Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 65

Morgunblaðið - 20.11.1986, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 65 Haust-^ þing SKÍ Landsmótið á ísafirði um páskana HAUSTÞING Skíftasambands ís- lands var haldið í íþróttamiðstöð- inni Laugardal dagana 31. október og 1. nóvember 1986. Fundinn sóttu 46 fulltrúar úr öll- um skíðahéruðum. Þingið var sett af formanni SKÍ, Hreggvifti Jónssyni. Þingforseti var kosinn Helgi Hallgrímsson og þingritari Auður Ólafsdóttir. Lögð var fram skýrsla stjórnar SKÍ 1985—1986 og reikningar sambandsins. Fjöldi mála lá fyrir þinginu og voru þau rædd mjög ítarlega í nefndum. Samþykkt var fjárhags- áætlun fyrir komandi tímabil og eru niðurstöður hennar 6,8 milljón- ir. Lang stærsti kostnaðarliðurinn er rekstur landsliðanna í skíða- göngu og alpagreinum, sem nemur liðlega 5,0 milljónum króna. Frá síðustu Ólympíuleikum hef- ur verið unnið skipulega eftir langtíma áætlun, sem miðast við þátttöku í Ólympíuleikunum í Calg- ary 1988. Þá er stefnt að þátttöku í heimsmeistaramótunum á skíðum 1987, í alpagreinum i Crans-Montana í Sviss 25. janúar til 8. febrúar og í norrænum grein- um í Obersdorf í V-Þýskalandi 11.—21. febrúar. Einnig verður keppt í nokkrum heimsbikarmót- um í alpagreinum og í skíðagöngu. Útgáfa Skíðablaðsins hefur eflst og aukist Kostnaður við útgáfuna er annar stærsti liðurinn í fjár- hagsáætluninni eða krónur 1,2 milljónir. Á þinginu var lögð fram sam- þykkt mótaskrá fyrir veturinn 1987. Skíðamót íslands verður á ísafirði 15.—20. apríl, Unglinga- meistaramót íslands á Akureyri 4.-5. apríl og Andrésarleikarnir á sama stað 23.-26. apríl. Bikar- keppni SKÍ hefst 7. febrúar með Þorramótinu á ísafirði, íslands- gangan, sem er röð af almennings- göngum hefst á Egilsstöðum 28. febrúar og Öldungamótið á skíðum verður í Reykjavík 7.-8. maí. Þingið samþykkti ýmsar breyt- ingar á reglugerðum og tillögum varðandi starfsemi SKÍ. ítengslum við þingið var haldinn þjálfarafund- ur í alpagreinum, þar sem mættir voru tuttugu þjálfarar. Hafsteinn Sigurðsson landsliðsþjálfari flutti þar erindi um samræmda þjálfun barna og unglinga og skýrði frá æfingum landsliðsins í skíða- göngu. Karl Guðlaugsson hélt erindi um úthaldsþjálfun göngu- manna. í stjórn SKl eru nú: Hreggviður Jónsson, Trausti Ríkarðsson, Sig- urður Einarsson, Ottó Leifsson, Guðný Aradóttir, Ásgeir Magnús- son, Hans Kristjánsson, Hermann Sigtryggsson, Ingólfur Jónsson og Jón Asgeir Jónsson. Þjálfarar SKI eru nú Sigurður Aðalsteinsson í skíðagöngu og Hafsteinn Sigurðs- son í alpagreinum. Leiðrétting í blaðinu f gær sögðum við f myndatexta að Gfsli Helgason karatemaður væri í Gerplu. Þetta er ekki rétt því Gísli er í Stjörn- unni. AP/Símamynd • Miðverðir Austur-Þýskalands og Frakklands, Frank Rohde og Yvon Le Roux, komu mikift við sögu í leiknum í gærkvöldi. Þýska bikarkeppnin íknattspyrnu: Létt hjá HSV- í Hamborg - Stuttgarter Kickers taplaust heima Frá Sigurði Björnssyni, fréttarítara Morgunblaðsins í V-Þýskalandi. HSV átti ekki í erfiðleikum með St. Pauli í 3. umferð bikarkeppn- innar í knattspyrnu í Vestur- Þýskalandi í gærkvöldi og vann 6:0. Gladbach sigraði Aachen eft- ir framlengingu og Darmstadt þurfti einnig framlengingu til að leggja Fortuna Köln að velli. Þá komust Karlsruher og Stuttgarter Kickers áfram í 8. liða úrslit. Tæplega 60 þúsund áhorfendur voru á leik liðanna frá Hamborg og sáu góðan leik HSV. Um hreina einstefnu var að ræða og einkum og sér í lagi átti Thomas von Hees- en stórleik, en hann skoraði þrennu. Smöller skoraði tvö og Jusufi gaf tóninn strax á annarri mínútu með góðu marki. St. Pauli, sem er í 11. sæti í 2. deild, slapp vel, því yfirburðir HSV voru miklir og m. a. skaut Kaltz yfir úr víta- spyrnu. Annar nágrannaslagur var á milli Aachen og Gladbach. Upp- selt var á leikinn, 27 þúsund áhorfendur, og átti 2. deildarliðið í fullu tré við gestina í 90 mínútur. í framlengingunni tryggði Bakalorz Borussia Mönchengladbach sæti Evrópukeppni iandsliða: Frakkar náðu jafn- tefli í A-Þýskalandi Frá Bornharði Valssyni, fréttarítara Morgunblaðsins f Frakklandi. Frakkar og Austur-Þjóðverjar gerðu