Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 31 ERLENT Foreldrar Dallas- leikara myrtir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10— 12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að not- færa sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. nóvember verða til viðtals Páll Gísla- son, formaðurframkvæmdanefndar byggingastofnanna i þágu aldraðra og veitustofnanna Reykjavíkur og Guð- rún Zoéga i stjórn skólamálaráðs, fræðsluráðs og veitustofnanna. BENZ 190 E ÁRG. ’85 til sölu. Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur, central læsingar, sóllúga, litaö gler, útvarp og segul- band, vökvastýri. Blái demanturinn. Skipti möguleg. Bílakaup, sfman 886030—686010. Þú klæöir af þér kuldann með Kapp 100% polyester fötum næst þér og hinum landsþekktu Herkules sjófötum sem ytri hlífðarföt gegn vindi og regni. Klæðakerfið frá 66°Ngerir gæfumuninn. Ananaustum Sími 28855 Boulder, Montana, AP. FORELDRAR Patricks Duffy, sem leikur Bobby Ewing í framhaldsmyndaflokknum „Dallas", voru myrtir á þriðju- dagskvöldið. Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið. Lík þeirra Terence og Marie Duffy fundust í gærdag í veitinga- húsi, sem þau ráku í bænum Boulder í Montana í Bandaríkjun- um. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að þau hafi verið myrt á þriðjudagskvöldið. Lögreglan var treg til að Veita nánari upplýsing- ar um málið en fréttir herma að þau hafi verið skotin með hagla- byssu. Tveir 19 ára gamlir menn voru handteknir í gær eftir mikinn elt- ingarleik við lögreglu og eru þeir grunaðir um ódæðið. Patrick Duffy er 37 ára gam- all og býr hann í Los Angeles ásamt konu sinni og tveimur börn- Patrick Duffy um. Að sögn Barbara Brogliatti, talsmanns Lorimar-kvikmyndafé- lagsins, voru einstakir kærleikar með Duffy og foreldrum hans. Kambódía: Pol Pot sagður vera fárveikur AP/Símamynd Morð íManila Lík David Puzon, fyrrverandi þingmanns og stuðn- fyrirsát er hann var á leið til vinnu sinnar og segja ingsmanns Enrile vamarmálaráðherra Filippseyja, í sjónarvottar að morðingjamir hafí verið karlmenn líkhúsi lögreglunnar í Manila í gær. Puzon var gerð klæddir kvenmannsfötum. Bangkok, AP. POL POT, leiðtogi Rauðu khme- ranna í Kambódíu, er fárveikur, að því er sagði í gær í blaðinu The Bangkok Post, sem gefið er út í Thailandi. Fullyrt var í blað- inu að Pol Pot hefði haldið til Peking tii að leita sér lækninga. Blaðið kvaðst hafa þessa frétt eftir háttsettum embættismönnum í Kambódíu. í fyrra bámst einnig fréttir af veikindum leiðtogans en þær fengust aldrei staðfestar. Heimildarmaður The Bangkok Post sagði í viðtali við blaðið að Pol Pot hefði áður leitað sér lækn- inga í Kína en í þetta skiptið væru veikindi hans mjög alvarleg. Kvaðst hann efast um að leiðtoginn ætti afturkvæmt frá Kína. Samkvæmt fyrri fréttum þjáist hann af sykur- sýki og malaríu. Pol Pot var leiðtogi stjómar Rauðu khmerannna í Kambódíu frá 1975 til 1978. Stjóm hans sýndi fádæma grimmd og er talið að hundruðir þúsunda Kambódíu- manna hafí verið myrtir í valdatíð hans. Víetnamar réðust inn í Kambódíu síðla árs 1978. Pol Pot flúði þá til fjalla og stýrði þaðan skæruhemaði gegn innrásarliðinu. Talsmenn Rauðu khmeranna hafa sagt að Pol Pot hafi látið af störfum sem hershöfðingi á síðasta ári en fréttaskýrendur leggja almennt ekki trúnað á það. Pol Pot sást síðast í desembermánuði árið 1979 þegar japanskir fréttamenn áttu við hann viðtal í höfuðstöðvum skæm- liða í Kambódíu. KLÆÐAKERFIÐ FRA 66 °N HEFUR SANNAÐ ÁCÆTI SITT Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.