Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Beitingamenn vantar á 77 tonna línubát sem gerður er út frá Keflavík. Uppl. í síma 92-4211 og 92-4618 á kvöldin. Stokkavör hf. Ræstistarf Óskum eftir að ráða konu til ræstistarfa um helgar. Uppl. í síma 11630 frá 9.00-16.00 virka daga. Veitingahúsið Kreml. Véltæknifræðingur með starfsreynslu óskar eftir spennandi starfi. Er laus upp úr áramótum. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 27. nóv. '86 merkt: „V — 1685“. Tölvu-innsláttur Stórt útgáfufyrirtæki í austurborginni vill ráða starfskrafta við innslátt. Onnur þarf að vera vön en hin með góða undirstöðu. Góð laun í boði. Upplýsingar á skrifstofu. _ GudniTónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l N GARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322 Matreiðslumenn Veitingahús í Noregi óskar eftir matreiðslu- manni sem fyrst. Nánari uppl. í síma 656484 eftir kl. 18.00. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúk- runarfræðinga til starfa sem fyrst í fasta stöðu og til vetrarafleysinga. Nánari uppl. um launakjör, húsnæði og fleira veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-71166. Sjúkrahús Siglufjarðar. Véltæknifræðingur Slippstöðin hf. á Akureyri óskar að ráða vél- tæknifræðing til starfa á tæknideild. Æskilegt er að umsækjandi hafi nokkra reynslu af vélbúnaði fiskiskipa svo og af áætlanagerð. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til starfs- mannastjóra fyrir 1. des. nk. Slippstöðin hf., pósthólf437, 602Akureyri, sími 96-21300. Sölustjóri Tölvufræðslan óskar eftir að ráða sem fyrst sölumann til að hafa yfirumsjón með sölu- málum og auglýsingagerð hjá fyrirtækinu. Byrjunarlaun 60 þúsund á mánuði. Nánari upplýsingar í síma 687590. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Matsmaður Óskum að ráða mann með fiskmatsréttindi um borð í rækjufrystiskip. Upplýsingar í símum 99-3757 og 99-3787. Matreiðslumeistari með mikla reynslu og þekkingu óskar eftir matreiðslustarfi eða einhverju hliðstæðu. Upplýsingar gefur Jóhann Bragason í síma 44898. Siglufjörður Blaðberar óskast í Laugveg, Hafnartún og Hafnargötu. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 71489. Kennarar Tölvufræðslan óskar eftir að ráða nokkra vana kennara til starfa eftir áramót. Um er að ræða fastráðna kennara og stundakenn- ara. Starfið felst í kennslu á algengum notendahugbúnaði og námsgagnagerð. Nánari upplýsingar í síma 687590. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Samsýning 11 lista- manna í Nýlistasafni FÖSTUDAGINN 21. nóvember kl. 20.00 verður opnuð samsýning allefu ungra listamanna í húsakynnum Nýlistasafnsins Vatnsstíg 3b. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru Ómar Stefánsson, Guðrún Tryggvadóttir, ívar Valgarðsson, Jóhanna Kristín Ingvadóttir, Jón Axel Björnsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Axel Jóhannesson, Hrafn- kell Signrðsson, Steingrimur E. Kristmundsson, Þór Vigfússon, Daði Guðbjörnsson. Sýningin stendur til 30. nóvember. í formála sýningarskrár segir: við vitum að eru að vinna í kyrrþey „Við höfum stefnt nokkrum lista- mönnum saman niður á Nýlistasafn til þess að útbúa sýningu, auðvitað með það í huga að það verði góð sýning og lífleg. Það sem varð til þess að einmitt þessir listamenn voru valdir saman en ekki einhverj- ir aðrir, er að við vildum útbúa sýningu sem væri fjölbreytt en um leið heilstæð og fá listamenn sem Síðustu sýning- ar hjá Nemenda- leikhúsinu NÚ ER Nemendaleikhúsið að ljúka