markalaust jafntefli f leik þjóðanna f þriftja riðlinum í Evr- ópumeistaramótinu íknattspyrnu f gærkvöldi. Frakkar færast því upp að hlið íslands í riðlinum - báðar þjóðir hafa tvö stig eftir þrjá leiki. Sovétmenn hafa for- ystu með fimm stig, A-Þjóðverjar hafa fjögur stig, en Norðmenn reka lestina í riðlinum með eitt stig eftir tvo leiki. Öll hin liðin hafa leikið þrjá leiki. Leikurinn í Austur-Þýskalandi var tíðindalítill og ekki mjög skemmtilegur. Frakkar fóru í leik- inn með því hugarfari að sækja eitt stig og eftir að það náðist var almenn ánægja með árangurinn í Frakklandi. Frakkar léku með fimm manna vörn og fjögurra manna miðju og stóðust allar sóknarlotur Austur-Þjóöverja. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en í þeim síðari náðu Frakkar sér á strik á fyrstu 20 mínútunum. Þá fengu þeir tvö bestu tækifæri leiks- ins. Fyrst skaut Ivon Le Roux yfir úr góðu færi og svo renndi Papin knettinum framhjá tómu markinu eftir að Platini hafði platað alla a-þýsku vörnina og markvörðinn að auki. Karfa - 1. deild: Þór sigraði Tindastól MIKIL spenna var í leik Tinda- stóls og Þórs í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Tinda- stóll náði mest 21. stigs forystu í fyrri hálfleik, var 10 stig yfir f hálfleik, en Þór náði að jafna þegar 7 mínútur voru til leiksloka og vann 100:90. Tindastóll byrjaði af miklum krafti og áttu Þórsarar ekkert svar við þessari miklu baráttu og grimmd. Um miðjan fyrri hálfleik voru heimamenn tuttugu og einu stigi yfir, en staðan í hálfleik var 55:45. Þessi tíu stiga munur hélst meira eða minna fram í miðjan seinni hálfieik, en Þórsarar náðu að jafna leikinn í fyrsta skipti, þeg- ar 7 mínútur voru til leiksloka og sigruðu með 10 stiga mun. Tindastóll tapaði því öðrum leiknum í röö á heimavelli, en um síðustu helgi sigraði UBK liðið 81:76. Þá skoraði Eyjólfur Sverris- son 34 stig, en hann bætti um betur í gærkvöldi, fór á kostum og skoraði 37 stig. Björn Sigtryggs- son skoraði 20 stig og hinn 16 ára Sverrir Sverrisson, bróðir Eyjólfs, skoraði 17 stig. ívar Webster var atkvæðamest- ur hjá Þór og áttu heimamenn í mestu erfiðleikum með að stöðva hann. ívar skoraði 44 stig, Guð- mundur Björnsson 24 og Konráð Óskarsson 13 stig. Undir lokin sóttu hinsvegar Austur-Þjóðverjar stíft en Joel Bats varði nokkrum sinnum vel - of vel fyrir framlínumenn þýskra. Thomas von Heesen í átta liða úrslitum með tveimur mörkum. Karlsruher vann Blau-Weiss Berlin 2:1 í Berlín og var sigur gestanna verðskuldaður. Þeir voru mun betri, en það var ekki fyrr en á 70. mínútu að Schútterle skoraði fyrsta markið. Hann bætti öðru við tveimur mínútum síðar, en Matt- ern náði að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok. Stuttgarter Kickers vann Hannover 2:0. Stuttgarter hefur ekki tapað heimaleik í vetur og sig- urinn gegn efsta liðinu í 2. deild var öruggur og sanngjarn. Kurten- bach skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og var óheppinn í seinni hálfleik, þegar hann skaut i stöng úr góðu færi. Fortuna Köln tapaði fyrír Darmstadt 0:2 í Köln. Leikurinn var frekar leiðinlegur framan af, en Labbadia skoraði bæði mörkin i framlengingu. Morgunblaðið/Kr.Ben. Ákvörðunin tekin um að bíða eftir dómurunum, þó biftin yrfti löng. Beðið í Grindavík eftir dómurum Gríndavík ÞEGAR leikur UMFG og UBK í 1. deild karía í körfuknattleik átti að hefjast í gærkvöldi klukkan 19.15 voru engir dómarar mættir. Eftir 20 mínútna bið náðist f Berg Steingrímsson hjá dómaranefnd KKÍ og var samþykkt aft bíða enn í 45 mínútur eftir dómurum úr Reykjavík. Kristinn Albertsson, leikmaður UBK og framkvæmdastjóri KKÍ, fullyrti að dómaranefndin vissi um breyttan leiktíma, því hann hefði sjálfur séð um að tilkynna þeim það bréflega í síðustu viku. „Það er alveg óþolandi að Grindavík gleymist alltaf hjá dóm- urunum," sagði Eyjólfur Guðlaugs- son, leikmaður UMFG. „Þetta kemur allt of oft fyrir og ef fram- hald verður á hætta áhorfendur að koma á leikina. Og hver skyldi lá þeim það, þegar þarf að hanga svona eftir dómurunum," bætti Eyjólfur við og var mjög óhress. Kr.Ben.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.