar hefur verið haldinn fundur með aðilum í sjávar- útvegi í Reykjavík og var þar skipuð nefnd til að vinna að undirbúningi að stofnun félagsins. Ákveðið hefur verið að borgin leggi markaðinum til húsnæði í hluta Faxaskála allt að 3500 fer- metra. „Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um hvenær hægt verði að opna markaðinn, en mönn- um hefur komið í hug að það geti orðið í kring um 1. febrúar," sagði Gunnar B. Guðmundsson hafnar- stjóri. „Við lítum ekki á þetta sem neitt stríð við Hafnfirðinga," sagði Davíð Oddsson. „Við hugsum þetta óháð því sem þeir era að gera, ósk- um þeim alls góðs. Við teljum hins vegar að Reykjavík, sem er næst markaðinum sé besti staðurinn." Frjáls verömyndun En hvað er fiskmarkaður ? Hvernig á að standa að honum ? Eftir hveiju er verið að sækjast með fiskmarkaði ? Hvaða þýðingu hefur hann fyrir útgerð- og fisk- vinnslu í landinu ? Gæti hann haft áhrif á byggðaþróun ? í niðurstöðum könnunar um fisk- markað er lagt til að komið verði á tilraunamarkaði með fisk þar sem verðmyndun á fiski verði fijáls. í því felst að ferskleiki og gæði fisks- ins ásamt framboði og eftirspum hveiju sinni, ráði fiskverði. í skýrsl- unni er lagt til að stofnað verði hlutafélag um rekstur fískmarkaðar sem haldinn er fímm daga vikunn- ar. Gert er ráð fyrir að tilkynna þurfí með nokkurra daga fyrirvara um aflamagn og hugsanlega löndun þegar um togara er að ræða en skemmri tíma þegar minni bátar eiga í hlut. Nefndarmenn vora sam- mála um að fiskur sem ekki seldist á uppboði færi í bræðslu. Bent er á að seljendur sem sjá fram á að fiskurinn seljist ekki geti látið bjóða í fiskinn fyrir sig og keypt hann aftur gegn greiðslu umboðslauna en ekki er gert ráð fyrir að sami fiskurinn fari nema einu sinni á uppboð. Uppgjör við seljendur, innheimta uppboðsandvirðis hjá kaupendum og skil á lögboðnum gjöldum er í höndum fiskmarkaðarins. Markað- urinn þarf því að tryggja sig gegn greiðsludrætti hjá kaupendum og verður að krefjast trygginga af þeim sem óska eftir að bjóða í fisk á markaðinum. Grundvöllur fyrir rétt fiskverð Talsmenn fiskmarkaðar í þeirri mynd sem lagt er til í skýrslunni um tilraunamarkað, telja að með stofnun hans skapist grandvöllur fyrir „réttu og sanngjömu" fis- kverði og verðmyndun verði í samræmi við gæðin á hveijum tíma. Gísli Jón Hermannsson útgerðar- maður, einn þeirra sem sat í nefnd sjávarútvegsráðherra er á annarri skoðun. „Mér líst illa á þennan markað eins og staðið er að honum. Ég vil að það séu fastari skorður og að ekkert brask verði með fisk- inn eftir á,“ sagði Gísli. „Annað hvort er markaður með hann eða ekki.“ Hann telur og nauðsynlegt að ef skip landi afla hér þá eigi að landa á markaðinn og að ef fiskur seljist þar ekki á ákveðnu lágmarks- verði þá fari hann í bræðslu. „Þó að ég sé einn af þeim svartsýnu þá er ég ekki á móti þessari til- raun. Ég vil bara að reglumar verði strangari til að tryggja að markað- urinn heppnist," sagði Gísli. „Ég held að ekki verði hægt að skylda menn til að landa á markað- inum vegna þeirrar sérstöðu sem er hér í samspili útgerðar og vinnslu hvað eignarhluta fiskvinnslunnar í útgerð varðar,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson formaður sjómanna- sambands Reykjavíkur og formaður hafnarstjórnar. „Enda er gengið út frá þvf í kjarasamningi sjómanna að landað sé í heimabyggð og ég sé ekki að hægt verði að skylda menn til að landa vegna smærri byggðalaga þar sem allt byggist á að nægur fískur sé í frystihúsun- um.