sýningum á „Leikslok í Smyrnu" eftir Horst. Laube. Leikritið gerist í Feneyjum og fjallar um samskipti greifa nokkurs og Tyrkja við óperufólk. Leikurinn er í gamansömum tón en alvaran liggur þó alltaf undir niðri, segir í frétt, frá leikhúsinu. Leikritið hefur verið vel sótt og þegar eru búnar 12 sýningar. Síðustu sýningar verða fímmtudag, föstudag og laugardag. Sýningam- ar eru í Lindarbæ og heíjast kl. 20.30. til að líta upp úr vinnu sinni eitt augnablik. Við vildum fá fram lista- verk sem við vissum að lægju einhversstaðar óáreitt á vinnustof- um eða í geymslum og láta Nýlista- gustinn leika um þau og dusta af þeim rykið. Það er von okkar að listaverkun- um líki vel hveiju við annað og þá er aldrei að vita nema þau taki á ieik eins og penninn og blekbyttan hans H.C. Andersens eða aðrir þeir hlutir sem lifna við um nætur og eiga sínar sælustu stundir þessar löngu nætur skammdegisins." Sýningin er opin kl. 16.00-20.00 virka daga en kl. 14.00-20.00 um helgar. 'O INNLENT Hjónin Einar Sigurðsson og Fanney Ottósdóttir og Pálmey Ottós- dóttir og Jón Pálsson tóku á móti hátt á annað hundrað gestum á 10 ára afmæli Gaflsins. Gaflinn 10 ára: Breyttar innrétting- ar á 10 ára afmælinu í TILEFNI af 10 ára afmæli veit- ingahússins Gafl-Inn, Hafnar- firði hefur enn verið aukin og bætt aðstaða fyrirtækisins til að þjóna viðskiptavinum sínum með þvi að stækka og endurbæta veit- ingasai á fyrstu hæð veitinga- húss fyrirtækisins, segir í frétt frá fyrirtækinu. Gafl-Inn veitingahús hóf rekstur hinn 5. ágúst 1976 að Reykjavíkur- vegi 68, Hafnarfirði, með opnun veitingahúss og þjónustu frá eld- húsi þess við einstaklinga og hópa út í bæ. Þessari þjónustu var það vel tekið af viðskiptavinum fyrir- tækisins, að ástæða þótti til að auka hana með því að opna til við- bótar nýtt veitingahús við Reykja- nesbraut þann 1. desember 1978. Hefúr starfsemi fyrirtækisins aukist. jafnt og þétt í stærra og betra húsnæði. I upphafi voru starf- andi við fyrirtækið 6 manns en nú starfa við fyrirtækið 35 manns. Fyrir ári eignaðist fyrirtækið hús- næði þar sem það nú er rekið í. Gafl-Inn veitingahús hefur starf- rækt þrjá veitingasali fram til þessa. Með þeirri viðbót sem nú hefur verið tekin í notkun getur fyrirtækið tekið á móti allt að 200 manns á sama tíma. Veitingahúsið getur því annað þremur misstórum hópum á sama tíma. Borgarafundur í Hafnarfirði ÍÞRÓTTARÁÐ Hafnarfjarðar og íþróttabandalag Hafnarfjarð- ar efna til borgarafundar um iþróttamál í Hafnarfirði, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.00 í félagsheimili íþróttahúss- ins, segir i frétt frá íþróttafull- trúanum í Hafnarfirði. A fundinum verður gefíð yfírlit um stöðu íþróttamála og leitað eftir hugmyndum um fyrirkomulag þess- ara mála í náinni framtíð. Frum- mælendur verða: Yngvi R. Baldvinsson, íþróttafulltrúj, og Gylfí Ingvarsson, formaður ÍBH. Skorað er á íþróttafólk og íþrótta- unnendur að mæta á fundinn. Afmælismót Tafl- félags Kópavogs TAFLFÉLAG Kópavogs heldur skákmót. í Kópavogsskóla að Digranesvegi í tilefni af 20 ára afmæli félagsins á þessu ári. Mótið hefst kl. 20.00 föstudaginn 21. nóvember og lýkur siðdegis laugardaginn 22. nóvember. Umhugsunartími verður 30 mínútur á skák og er öllum heimil þátttaka. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir 5. efstu sætin í mótinu. Einnig verða veitt ungl- ingaverðlaun (16 ára og yngri) og öldungaverðlaun (60 ára og eldri). Heildarupphæð verðlauna verður 70.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.