“ Sama verð og erlendis Guðmundur sagði að í umræðum um fiskmarkað á síðasta þingi sjó- mannasambandsins hefði sér virst sem menr. væra á einu máli um að ferskfiskmarkaður hlyti að verða ráðandi um verð á ferskum fiski. „Menn era almennt inn á því að það verði til hækkunar og að sann- gjarnara verð fáist fyrir gæðafísk,“ sagði Guðmundur. Hann tók sem dæmi að á seinnihluta þessa árs hefðu nokkrir fiskkaupendur getað boðið jafn hátt verð og það meðal- verð sem fæst fyrir fisk á breskum markaði. Það verð er 60 til 70% hærra en gildandi landsambands- verð að frádregnum kostnaði. Sjómenn virðast því telja að fisk- markaður muni gefa þeim jafn hátt verð og fæst fyrir fiskinn á erlend- um markaði, en er allt tekið með í reikninginn ? Sala á markaði erlend- is hefur ekki alltaf verið jafn hagstæð og undanfarin tvö ár. Margir vilja halda því fram að físk- ur af íslandsmiðum fylli þau göt á fiskmörkuðum erlendis sem skapast hafa vegna aflabrests við Noreg og írland. Þess vegna hafi fengist hátt verð fyrir fiskinn erlendis en ekki vegna aukinnar fiskneyslu evr- ópubúa. Ekki má heldur gleyma að sveiflur era á fískverði á erlendum mörkuðum og engin ástæða til að ætla annað en að slíkt gerist einnig á fiskmarkaði hér. Spumingunni um hvort útgerðinni er akkur í sölu erlendis með tilliti til gjaldeyrisöfl- unar var svarað neitandi og þess vegna má ætla að draga muni úr siglingum með ferskfisk geri menn sig ánægða með verðið sem fæst fyrir hann á innlendum markaði. Mögnleiki á sérliæfingn Þegar rætt er um stofnun fisk- markaðar virðast menn nokkuð sammála um að ekki sé ólíklegt að erlendir aðilar komi sér upp um- boðsmönnum hér á landi og bjóði í físk á markaðinum. Flutningskostn- aður og rýmun í hafi yrði þá á kostnað erlendra aðila. En era íslenskir fiskkaupendur samkeppn- ishæfir við erlenda aðila ef þeir flykkjast hingað til að kaupa fisk ? „Fiskmarkaðurinn mun gefa okk- ur tækifæri til að bjóða í þann físk sem okkur vanhagar um á hveijum tíma," sagði Jón Friðjónsson fram- kvæmdastjóri Hvaleyrar í Hafnar- firði. „Hann býður upp á möguleika á sérhæfingu í vinnslu en það er mjög mishagkvæmt að vinna fisk eftir tegundum. Við munum einnig eiga möguleika á betri físki að jafn- aði, sem eykur hlutfall fisks sem unninn er í dýrari pakkningar." Hann benti á að fiskmarkaður kæmi ýmsum smáum fiskvinnslufyrir- tækjum sem sérhæfðu sig í vinnslu á ákveðinni fisktegund mjög til góða. Þar gætu þeir boðið í þann fisk sem þeir sérhæfðu sig í að framleiða og taldi hann ekki ólík- legt að markaðurinn yrði til þess að fjölga smærri framleiðendum. Jón sagðist ekki óttast að fisk- vinnslan í landinu fengi ekki allan þann físk sem hún gæti unnið. „Erlendir kaupendur vilja ekki kaup fisk sem búið er að umstafla," sagði Jón. „Það er því ákveðin trygging fyrir innanlandsmarkaðinn." Áhrif á Bandaríkja- markað Hvað með Bandarikjamarkað, mun innlendur fiskmarkaður hækka fiskverð það mikið að áhrifa gæti á þeim markaði ? „Þegar gerð- ir era samningar um sölu á unninni vöra þá er reynt að spá í fram- leiðslukostnaðinn hveiju sinni,“ sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Og þá koma inn þættir sem spila stærra hlutverk en verð til eða frá á hráefn- inu gerir og það er til dæmis gengi erlendra mynta, sem hafa miklu meiri áhrif á erlenda markaðinn. Hærra verð á hráefni innalands þýðir ekki að við getum fengið hæira verð fyrir fullunna vöra er- lendis, en það yrði kannski til þess að samningar yrðu gerðir með öðr- um hætti." Hann sagðist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að það 25 ára verðlagningarkerfi sem búið hafi verið við væri löngu úr sér gengið. „Stofnun fískmarkaðar af þessu tagi er ein leið til að reyna nýja verðlagningu á fiski og vel þess verð að hún sé gerð,“ sagði Friðrik. „Með þessu fæst beinna samband milli seljenda á hráefni úr auðlind- um okkar og kaupenda, sem vinna hann á íslandi í fyrsihúsum eða fískiðjuveram. Það er stór kostur." Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á ísafirði, sagði að á meðan markað- urinn í Evrópu væri ekki stærri fyrir ísfisk (ferskan fisk), þá væri engin hætta á að verðið hækkaði það mikið á öllum físki. „Markaður- inn er það lítill að þeir era ekki í aðstöðu til að kaupa af okkur allan þann fisk sem við drögum úr sjón- um,“ sagði Jón. „Þá hefur vantað fisk og þess vegna hafa þeir getað boðið betur. Það hefur alla tíð verið þannig að menn hafa viljað hagnýta % sér hátt verð á ísfiskmarkaðinum þegar það fæst en selja á innlendum markaði þegar verð lækkar. Um okkar framleiðslu gildir allt annað lögmál við eram að framleiða frysta afurð fyrir almennan neytanda og hann er ekki reiðubúinn til að fylgja hæsta markaðsverði. Þá kaupir hann frekar önnur matvæli. Ef físk- iðnaðurinn koðnar niður hjá okkur þá glötum við þeim markaði og verðum að hasla okkur völl á nýj- um.“ „Hvað snertir samkeppni við er- lenda markaði, þá ber ég engan kvíðboga fyrir henni. Hún verður þá bara að koma," sagði Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri, Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. „Við verðum bara að ganga úr skugga um að fullunnar íslenskar sjávarafurðir búi við sömu tolla og era gagnvart fiski _sem seldur er ferskur úr landinu. Ég held að fisk- verð á markaði hér muni verða hlutlaust gagnvart verði á Banda- ríkjamarkaði. Þeir sem kaupa á markaðinum era annað hvort litlu aðilamir, sem ekki era með útgerð og svo stærri frystihús sem sér- hæfa sig í ákveðinni framleiðslu." Vegna sérhæfingarinnar taldi hann að frystihúsin ættu að geta greitt hærra verð fyrir fiskinn og því væri þessi tilraun mjög jákvæð. Markaður fyrir allt landið Þegar spurt er hvor fískverð á markaði á SV-homi landsins muni hafa áhrif á verðmyndun á fiski um allt land, er það talið frekar ólík- legt. „Ég held að ef markaður kemur á Islandi þá hljóti hann að kom allstaðar, ekki bara í Reykjavík og Hafnarfirði," sagði Gísli Jón Hermannsson. „Ekki fara menn að aka fiskinum á markað í Reykjavík sem er landað í Grindavík til að flytja hann sícJan aftur til vinnslu í Grindavík.“ í sama streng taka fleiri og benda á að ef ekki komi upp fiskmarkaður í hveijum lands- hluta þá komi að minnsta kosti vísir að honum. „Ég tel eðlilegast að byija við Faxaflóann,“ sagði Sig- urður Einarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Vest* - mannaeyjum. „Þar er markaðurinn stærstur og þar er neytendamark- aðurinn og skilyrðin því best fyrir því að þetta takist." Hann taldi ekki ólíklegt að ef vel tækist til þá yrði markaði komið á í Vestmanna- eyjum sem væri stærsta verstöðin. Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á ísafirði taldi ólíklegt að fiskmarkaði yrði komið á, á Isafirði. „Hér er víðast hvar einn kaupandi á hveij- um stað,“ sagði Jón Páll. „í Grimsby era þeir þijú hundrað. Ef hingað kæmu erlendir fiskkaupendur þá koma þeir sér upp umboðsmönnum á einum markaði og það er náttúr- lega Jjað sem menn hafa hugsað sér. Ég veit ekki hvort fiskmarkað- ur er spor í framfaraátt. Við höfum verið að byggja upp okkar fiskiðnað á undanfömum áram og þúsundir manna um allt land byggja afkomu sína á honum. Ef menn ætla að flytja þennan iðnað til annarra landa mun það hafa margvísleg áhrif, sem engin veit hvaða afleið- ingar hafa.“ Flestir aðilar á ísafirði og á norðanverðum vest§örðum hafa þann háttinn á að þeir taka þann fisk til vinnslu sem þeir geta unnið með góðu móti en hitt er- sent á ísfiskmarkað erlendis. Rétt er að taka fram að áður var sá umfram afli, sem nú fer á ísfísk- markað, unninn í_ skreið með misjöfnum árangri. Á ísafírði hefur því vissri hagræðingu verið komið á nú þegar. Jón taldi að fískmarkað- ur við Faxaflóa muni fá þann físk sem hann þarf ef hann greiðir sama verð fyrir hann og fæst fyrir gáma- fisk. Áhrif f iskmarkaðar á búsetu Flestir viðmælenda veltu fyrir sér hvaða áhrif fiskmarkaður gæti haft á byggðaþróun í framtíðinn ef ekki verði komið á fiskmarkaði víðar en á Faxaflóasvæðinu. Bent er á að sveitarfélög á j'aðarsvæðum", eins og t.d. Patreksfjörður gætu hugs- anlega orðið illa úti ef bátar þaðan lönduðu afla á markaði við Faxaf- lóa. Því er einnig ósvarað hvaða áhrif hátt verð á þeim markaði hefði á verðmyndun annarstaðar á landinu. Er hugsanlegt að ásókn báta á fiskimið nálægt markaðinum aukist ? Þessum spumingum og mörgum öðram verður ekki hægt að svara fyrr en séð verður hvemig„ tekst til með fískmarkaðinn. Minna má á að hér er fyrst og fremst um tilraun að ræða til að losna undan verðlagskerfí, sem við höfum búið við í 25 ár og ýmsir telja, þar á meðal'Friðrik Pálsson að sé löngu úr sér gengið. Texti: Kristín Gunnarsdóttir í Hafnarfirði er fyrirhugað að reisa hús fyrir fiskmarkað í Suðurhöfninni upp af Óseyrarbryggjunni á óbyggðu svæði til vinstri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.